Dæmi um að handrukkarar beiti börn ofbeldi Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 3. september 2019 20:53 Funi segir mikilvægast að foreldrar fylgist vel með börnum sínum. stöð 2 Fíkniefnaheimurinn hefur sjaldan verið eins dulinn og hættulegur og í dag. Ungmenni geta í raun pantað sér vímuefni á netinu á jafn einfaldan máta eins og pizzu. Ef ekki er greitt fyrir efnin koma handrukkarar heim til fólks og beita, jafnvel börn ofbeldi. „Núna bara opnarðu símann og kíkir í eitthvað app og þar er allt dópið fyrir framan þig. Það er fólk að selja skotvopn og allt þarna inni sko. Ég meina það eru 200 bílar á ferðinni á höfuðborgarsvæðinu einmitt núna tilbúnir að koma til þín ef þú hringir í þá og selja þér hvað sem er." Þetta er meðal þess sem kemur fram í Óminni, nýjum heimildaþætti sem verður sýndur á Stöð 2 í kvöld um vímuefnavandann hér á landi.Þáttinn í heild má sjá að neðan.„Þetta er allt dulið í okkar samfélagi. Þetta er allt á netinu, þetta er mjög aðgengilegt og það er mjög auðvelt fyrir alla að nálgast efni sem hafa áhuga á þessu. Jafnvel bara börn,“ segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur. Ungmenni noti fleiri leiðir. „Það eru unglingar í dag sem ég veit af sem hafa farið og bara sagt við lækni: „heyrðu, ég er með svo mikinn kvíða og dudu-ruddu-du…“ fá uppáskrifað róandi sko,“ segir einn viðmælandi Óminnis. Fram koma áhrif hver áhrif slævandi lyfja geta verið. „Róandi og morfín er bara rosalega skaðlegt sko. Af því að þú sofnar og búinn að taka of mikið af einhverju… þá er bara hætta á því að þú vaknir ekkert aftur,“ segir ónafngreindur viðmælandi Óminnis. Og ef ekki er greitt kemur handrukkarinn til sögunar. „Þetta er það gagnlegasta sem þú getur átt,“ segir viðmælandinn og sýnir piparsprey. „Það er bara ekkert sem jafnast á við það. Af því þegar þú sparkar upp hurð og þú dúndrar, tæmir hann framan í fólk. Það hættir að geta andað, þú hættir að geta séð, hættir að geta hreyft þig því þú færð ekki súrefni í líkamann. Þú bara gjörsamlega dettur úr leik.“„Maður notar þetta líka til að þagga niður í fólki eins og konum. Eiginkonum. Versta falli börnum,“ bætir hann við. Funi Sigurðsson, forstöðumaður Stuðla, meðferðarstöðvar ríkisins fyrir unglinga, segist hafa heyrt dæmi um að handrukkarar beiti börn ofbeldi. „Það eru alltaf dæmi um að þau séu að lenda í slíku og svo eru líka ákveðnir aðilar sem koma hingað sem eru líka að beita handrukkunum. Þannig að jú, við höfum heyrt svona sögur,“ segir Funi. Hann segir ungmenni jafnvel fara að handrukka til að fjármagna eigin neyslu en oft séu þau líka að vinna sig úr skuld. Það sé talsvert ofbeldi í heimi fíkniefnanna þannig að ýmsar ástæður geti verið fyrir því að ungmenni leiðist út í handrukkun. „Við sjáum það alveg skýrt hjá okkur. Það er bara mjög auðvelt og mikið aðgengi að fíkniefnum. Það er úti um allt.“ „Ég held það sé lykilatriði að foreldrar séu alltaf vakandi og djöflist alveg eins og þau geta og eru alltaf með nefið ofan í því sem börnin þeirra eru að gera. Ég held að það sé númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Funi. „Ég fagna allri umræðu og það er bara rosalega gott að við séum að tala um þetta en ég held við þurfum að passa okkur að foreldrar eru lykilatriði í þessu.