Nemendur Hong Kong skrópa á fyrsta skóladegi Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2019 09:15 Skipuleggjendur mótmæla segja um tíu þúsund nemendur í um 200 skólum ekki hafa mætt í tíma. AP/Kin Cheung Námsmenn í Hong Kong sem mótmælt hafa alræðistilburðum Kínverja í borginni skrópuðu í skólanum í morgun á fyrsta degi nýs skólaárs og héldu mótmælastöðu sinni áfram eftir víðtæk mótmæli um helgina þar sem kom til harðra átaka víða. Óeirðalögregla borgarinnar kom sér víða fyrir í morgun við lestarstöðvar borgarinnar og stúdentarnir reyndu að stöðva ferðir lestanna eða seinka þeim. Skipuleggjendur mótmæla segja um tíu þúsund nemendur í um 200 skólum ekki hafa mætt í tíma. Mótmælin hafa nú staðið yfir í fjórtán vikur en BBC segir ofbeldi vegna þeirra hafa náð hámarki nú um helgina. Mótmælendur hafi meðal annars kveikt elda og kastað bensínsprengjum og lögregluþjónar hafi beitt táragasi, gúmmíkúlum, vatnsfallbyssum og skotið viðvörunarskotum að mótmælendum.Upprunalega hófust mótmælin vegna lagafrumvarps sem hefði heimilt framsal fólks frá Hong Kong til meginlands Kína. Það frumvarp var fellt niður en mótmælin sneru þá að allsherjar endurbótum á lýðræði í Hong Kong. Kínverskir fréttamiðlar voru afar harðorðir í garð mótmælendanna í kjölfar atburða helgarinnar og í leiðara hjá ríkisfréttastöðinni Xinhua eru mótmælendurnir varaðir við því að endalokin nálgist óðfluga hjá þeim sem reyni nú að ógna Hong Kong.CNN segir að þrátt fyrir að stjórnmálaleiðtogar Hong Kong hafi kallað eftir viðræðum, þvertaki þeir fyrir að semja við mótmælendur á nokkurn hátt. Skilaboðin frá yfirvöldum virðist vera á þá leið að mótmælendur eigi að hætta mótmælum eða hart verði tekið á þeim. Þrátt fyrir það sé engan beilbug að finna á mótmælendum.VIDEO: Hong Kong demonstrators target rush-hour trains, urge general strike after a weekend featuring some of the worst violence in three months of anti-government protests pic.twitter.com/FHfHgTiKhg— AFP news agency (@AFP) September 2, 2019 Medical staff hold posters as they form a human chain to express solidarity with anti-extradition bill protesters during their lunch break at the Queen Mary Hospital in Hong Kong @AntAFP pic.twitter.com/Cf7OaUTXa3— AFP news agency (@AFP) September 2, 2019 Hong Kong Kína Tengdar fréttir Lögregla sást berja mótmælendur ítrekað með kylfum í lestarvagni „Ég sá lögregluna nota kylfur sínar til að berja höfuðið á sama manninum ítrekað, þrátt fyrir að hann væri krjúpandi út í horni,“ sagði Lai sem varð vitni að atvikinu í Hong Kong 31. ágúst 2019 22:46 Virtu bannið að vettugi og mótmæltu harkalega Þrátt fyrir að fréttir hafi borist af því að mótmælum helgarinnar í Hong Kong hafi verið aflýst, þar sem ekki fékkst leyfi til mótmæla, flykktust mótmælendur út á götur borgarinnar í dag. 31. ágúst 2019 14:16 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Námsmenn í Hong Kong sem mótmælt hafa alræðistilburðum Kínverja í borginni skrópuðu í skólanum í morgun á fyrsta degi nýs skólaárs og héldu mótmælastöðu sinni áfram eftir víðtæk mótmæli um helgina þar sem kom til harðra átaka víða. Óeirðalögregla borgarinnar kom sér víða fyrir í morgun við lestarstöðvar borgarinnar og stúdentarnir reyndu að stöðva ferðir lestanna eða seinka þeim. Skipuleggjendur mótmæla segja um tíu þúsund nemendur í um 200 skólum ekki hafa mætt í tíma. Mótmælin hafa nú staðið yfir í fjórtán vikur en BBC segir ofbeldi vegna þeirra hafa náð hámarki nú um helgina. Mótmælendur hafi meðal annars kveikt elda og kastað bensínsprengjum og lögregluþjónar hafi beitt táragasi, gúmmíkúlum, vatnsfallbyssum og skotið viðvörunarskotum að mótmælendum.Upprunalega hófust mótmælin vegna lagafrumvarps sem hefði heimilt framsal fólks frá Hong Kong til meginlands Kína. Það frumvarp var fellt niður en mótmælin sneru þá að allsherjar endurbótum á lýðræði í Hong Kong. Kínverskir fréttamiðlar voru afar harðorðir í garð mótmælendanna í kjölfar atburða helgarinnar og í leiðara hjá ríkisfréttastöðinni Xinhua eru mótmælendurnir varaðir við því að endalokin nálgist óðfluga hjá þeim sem reyni nú að ógna Hong Kong.CNN segir að þrátt fyrir að stjórnmálaleiðtogar Hong Kong hafi kallað eftir viðræðum, þvertaki þeir fyrir að semja við mótmælendur á nokkurn hátt. Skilaboðin frá yfirvöldum virðist vera á þá leið að mótmælendur eigi að hætta mótmælum eða hart verði tekið á þeim. Þrátt fyrir það sé engan beilbug að finna á mótmælendum.VIDEO: Hong Kong demonstrators target rush-hour trains, urge general strike after a weekend featuring some of the worst violence in three months of anti-government protests pic.twitter.com/FHfHgTiKhg— AFP news agency (@AFP) September 2, 2019 Medical staff hold posters as they form a human chain to express solidarity with anti-extradition bill protesters during their lunch break at the Queen Mary Hospital in Hong Kong @AntAFP pic.twitter.com/Cf7OaUTXa3— AFP news agency (@AFP) September 2, 2019
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Lögregla sást berja mótmælendur ítrekað með kylfum í lestarvagni „Ég sá lögregluna nota kylfur sínar til að berja höfuðið á sama manninum ítrekað, þrátt fyrir að hann væri krjúpandi út í horni,“ sagði Lai sem varð vitni að atvikinu í Hong Kong 31. ágúst 2019 22:46 Virtu bannið að vettugi og mótmæltu harkalega Þrátt fyrir að fréttir hafi borist af því að mótmælum helgarinnar í Hong Kong hafi verið aflýst, þar sem ekki fékkst leyfi til mótmæla, flykktust mótmælendur út á götur borgarinnar í dag. 31. ágúst 2019 14:16 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Lögregla sást berja mótmælendur ítrekað með kylfum í lestarvagni „Ég sá lögregluna nota kylfur sínar til að berja höfuðið á sama manninum ítrekað, þrátt fyrir að hann væri krjúpandi út í horni,“ sagði Lai sem varð vitni að atvikinu í Hong Kong 31. ágúst 2019 22:46
Virtu bannið að vettugi og mótmæltu harkalega Þrátt fyrir að fréttir hafi borist af því að mótmælum helgarinnar í Hong Kong hafi verið aflýst, þar sem ekki fékkst leyfi til mótmæla, flykktust mótmælendur út á götur borgarinnar í dag. 31. ágúst 2019 14:16