Forsetinn staðfesti þriðja orkupakkann í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2019 19:01 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, staðfesti í dag breytingu á raforkulögum og lögum um Orkustofnun. Fréttablaðið/Ernir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, undirritaði og staðfesti tvenn lög í dag, lög um breytingu á raforkulögum og lög um breytingu á raforkulögum og lögum um Orkustofnun. Þetta kemur fram í yfirlýsingu forseta í dag. Ný lög voru endurstaðfest af forseta á ríkisráðsfundi í dag en þau voru samþykkt á Alþingi á mánudaginn, 2. september. Miklar umræður hafa verið um þriðja orkupakkann svokallaða undanfarna mánuði og í yfirlýsingu forseta segir að umræður hafi varað mánuðum saman áður en frumvarpið var lagt fyrir Alþingi þann 1. apríl síðastliðinn. Þá var Guðna afhent áskorun sem alls 7.643 einstaklingar skrifuðu undir. Þá stendur í yfirlýsingu forseta að tekið hafi verið fram á síðunni þar sem undirskriftum var safnað að hægt væri að „skrá sig sjálfan, fjölskyldumeðlimi og vinnufélaga.“ Það hefur síðan verið tekið út. Áskorunin var afhent forseta í gær og hljóðaði svo: „Við undirrituð skorum á þig forseta lýðveldisins Íslands Hr. Guðna Th. Jóhannesson að beita málskotsrétti þínum til þjóðarinnar skv. 26. grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands og synja staðfestingar á hverjum þeim lögum samþykktum af Alþingi Íslendinga sem fela í sér afsal á yfirráðum Íslendinga yfir náttúruauðlindum okkar, svo sem orku vatnsaflsvirkjana og jarðhitasvæða, drykkjarvatni og heitu vatni, og afsal á stjórn innviða tengdum þeim til erlendra aðila, hvort sem það eru einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, ríki eða ríkjasambönd, og vísa þannig lögum til þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Þá þakkar forseti þeim sem hafa lýst yfir áhyggjum á orkupakkanum þriðja fyrir það að deila sínum skoðunum á málinu. Forseti bendir hins vegar á að ef hann kysi að nýta sér synjunarrétt forseta samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar yrði það ekki til þess að málið yrði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem þann rétt er ekki að finna í stjórnskipun lýðveldisins. „Ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar eru teknar með stjórnskipulegum fyrirvara ef breyta þarf lögum vegna innleiðingar þeirra. Slíkum fyrirvara er aflétt með þingsályktunartillögu í samræmi við 21. gr stjórnarskrárinnar um það hvenær Alþingi þarf að koma að gerð þjóðréttarsamninga. Þingsályktunartillögur Alþingis eru ekki lagðar fyrir forseta, hvorki til upplýsingar né samþykktar eða synjunar,“ þetta segir í yfirlýsingu forseta. „Fari svo að Alþingi samþykki að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara veitir þingið ríkisstjórn hins vegar heimild til að staðfesta ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar. Slíkar ákvarðanir eru lagðar fyrir forseta til staðfestingar, með vísan til áðurnefndar 21. greinar stjórnarskrárinnar sem kveður á um að forseti Íslands geri samninga við erlend ríki.“Telur að breyta þurfi stjórnarskrá Guðni tekur það fram í yfirlýsingunni að hann hafi lýst stuðningi við það að í stjórnarskrá lýðveldisins yrði ákvæði bætt við þar sem tryggt væri að tiltekinn fjöldi kjósenda gæti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög Alþingis. Það er að ef ákveðinn hluti þjóðar krefðist þjóðaratkvæðagreiðslu yrði að fylgja því eftir. Þá telur forseti að breyta þurfi ákvæðum sem snúa að forseta Íslands og segir ákvæði stjórnarskrár sem snúi að forseta orðuð þannig að þau dragi ekki upp rétta mynd af stjórnskipun landsins nema þau séu lesin í samhengi við hvert annað. „Ég kvaðst einnig styðja aðrar stjórnarskrárbreytingar, ekki síst að ákvæði um forseta Íslands yrðu endurskoðuð þannig að þau lýstu á skýrari hátt stöðu forseta en bæru ekki sterkan keim af uppruna í konungsríki fyrir daga þingræðis og lýðræðis.“ Forseti Íslands Fréttaskýringar Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Sár og svekkt með íslenska fána og trefla á Austurvelli Þriðji orkupakkinn var samþykktur með 46 atkvæðum gegn 13 á Alþingi fyrir hádegi. 