Frestun þingfunda í Bretlandi dæmd lögleg Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2019 10:03 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AP/Alastair Grant Skoskur dómstóll segir þá ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að fresta þingfundum í september og þar til skömmu áður en Bretland gengur úr Evrópusambandinu (Brexit) í lok október, vera lögmæta. Dómarinn segir það ekki dómstóla að skera úr í þessu máli, heldur sé það í raun kjósenda. Fjöldi skoskra þingmanna kom að því að höfða umrætt mál og hafa þeir þegar ákveðið að áfrýja dómnum. Þá hafa fleiri mál verið höfðuð víðar í Bretlandi.Ákvörðun Johnson hefur í för með sér að tími annarra þingmanna til að leggja fram lagafrumvörp í þeim tilgangi að koma í veg fyrir útgöngu Bretlands án samnings skerðist til muna. Áætlun forsætisráðherrans hefur þó beðið hnekki og þá sérstaklega í gær.Íhaldsflokkurinn, sem Johnson leiðir, tapaði meirihluta sínum á þingi í gær þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. Skömmu síðar sendi hann frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði yfirgefið Íhaldsflokkinn og gengið til liðs við Frjálslynda demókrata.Sjá einnig: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“Þar að auki greiddu uppreisnarmenn innan flokksins atkvæði gegn Johnson á þinginu í gærkvöldi til að stöðva Brexit án samnings. Tillagan sem breska þingið samþykkti með 27 atkvæða mun í gær gaf þverpólitískum hópi þingmanna dagskrárvald í þinginu. Í dag ætlar hópurinn því að leggja fram frumvarp sem kæmi í veg fyrir að Johnson geti dregið Bretland úr Evrópusambandinu án samnings 31. október. Þeim var svo tilkynnt að þeir hefðu verið reknir úr þingflokki Íhaldsflokksins.Sjá einnig: Uppreisnarmenn reknir úr þingflokki Íhaldsflokksins Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06 „Getur einhver fært leiðtoga neðri deildar þingsins kodda?“ Hasarinn var mikill á breska þinginu í gær og um tíma beindist athyglin um tíma sérstaklega að leiðtoga neðri deildar þingsins þar sem hann hafði lagst á þingbekkinn í miðjum umræðum. 4. september 2019 09:46 Erfið staða fyrir Johnson Ríkisstjórn Boris Johnson á Bretlandi hefur ekki lengur meirihluta á þingi eftir að þingmaður Íhaldsflokksins gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. Þingforseti samþykkti að hefja neyðarumræður um útgönguna úr Evrópusambandinu. 3. september 2019 19:00 Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. 3. september 2019 16:53 Andstæðingar Brexit fá að bera fram frumvarp sitt Frumvarp sem á að koma í veg fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu án samnings verður lagt fram á morgun. 3. september 2019 21:00 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Sjá meira
Skoskur dómstóll segir þá ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að fresta þingfundum í september og þar til skömmu áður en Bretland gengur úr Evrópusambandinu (Brexit) í lok október, vera lögmæta. Dómarinn segir það ekki dómstóla að skera úr í þessu máli, heldur sé það í raun kjósenda. Fjöldi skoskra þingmanna kom að því að höfða umrætt mál og hafa þeir þegar ákveðið að áfrýja dómnum. Þá hafa fleiri mál verið höfðuð víðar í Bretlandi.Ákvörðun Johnson hefur í för með sér að tími annarra þingmanna til að leggja fram lagafrumvörp í þeim tilgangi að koma í veg fyrir útgöngu Bretlands án samnings skerðist til muna. Áætlun forsætisráðherrans hefur þó beðið hnekki og þá sérstaklega í gær.Íhaldsflokkurinn, sem Johnson leiðir, tapaði meirihluta sínum á þingi í gær þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. Skömmu síðar sendi hann frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði yfirgefið Íhaldsflokkinn og gengið til liðs við Frjálslynda demókrata.Sjá einnig: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“Þar að auki greiddu uppreisnarmenn innan flokksins atkvæði gegn Johnson á þinginu í gærkvöldi til að stöðva Brexit án samnings. Tillagan sem breska þingið samþykkti með 27 atkvæða mun í gær gaf þverpólitískum hópi þingmanna dagskrárvald í þinginu. Í dag ætlar hópurinn því að leggja fram frumvarp sem kæmi í veg fyrir að Johnson geti dregið Bretland úr Evrópusambandinu án samnings 31. október. Þeim var svo tilkynnt að þeir hefðu verið reknir úr þingflokki Íhaldsflokksins.Sjá einnig: Uppreisnarmenn reknir úr þingflokki Íhaldsflokksins
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06 „Getur einhver fært leiðtoga neðri deildar þingsins kodda?“ Hasarinn var mikill á breska þinginu í gær og um tíma beindist athyglin um tíma sérstaklega að leiðtoga neðri deildar þingsins þar sem hann hafði lagst á þingbekkinn í miðjum umræðum. 4. september 2019 09:46 Erfið staða fyrir Johnson Ríkisstjórn Boris Johnson á Bretlandi hefur ekki lengur meirihluta á þingi eftir að þingmaður Íhaldsflokksins gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. Þingforseti samþykkti að hefja neyðarumræður um útgönguna úr Evrópusambandinu. 3. september 2019 19:00 Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. 3. september 2019 16:53 Andstæðingar Brexit fá að bera fram frumvarp sitt Frumvarp sem á að koma í veg fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu án samnings verður lagt fram á morgun. 3. september 2019 21:00 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Sjá meira
Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06
„Getur einhver fært leiðtoga neðri deildar þingsins kodda?“ Hasarinn var mikill á breska þinginu í gær og um tíma beindist athyglin um tíma sérstaklega að leiðtoga neðri deildar þingsins þar sem hann hafði lagst á þingbekkinn í miðjum umræðum. 4. september 2019 09:46
Erfið staða fyrir Johnson Ríkisstjórn Boris Johnson á Bretlandi hefur ekki lengur meirihluta á þingi eftir að þingmaður Íhaldsflokksins gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. Þingforseti samþykkti að hefja neyðarumræður um útgönguna úr Evrópusambandinu. 3. september 2019 19:00
Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. 3. september 2019 16:53
Andstæðingar Brexit fá að bera fram frumvarp sitt Frumvarp sem á að koma í veg fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu án samnings verður lagt fram á morgun. 3. september 2019 21:00