“ Fíkn Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Óminni Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Fíkniefnaheimurinn hefur sjaldan verið eins dulinn og hættulegur og í dag. Ungmenni geta í raun pantað sér vímuefni á netinu á jafn einfaldan máta eins og pizzu. Ef ekki er greitt fyrir efnin koma handrukkarar heim til fólks og beita, jafnvel börn ofbeldi. „Núna bara opnarðu símann og kíkir í eitthvað app og þar er allt dópið fyrir framan þig. Það er fólk að selja skotvopn og allt þarna inni sko. Ég meina það eru 200 bílar á ferðinni á höfuðborgarsvæðinu einmitt núna tilbúnir að koma til þín ef þú hringir í þá og selja þér hvað sem er." Þetta er meðal þess sem kemur fram í Óminni, nýjum heimildaþætti sem verður sýndur á Stöð 2 í kvöld um vímuefnavandann hér á landi.Þáttinn í heild má sjá að neðan.„Þetta er allt dulið í okkar samfélagi. Þetta er allt á netinu, þetta er mjög aðgengilegt og það er mjög auðvelt fyrir alla að nálgast efni sem hafa áhuga á þessu. Jafnvel bara börn,“ segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur. Ungmenni noti fleiri leiðir. „Það eru unglingar í dag sem ég veit af sem hafa farið og bara sagt við lækni: „heyrðu, ég er með svo mikinn kvíða og dudu-ruddu-du…“ fá uppáskrifað róandi sko,“ segir einn viðmælandi Óminnis. Fram koma áhrif hver áhrif slævandi lyfja geta verið. „Róandi og morfín er bara rosalega skaðlegt sko. Af því að þú sofnar og búinn að taka of mikið af einhverju… þá er bara hætta á því að þú vaknir ekkert aftur,“ segir ónafngreindur viðmælandi Óminnis. Og ef ekki er greitt kemur handrukkarinn til sögunar. „Þetta er það gagnlegasta sem þú getur átt,“ segir viðmælandinn og sýnir piparsprey. „Það er bara ekkert sem jafnast á við það. Af því þegar þú sparkar upp hurð og þú dúndrar, tæmir hann framan í fólk. Það hættir að geta andað, þú hættir að geta séð, hættir að geta hreyft þig því þú færð ekki súrefni í líkamann. Þú bara gjörsamlega dettur úr leik.“„Maður notar þetta líka til að þagga niður í fólki eins og konum. Eiginkonum. Versta falli börnum,“ bætir hann við. Funi Sigurðsson, forstöðumaður Stuðla, meðferðarstöðvar ríkisins fyrir unglinga, segist hafa heyrt dæmi um að handrukkarar beiti börn ofbeldi. „Það eru alltaf dæmi um að þau séu að lenda í slíku og svo eru líka ákveðnir aðilar sem koma hingað sem eru líka að beita handrukkunum. Þannig að jú, við höfum heyrt svona sögur,“ segir Funi. Hann segir ungmenni jafnvel fara að handrukka til að fjármagna eigin neyslu en oft séu þau líka að vinna sig úr skuld. Það sé talsvert ofbeldi í heimi fíkniefnanna þannig að ýmsar ástæður geti verið fyrir því að ungmenni leiðist út í handrukkun. „Við sjáum það alveg skýrt hjá okkur. Það er bara mjög auðvelt og mikið aðgengi að fíkniefnum. Það er úti um allt.“ „Ég held það sé lykilatriði að foreldrar séu alltaf vakandi og djöflist alveg eins og þau geta og eru alltaf með nefið ofan í því sem börnin þeirra eru að gera. Ég held að það sé númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Funi. „Ég fagna allri umræðu og það er bara rosalega gott að við séum að tala um þetta en ég held við þurfum að passa okkur að foreldrar eru lykilatriði í þessu.“
Fíkn Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Óminni Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira