Má ekki veðja þjóðarbúinu á bætur Icelandair frá Boeing Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. september 2019 12:00 Þrjár Boeing 737 MAX 8-þotur Icelandair á athafnasvæði Boeing í Seattle þar sem þær bíða þess að kyrrsetningu vélanna verði aflétt. GETTY/ DAVID RYDER Nefndarmaður í peningastefnunefnd sagði fyrir opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að fylgjast þurfi vel með hremmingum í ferðaþjónustunni. Seðlabankastjóri sagði að samdráttur í hagkerfinu yrði vægari er gert hafi verið ráð fyrir. Á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis með Ásgeir Jónssyni, seðlabankastjóra, og Gylfa Zoëga, nefndarmanni í peningastefnunefnd, var farið yfir stöðuna í hagkerfinu og þeirra spurningu varpað fram hvað orsakaði samdrátt í ferðaþjónustu. Á fundinum sagði seðlabankastjóri að íslenska hagkerfið væri á leið í niðursveiflu eftir átta ára samfelldan vöxt. Hann sagði að samdrátturinn yrði vægur, 0,2% á þessu ári en að hagkerfið myndi taka aftur við sér á næsta ári. „Seðlabankinn býr þar að auki yfir öflugum gjaldeyrisforða til þess að geta tryggt stöðugleika ef til þess kemur og þegar til lengri tíma er litið hefur vaxtastig verið að hliðrast niður og við erum þá að færast nær öðrum löndum hvað það varðar. Hins vegar, meðal vestrænna ríkja þykir það forréttindi að geta lækkað vexti, það sem aðrar þjóðir í kringum okkur geta ekki gert,“ sagði Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri á fundinum. „Þegar litið er fram á veginn gæti núverandi vaxtalækkunarferli haldið áfram líkt og gefið var til kynna í síðustu yfirlýsingu peningastefnunefndar. það er að segja að lækki verðbólguvæntingar áfram og áfram hægir á verðbólgu, þá eða hagvaxtarhorfur versni frá því sem nýjasta spá bankans gerir ráð fyrir. Nokkur óvissa er til staðar um það hvernig ferðaþjónustan geti staðið af sér bæði kostnaðarhækkanir og áföll í utanlands flugi sem hún hefur orðið fyrir.“ Erfið staða ferðaþjónustunnar var sérstaklega rædd. Gylfi Zoëga sagði launakostnaðinn innan greinarinnar of háan og að hlutfall launa í heildartekjum ferðaþjónustufyrirtækja of hátt. Þar til tók hann sérstaklega íslensku flugfélöginen tvö þeirra, Primera Air og WOW air, fóru á hausinn. Gylfi bað þingmenn á fundinum að fylgjast með stöðu Icelandair og velti því upp hvenær eigið fé flugfélagsins yrði komið á hættustig. „Hætturnar sem steðja að núna eru þessar efnahagsreikningahremmingar ferðaþjónustunnar. Mig langar sérstaklega að beina athygli ykkar að þessu stóra flugfélagi sem að við byggjum svo mikið á. Hvað er að gerast þar? Ef þið reikning fram í tímann, hvenær verður eigið fé þar komið á hættulegt stig. Það má ekki veðja þjóðarbúinu á það að þeir fái bætur frá Boeing. Við vitum ekki hvenær þær koma, hvað þær verða miklar og það er eitthvað sem þið verðið að huga að,“ sagði Gylfi Zoëga, nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. Alþingi Boeing Efnahagsmál Icelandair Tengdar fréttir Bein útsending: Peningastefnunefnd fer yfir fyrri hluta 2019 Efnahags- og viðskiptanefnd heldur opinn fund með peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. Fundurinn hefst klukkan níu og stendur til tíu. 19. september 2019 08:45 Vilja að Icelandair deili Boeing-bótum með farþegum Er farið fram á það vegna þeirra farþega sem fá ekki þau þægindi sem lofað var. 22. júlí 2019 16:52 „Algjörlega óhugsandi“ að Icelandair fái ekki bætur frá Boeing Forstjóri Icelandair Group segir félagið stefna á að fá allt tjón vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX-vélanna bætt frá flugvélaframleiðandanum. 2. ágúst 2019 11:21 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Nefndarmaður í peningastefnunefnd sagði fyrir opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að fylgjast þurfi vel með hremmingum í ferðaþjónustunni. Seðlabankastjóri sagði að samdráttur í hagkerfinu yrði vægari er gert hafi verið ráð fyrir. Á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis með Ásgeir Jónssyni, seðlabankastjóra, og Gylfa Zoëga, nefndarmanni í peningastefnunefnd, var farið yfir stöðuna í hagkerfinu og þeirra spurningu varpað fram hvað orsakaði samdrátt í ferðaþjónustu. Á fundinum sagði seðlabankastjóri að íslenska hagkerfið væri á leið í niðursveiflu eftir átta ára samfelldan vöxt. Hann sagði að samdrátturinn yrði vægur, 0,2% á þessu ári en að hagkerfið myndi taka aftur við sér á næsta ári. „Seðlabankinn býr þar að auki yfir öflugum gjaldeyrisforða til þess að geta tryggt stöðugleika ef til þess kemur og þegar til lengri tíma er litið hefur vaxtastig verið að hliðrast niður og við erum þá að færast nær öðrum löndum hvað það varðar. Hins vegar, meðal vestrænna ríkja þykir það forréttindi að geta lækkað vexti, það sem aðrar þjóðir í kringum okkur geta ekki gert,“ sagði Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri á fundinum. „Þegar litið er fram á veginn gæti núverandi vaxtalækkunarferli haldið áfram líkt og gefið var til kynna í síðustu yfirlýsingu peningastefnunefndar. það er að segja að lækki verðbólguvæntingar áfram og áfram hægir á verðbólgu, þá eða hagvaxtarhorfur versni frá því sem nýjasta spá bankans gerir ráð fyrir. Nokkur óvissa er til staðar um það hvernig ferðaþjónustan geti staðið af sér bæði kostnaðarhækkanir og áföll í utanlands flugi sem hún hefur orðið fyrir.“ Erfið staða ferðaþjónustunnar var sérstaklega rædd. Gylfi Zoëga sagði launakostnaðinn innan greinarinnar of háan og að hlutfall launa í heildartekjum ferðaþjónustufyrirtækja of hátt. Þar til tók hann sérstaklega íslensku flugfélöginen tvö þeirra, Primera Air og WOW air, fóru á hausinn. Gylfi bað þingmenn á fundinum að fylgjast með stöðu Icelandair og velti því upp hvenær eigið fé flugfélagsins yrði komið á hættustig. „Hætturnar sem steðja að núna eru þessar efnahagsreikningahremmingar ferðaþjónustunnar. Mig langar sérstaklega að beina athygli ykkar að þessu stóra flugfélagi sem að við byggjum svo mikið á. Hvað er að gerast þar? Ef þið reikning fram í tímann, hvenær verður eigið fé þar komið á hættulegt stig. Það má ekki veðja þjóðarbúinu á það að þeir fái bætur frá Boeing. Við vitum ekki hvenær þær koma, hvað þær verða miklar og það er eitthvað sem þið verðið að huga að,“ sagði Gylfi Zoëga, nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Alþingi Boeing Efnahagsmál Icelandair Tengdar fréttir Bein útsending: Peningastefnunefnd fer yfir fyrri hluta 2019 Efnahags- og viðskiptanefnd heldur opinn fund með peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. Fundurinn hefst klukkan níu og stendur til tíu. 19. september 2019 08:45 Vilja að Icelandair deili Boeing-bótum með farþegum Er farið fram á það vegna þeirra farþega sem fá ekki þau þægindi sem lofað var. 22. júlí 2019 16:52 „Algjörlega óhugsandi“ að Icelandair fái ekki bætur frá Boeing Forstjóri Icelandair Group segir félagið stefna á að fá allt tjón vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX-vélanna bætt frá flugvélaframleiðandanum. 2. ágúst 2019 11:21 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Bein útsending: Peningastefnunefnd fer yfir fyrri hluta 2019 Efnahags- og viðskiptanefnd heldur opinn fund með peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. Fundurinn hefst klukkan níu og stendur til tíu. 19. september 2019 08:45
Vilja að Icelandair deili Boeing-bótum með farþegum Er farið fram á það vegna þeirra farþega sem fá ekki þau þægindi sem lofað var. 22. júlí 2019 16:52
„Algjörlega óhugsandi“ að Icelandair fái ekki bætur frá Boeing Forstjóri Icelandair Group segir félagið stefna á að fá allt tjón vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX-vélanna bætt frá flugvélaframleiðandanum. 2. ágúst 2019 11:21