Grunaður skattsvikari og fræðimaður áfram í seinni umferð forsetakosninga í Túnis Andri Eysteinsson skrifar 17. september 2019 20:16 Niðurstöður fyrri umferðar voru kynntar í dag. Getty/NurPhoto Ljóst er hvaða tveir frambjóðendur munu taka þátt í seinni umferð túnisku forsetakosninganna sem fara líklega fram um miðjan næsta mánuð. AP greinir frá. Auðjöfurinn Nabil Karoui, sem þessa dagana situr í fangelsi vegna gruns um skattsvik og peningaþvætti verður ásamt lagaprófessornum Kais Saied á atkvæðaseðlinum í október. 26 voru í framboði en auk Karoui og Saied voru tveir fyrrum forsætisráðherrar í framboði. Karoui hlaut 18,4% greiddra atkvæða en Saied hlaut 15,6%. Frambjóðandi stærsta þingflokks landsins, Abdelfattah Mourou hlaut 12,9% greiddra atkvæða. Kjörsókn var lág eða um 49%. Nabil Karoui er einn stofnanda Nessma TV fjölmiðlasamsteypunnar en hann situr eins og áður segir í fangelsi vegna gruns um skattsvik og peningaþvætti. Karoui neitar ásökunum og segist vera fórnarlamb ófrægingarherferðar. Lögfræðiteymi hans vinnur nú hörðum höndum við að leysa hann úr haldi fyrir kjördag. Saied er lagaprófessor sem talinn er vera mjög íhaldssamur í skoðunum, hann vill þó ekki kenna sig við neinn flokk eða stefnu og flokkar sig sem sjálfstæðan frambjóðanda. Hann hefur greint frá því að hann telji sig ekki eiga í kosningabaráttu við einn né neinn og segir Túnisa mega kjósa hvern þann sem þeim sýnist. Kosningarnar eru aðrar forsetakosningarnar í ríkinu frá því að leiðtoganum Ben Ali var steypt af stóli í arabíska vorinu árið 2011. Beji Caid Essebsi var áður forseti landsins en hann lést 25. Júlí síðastliðinn, 92 ára að aldri. Túnis Tengdar fréttir Forseti Túnis látinn Essebsi forseti var lagður inn á sjúkrahús í gær. Hann var fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Túnis og elsti sitjandi forseti heims. 25. júlí 2019 10:28 Forseti Túnis fluttur alvarlega veikur á sjúkrahús Talsmenn forsetaembættisins hafna fréttum af því að forsetinn níræði sé látinn en segja ástand hans alvarlegt. 27. júní 2019 14:00 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Sigríður Björk segir af sér Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Ljóst er hvaða tveir frambjóðendur munu taka þátt í seinni umferð túnisku forsetakosninganna sem fara líklega fram um miðjan næsta mánuð. AP greinir frá. Auðjöfurinn Nabil Karoui, sem þessa dagana situr í fangelsi vegna gruns um skattsvik og peningaþvætti verður ásamt lagaprófessornum Kais Saied á atkvæðaseðlinum í október. 26 voru í framboði en auk Karoui og Saied voru tveir fyrrum forsætisráðherrar í framboði. Karoui hlaut 18,4% greiddra atkvæða en Saied hlaut 15,6%. Frambjóðandi stærsta þingflokks landsins, Abdelfattah Mourou hlaut 12,9% greiddra atkvæða. Kjörsókn var lág eða um 49%. Nabil Karoui er einn stofnanda Nessma TV fjölmiðlasamsteypunnar en hann situr eins og áður segir í fangelsi vegna gruns um skattsvik og peningaþvætti. Karoui neitar ásökunum og segist vera fórnarlamb ófrægingarherferðar. Lögfræðiteymi hans vinnur nú hörðum höndum við að leysa hann úr haldi fyrir kjördag. Saied er lagaprófessor sem talinn er vera mjög íhaldssamur í skoðunum, hann vill þó ekki kenna sig við neinn flokk eða stefnu og flokkar sig sem sjálfstæðan frambjóðanda. Hann hefur greint frá því að hann telji sig ekki eiga í kosningabaráttu við einn né neinn og segir Túnisa mega kjósa hvern þann sem þeim sýnist. Kosningarnar eru aðrar forsetakosningarnar í ríkinu frá því að leiðtoganum Ben Ali var steypt af stóli í arabíska vorinu árið 2011. Beji Caid Essebsi var áður forseti landsins en hann lést 25. Júlí síðastliðinn, 92 ára að aldri.
Túnis Tengdar fréttir Forseti Túnis látinn Essebsi forseti var lagður inn á sjúkrahús í gær. Hann var fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Túnis og elsti sitjandi forseti heims. 25. júlí 2019 10:28 Forseti Túnis fluttur alvarlega veikur á sjúkrahús Talsmenn forsetaembættisins hafna fréttum af því að forsetinn níræði sé látinn en segja ástand hans alvarlegt. 27. júní 2019 14:00 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Sigríður Björk segir af sér Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Forseti Túnis látinn Essebsi forseti var lagður inn á sjúkrahús í gær. Hann var fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Túnis og elsti sitjandi forseti heims. 25. júlí 2019 10:28
Forseti Túnis fluttur alvarlega veikur á sjúkrahús Talsmenn forsetaembættisins hafna fréttum af því að forsetinn níræði sé látinn en segja ástand hans alvarlegt. 27. júní 2019 14:00