2. september 2019 12:14 Orkan okkar í baráttuhug: „Þeir þingmenn sem kusu með þessum hætti verða að útskýra þetta fyrir sínum kjósendum“ Frosti Sigurjónsson, einn talsmanna Orkunnar okkar, segir þingmenn hafa brugðist áskorun þeirra um að hafna þriðja orkupakkanum. 2. september 2019 23:30 Verði þriðji orkupakkinn samþykktur á morgun er baráttunni þó ekki lokið Atkvæðagreiðsla fer fram um þriðja orkupakkann í þinginu á morgun 1. september 2019 12:10 Þriðji orkupakkinn samþykktur: Katrín skorar á Miðflokksmenn að vera samkvæmir sjálfum sér Ásmundur Friðriksson greiddi atkvæði móti Orkupakkamálinu. 2. september 2019 11:18 Skiptar skoðanir í Noregi um ákvörðun Alþingis í orkupakkamálinu Fjölmargir í Noregi fylgdust grannt með meðferð málsins á Íslandi og hafa þar eins verið skiptar skoðanir um málið. 2. september 2019 23:45 Þingmenn sakaðir um landráð Mikill hiti á þingpöllum við afgreiðslu Orkupakkamálsins. 2. september 2019 10:48 Ráðherra stafi ekki sérstök hætta af hótun sem honum barst Utanríkisráðuneytið greip til öryggisráðstafana í kjölfar þessara hótana sem Guðlaugi Þór barst á samfélagsmiðlum í tengslum við umræðu um þriðja orkupakkann. 6. september 2019 10:41 Atkvæðagreiðsla um þriðja orkupakkann fer fram á Alþingi morgun Ísland er eina landið sem á eftir að samþykkja þriðja orkupakkann af ríkjum EES 1. september 2019 21:00 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, undirritaði og staðfesti tvenn lög í dag, lög um breytingu á raforkulögum og lög um breytingu á raforkulögum og lögum um Orkustofnun. Þetta kemur fram í yfirlýsingu forseta í dag. Ný lög voru endurstaðfest af forseta á ríkisráðsfundi í dag en þau voru samþykkt á Alþingi á mánudaginn, 2. september. Miklar umræður hafa verið um þriðja orkupakkann svokallaða undanfarna mánuði og í yfirlýsingu forseta segir að umræður hafi varað mánuðum saman áður en frumvarpið var lagt fyrir Alþingi þann 1. apríl síðastliðinn. Þá var Guðna afhent áskorun sem alls 7.643 einstaklingar skrifuðu undir. Þá stendur í yfirlýsingu forseta að tekið hafi verið fram á síðunni þar sem undirskriftum var safnað að hægt væri að „skrá sig sjálfan, fjölskyldumeðlimi og vinnufélaga.“ Það hefur síðan verið tekið út. Áskorunin var afhent forseta í gær og hljóðaði svo: „Við undirrituð skorum á þig forseta lýðveldisins Íslands Hr. Guðna Th. Jóhannesson að beita málskotsrétti þínum til þjóðarinnar skv. 26. grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands og synja staðfestingar á hverjum þeim lögum samþykktum af Alþingi Íslendinga sem fela í sér afsal á yfirráðum Íslendinga yfir náttúruauðlindum okkar, svo sem orku vatnsaflsvirkjana og jarðhitasvæða, drykkjarvatni og heitu vatni, og afsal á stjórn innviða tengdum þeim til erlendra aðila, hvort sem það eru einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, ríki eða ríkjasambönd, og vísa þannig lögum til þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Þá þakkar forseti þeim sem hafa lýst yfir áhyggjum á orkupakkanum þriðja fyrir það að deila sínum skoðunum á málinu. Forseti bendir hins vegar á að ef hann kysi að nýta sér synjunarrétt forseta samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar yrði það ekki til þess að málið yrði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem þann rétt er ekki að finna í stjórnskipun lýðveldisins. „Ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar eru teknar með stjórnskipulegum fyrirvara ef breyta þarf lögum vegna innleiðingar þeirra. Slíkum fyrirvara er aflétt með þingsályktunartillögu í samræmi við 21. gr stjórnarskrárinnar um það hvenær Alþingi þarf að koma að gerð þjóðréttarsamninga. Þingsályktunartillögur Alþingis eru ekki lagðar fyrir forseta, hvorki til upplýsingar né samþykktar eða synjunar,“ þetta segir í yfirlýsingu forseta. „Fari svo að Alþingi samþykki að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara veitir þingið ríkisstjórn hins vegar heimild til að staðfesta ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar. Slíkar ákvarðanir eru lagðar fyrir forseta til staðfestingar, með vísan til áðurnefndar 21. greinar stjórnarskrárinnar sem kveður á um að forseti Íslands geri samninga við erlend ríki.“Telur að breyta þurfi stjórnarskrá Guðni tekur það fram í yfirlýsingunni að hann hafi lýst stuðningi við það að í stjórnarskrá lýðveldisins yrði ákvæði bætt við þar sem tryggt væri að tiltekinn fjöldi kjósenda gæti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög Alþingis. Það er að ef ákveðinn hluti þjóðar krefðist þjóðaratkvæðagreiðslu yrði að fylgja því eftir. Þá telur forseti að breyta þurfi ákvæðum sem snúa að forseta Íslands og segir ákvæði stjórnarskrár sem snúi að forseta orðuð þannig að þau dragi ekki upp rétta mynd af stjórnskipun landsins nema þau séu lesin í samhengi við hvert annað. „Ég kvaðst einnig styðja aðrar stjórnarskrárbreytingar, ekki síst að ákvæði um forseta Íslands yrðu endurskoðuð þannig að þau lýstu á skýrari hátt stöðu forseta en bæru ekki sterkan keim af uppruna í konungsríki fyrir daga þingræðis og lýðræðis.“
Forseti Íslands Fréttaskýringar Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Sár og svekkt með íslenska fána og trefla á Austurvelli Þriðji orkupakkinn var samþykktur með 46 atkvæðum gegn 13 á Alþingi fyrir hádegi. 2. september 2019 12:14 Orkan okkar í baráttuhug: „Þeir þingmenn sem kusu með þessum hætti verða að útskýra þetta fyrir sínum kjósendum“ Frosti Sigurjónsson, einn talsmanna Orkunnar okkar, segir þingmenn hafa brugðist áskorun þeirra um að hafna þriðja orkupakkanum. 2. september 2019 23:30 Verði þriðji orkupakkinn samþykktur á morgun er baráttunni þó ekki lokið Atkvæðagreiðsla fer fram um þriðja orkupakkann í þinginu á morgun 1. september 2019 12:10 Þriðji orkupakkinn samþykktur: Katrín skorar á Miðflokksmenn að vera samkvæmir sjálfum sér Ásmundur Friðriksson greiddi atkvæði móti Orkupakkamálinu. 2. september 2019 11:18 Skiptar skoðanir í Noregi um ákvörðun Alþingis í orkupakkamálinu Fjölmargir í Noregi fylgdust grannt með meðferð málsins á Íslandi og hafa þar eins verið skiptar skoðanir um málið. 2. september 2019 23:45 Þingmenn sakaðir um landráð Mikill hiti á þingpöllum við afgreiðslu Orkupakkamálsins. 2. september 2019 10:48 Ráðherra stafi ekki sérstök hætta af hótun sem honum barst Utanríkisráðuneytið greip til öryggisráðstafana í kjölfar þessara hótana sem Guðlaugi Þór barst á samfélagsmiðlum í tengslum við umræðu um þriðja orkupakkann. 6. september 2019 10:41 Atkvæðagreiðsla um þriðja orkupakkann fer fram á Alþingi morgun Ísland er eina landið sem á eftir að samþykkja þriðja orkupakkann af ríkjum EES 1. september 2019 21:00 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Sár og svekkt með íslenska fána og trefla á Austurvelli Þriðji orkupakkinn var samþykktur með 46 atkvæðum gegn 13 á Alþingi fyrir hádegi. 2. september 2019 12:14
Orkan okkar í baráttuhug: „Þeir þingmenn sem kusu með þessum hætti verða að útskýra þetta fyrir sínum kjósendum“ Frosti Sigurjónsson, einn talsmanna Orkunnar okkar, segir þingmenn hafa brugðist áskorun þeirra um að hafna þriðja orkupakkanum. 2. september 2019 23:30
Verði þriðji orkupakkinn samþykktur á morgun er baráttunni þó ekki lokið Atkvæðagreiðsla fer fram um þriðja orkupakkann í þinginu á morgun 1. september 2019 12:10
Þriðji orkupakkinn samþykktur: Katrín skorar á Miðflokksmenn að vera samkvæmir sjálfum sér Ásmundur Friðriksson greiddi atkvæði móti Orkupakkamálinu. 2. september 2019 11:18
Skiptar skoðanir í Noregi um ákvörðun Alþingis í orkupakkamálinu Fjölmargir í Noregi fylgdust grannt með meðferð málsins á Íslandi og hafa þar eins verið skiptar skoðanir um málið. 2. september 2019 23:45
Þingmenn sakaðir um landráð Mikill hiti á þingpöllum við afgreiðslu Orkupakkamálsins. 2. september 2019 10:48
Ráðherra stafi ekki sérstök hætta af hótun sem honum barst Utanríkisráðuneytið greip til öryggisráðstafana í kjölfar þessara hótana sem Guðlaugi Þór barst á samfélagsmiðlum í tengslum við umræðu um þriðja orkupakkann. 6. september 2019 10:41
Atkvæðagreiðsla um þriðja orkupakkann fer fram á Alþingi morgun Ísland er eina landið sem á eftir að samþykkja þriðja orkupakkann af ríkjum EES 1. september 2019 21:00