Leiða saman ólíka hópa á #metoo-ráðstefnu í Hörpu Birgir Olgeirsson skrifar 17. september 2019 11:24 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Getty Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur alþjóðlega ráðstefnu um Metoo-hreyfinguna í Hörpu í dag. Þar er ætlunin að leiða saman fólk frá ólíkum hliðum þessarar hreyfingar, jafnt heimsþekkta fyrirlesara sem og þá sem hafa unnið að grasrótarstarfinu. Ráðstefnan verður sett klukkan hálf þrjú í dag og stendur yfir næstu tvo daga en hún er liður í formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Nú í haust verða tvö ár liðin frá því að Metoo-bylgjan hófst þar sem konur um allan heim greindu frá kynferðislegu ofbeldi og kynbundinni og kynferðislegri áreitni. Halla Gunnarsdóttir, ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í réttindamálum, er einn af aðalskipuleggjendum ráðstefnunnar. „Okkur fannst við hæfi að Ísland sem hlýtur reglulega alþjóðlegar viðurkenningar á sviði jafnréttismála bjóði upp á svæði og rými fyrir erfiðari anga þeirrar umræðu. Við sáum að Metoo hreyfingin afhjúpaði mikið kynbundið misrétti og áreitni og ofbeldi hér á Íslandi og gerði það um öll Norðurlöndin. Okkur langaði að taka þann veruleika og setja það í alþjóðlegt samfélag. Og skoða þau þemu sem komu upp í tengslum við Metoo bæði hér og annars staðar,“ segir Halla.Yfir 800 manns boðað komu sína Sagt verður frá tillögum óbirtrar skýrslu UN WOMEN undir yfirskriftinni What will it take? Promoting Cultural Change to End Sexual Harassment. Í skýrslunni eru greindar þær breytingar sem taldar eru nauðsynlegar í kjölfar #metoo, bæði formlegar breytingar og samfélagslegar. Einnig verður fjallað um niðurstöður viðamikillar rannsóknar á umfangi kynferðislegrar áreitni, kynbundinnar áreitni eða ofbeldis auk eineltis á íslenskum vinnumarkaði sem unnin var að frumkvæði Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra. Þá mun Angela Davis, prófessor og rithöfundur, flytja lykilerindi um áhrif #metoo hreyfingarinnar.Halla Gunnarsdóttir er einn af skipuleggjendum ráðstefnunnar.Vísir/VilhelmYfir 800 manns hafa skráð sig til þátttöku á ráðstefnunni og er hún því með stærri ráðstefnum um #metoo sem haldin hefur verið. Um áttatíu fyrirlesarar taka þátt í ráðstefnunni úr röðum fræðafólks, aktívista, stjórnmálamanna og sérfræðinga.Heimsfrægir fyrirlesarar Angela Davis, prófessor og rithöfundur, mun flytja lykilerindi um áhrif hreyfingarinnar en Halla segir Angelu hafa öðlast heimsfrægð í kringum 1970. „Þegar hún sat í fangelsi sem pólitískur fangi og þá var mikil herferð til að koma henni þaðan út, sem grasrótarhópar út um allan heim tóku þátt í og minniháttarnöfn eins og Rolling Stones og John Lennon og Yoko Ono. Hún öðlaðist heimsfrægð í kringum það og hefur verið einn áhrifamesti fræðimaður og hugsuður heims á sviði samþættingar kynþáttar og stéttar. Hún verður hér í dag til að gefa okkur innsýn í hennar greiningu á Metoo,“ segir Halla en dagskráin verður afar fjölbreytt. „Síðan erum við með marga mjög þekkta fyrirlesara á borð við Roxane Gay, Liz Kelly, Marai Larasi og Cynthia Enloe og svo bara fjölmarga íslenska og norræna og alþjóðlega aktivísta og fólk sem hefur verið að skipuleggja grasrótarhreyfingar sem er kannski ekki jafn þekkt nöfn en ótrúlega merkileg vinna sem þetta fólk hefur unnið. Og við erum að hugsa það, að ef við leiðum allt þetta fólk saman frá ólíkum hliðum þessarar hreyfingar, hvort það gerist ekki eitthvað magnað.“Að neðan má sjá viðtal Channel 4 við Angelu Davis. Jafnréttismál MeToo Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Ekkert bendi til fegrunar einkunna í Breiðholtsskóla Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur alþjóðlega ráðstefnu um Metoo-hreyfinguna í Hörpu í dag. Þar er ætlunin að leiða saman fólk frá ólíkum hliðum þessarar hreyfingar, jafnt heimsþekkta fyrirlesara sem og þá sem hafa unnið að grasrótarstarfinu. Ráðstefnan verður sett klukkan hálf þrjú í dag og stendur yfir næstu tvo daga en hún er liður í formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Nú í haust verða tvö ár liðin frá því að Metoo-bylgjan hófst þar sem konur um allan heim greindu frá kynferðislegu ofbeldi og kynbundinni og kynferðislegri áreitni. Halla Gunnarsdóttir, ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í réttindamálum, er einn af aðalskipuleggjendum ráðstefnunnar. „Okkur fannst við hæfi að Ísland sem hlýtur reglulega alþjóðlegar viðurkenningar á sviði jafnréttismála bjóði upp á svæði og rými fyrir erfiðari anga þeirrar umræðu. Við sáum að Metoo hreyfingin afhjúpaði mikið kynbundið misrétti og áreitni og ofbeldi hér á Íslandi og gerði það um öll Norðurlöndin. Okkur langaði að taka þann veruleika og setja það í alþjóðlegt samfélag. Og skoða þau þemu sem komu upp í tengslum við Metoo bæði hér og annars staðar,“ segir Halla.Yfir 800 manns boðað komu sína Sagt verður frá tillögum óbirtrar skýrslu UN WOMEN undir yfirskriftinni What will it take? Promoting Cultural Change to End Sexual Harassment. Í skýrslunni eru greindar þær breytingar sem taldar eru nauðsynlegar í kjölfar #metoo, bæði formlegar breytingar og samfélagslegar. Einnig verður fjallað um niðurstöður viðamikillar rannsóknar á umfangi kynferðislegrar áreitni, kynbundinnar áreitni eða ofbeldis auk eineltis á íslenskum vinnumarkaði sem unnin var að frumkvæði Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra. Þá mun Angela Davis, prófessor og rithöfundur, flytja lykilerindi um áhrif #metoo hreyfingarinnar.Halla Gunnarsdóttir er einn af skipuleggjendum ráðstefnunnar.Vísir/VilhelmYfir 800 manns hafa skráð sig til þátttöku á ráðstefnunni og er hún því með stærri ráðstefnum um #metoo sem haldin hefur verið. Um áttatíu fyrirlesarar taka þátt í ráðstefnunni úr röðum fræðafólks, aktívista, stjórnmálamanna og sérfræðinga.Heimsfrægir fyrirlesarar Angela Davis, prófessor og rithöfundur, mun flytja lykilerindi um áhrif hreyfingarinnar en Halla segir Angelu hafa öðlast heimsfrægð í kringum 1970. „Þegar hún sat í fangelsi sem pólitískur fangi og þá var mikil herferð til að koma henni þaðan út, sem grasrótarhópar út um allan heim tóku þátt í og minniháttarnöfn eins og Rolling Stones og John Lennon og Yoko Ono. Hún öðlaðist heimsfrægð í kringum það og hefur verið einn áhrifamesti fræðimaður og hugsuður heims á sviði samþættingar kynþáttar og stéttar. Hún verður hér í dag til að gefa okkur innsýn í hennar greiningu á Metoo,“ segir Halla en dagskráin verður afar fjölbreytt. „Síðan erum við með marga mjög þekkta fyrirlesara á borð við Roxane Gay, Liz Kelly, Marai Larasi og Cynthia Enloe og svo bara fjölmarga íslenska og norræna og alþjóðlega aktivísta og fólk sem hefur verið að skipuleggja grasrótarhreyfingar sem er kannski ekki jafn þekkt nöfn en ótrúlega merkileg vinna sem þetta fólk hefur unnið. Og við erum að hugsa það, að ef við leiðum allt þetta fólk saman frá ólíkum hliðum þessarar hreyfingar, hvort það gerist ekki eitthvað magnað.“Að neðan má sjá viðtal Channel 4 við Angelu Davis.
Jafnréttismál MeToo Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Ekkert bendi til fegrunar einkunna í Breiðholtsskóla Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent