Munaði litlu að Hamrén reyndist berdreyminn Kolbeinn Tumi Daðason á Laugardalsvelli skrifar 7. september 2019 18:43 Erik Hamrén í viðtali eftir leikinn við Henry Birgi Gunnarsson. Vísir Erik Hamrén, þjálfari karlaliðs Íslands, var afslappaður þegar hann settist niður með blaðamönnum að loknum 3-0 sigri á Moldóvu á Laugardalsvelli í dag. Eftir erfiða byrjun í brúnni er sá sænski með íslenska liðið á toppi H-riðils undankeppninnar með tólf stig eftir fjóra leiki. Hamrén gaf sig á tal við íþróttadeild rétt fyrir fundinn og minntist á draum sinn í nótt. „Mig dreymdi í nótt að úrslitin yrðu 4-0 svo ég var nálægt því!“Hugsi fyrstu tíu mínúturnar „Ég er mjög ánægður og sáttur með stigin þrjú, mörkin þrjú, engin meiðsli og engin spjöld. Þetta var mjög gott síðdegi,“ sagði sá sænski og brosti. Fundurinn með Hamrén var fámennur og aðeins nokkrar spurningar bornar upp. Að hverju á að spyrja eftir 3-0 sannfærandi sigur gegn slökum andstæðingi? Strákarnir okkar voru þó nokkrar mínútur að koma sér í gang. „Moldóvar byrjuðu betur en við fyrstu tíu mínúturnar. Þeir unnu fleiri einvígi en við,“ sagði Hamrén sem stóð á hlaupabrautinni í rigningunni framan af leik. Greinlega hugsi. „En eftir það stjórnuðum við leiknum vel. Fyrsta markið er líka svo mikilvægt. Við náðum því í fyrri hálfleik sem skipti miklu máli.“Aldrei auðvelt Hamrén nefndi engan leikmann umfram annan heldur lagði áherslu á frammistöðu liðsins í heild. Hvernig leikmenn börðust hver fyrir annan. Hann var þó spurður sérstaklega út í Kolbein Sigþórsson sem skoraði sitt 24 landsliðsmark. „Við vildum hafa tvo framherja að vinna vel og þeir skoruðu báðir,“ sagði Hamrén. Ekki nóg með það heldur lagði Jón Daði Böðvarsson upp mark Kolbeins með glæsilegum hætti. „Ég er ánægður fyrir hönd Kolbeins, að hann sé kominn aftur eftir þessi erfiðu ár. Hann skoraði geggjað mark. Við þekkjum öll hæfileika hans. Vonandi getur hann haldið áfram að æfa og spila með AIK svo hann bæti sig enn meira.“ Hann minnti á að þótt niðurstaðan hefði verið 3-0 sigur og allt virkaði svo auðvelt þá væru leikir sem þessir aldrei auðveldir. „Ég er ánægðastur með einbeitinguna í liðinu. Ef þú ert ekki á tánum þá geturðu alltaf fengið á þig mark.“Hvíldi menn fyrir Albaníuleikinn Hamrén gerði þrjár skiptingar í leiknum. Emil Hallfreðsson, Rúnar Már Sigurjónsson og Viðar Örn Kjartansson komu inn fyrir Kolbein, Birki og Jón Daða. Hamrén sagði enga skiptingu hafa verið fyrir fram ákveðna. „Kolbeinn er enn í þróun. Það var alltaf gott að geta tekið hann af velli áður en 90 mínútur væru búnar svo hann væri tilbúinn í Albaníuleikinn á þriðjudaginn,“ sagði Hamrén. „Birkir hefði farið í bann ef hann hefði fengið spjald,“ sagði Hamrén og því fékk hárprúði kantmaðurinn, sem virkaði nokkuð þreyttur, skiptingu. „Jón Daði hafði hlaupið mikið og við munum þurfa að hlaupa mikið í Albaníu, svo var hann orðinn þreyttur,“ sagði Hamrén. EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Erik Hamrén, þjálfari karlaliðs Íslands, var afslappaður þegar hann settist niður með blaðamönnum að loknum 3-0 sigri á Moldóvu á Laugardalsvelli í dag. Eftir erfiða byrjun í brúnni er sá sænski með íslenska liðið á toppi H-riðils undankeppninnar með tólf stig eftir fjóra leiki. Hamrén gaf sig á tal við íþróttadeild rétt fyrir fundinn og minntist á draum sinn í nótt. „Mig dreymdi í nótt að úrslitin yrðu 4-0 svo ég var nálægt því!“Hugsi fyrstu tíu mínúturnar „Ég er mjög ánægður og sáttur með stigin þrjú, mörkin þrjú, engin meiðsli og engin spjöld. Þetta var mjög gott síðdegi,“ sagði sá sænski og brosti. Fundurinn með Hamrén var fámennur og aðeins nokkrar spurningar bornar upp. Að hverju á að spyrja eftir 3-0 sannfærandi sigur gegn slökum andstæðingi? Strákarnir okkar voru þó nokkrar mínútur að koma sér í gang. „Moldóvar byrjuðu betur en við fyrstu tíu mínúturnar. Þeir unnu fleiri einvígi en við,“ sagði Hamrén sem stóð á hlaupabrautinni í rigningunni framan af leik. Greinlega hugsi. „En eftir það stjórnuðum við leiknum vel. Fyrsta markið er líka svo mikilvægt. Við náðum því í fyrri hálfleik sem skipti miklu máli.“Aldrei auðvelt Hamrén nefndi engan leikmann umfram annan heldur lagði áherslu á frammistöðu liðsins í heild. Hvernig leikmenn börðust hver fyrir annan. Hann var þó spurður sérstaklega út í Kolbein Sigþórsson sem skoraði sitt 24 landsliðsmark. „Við vildum hafa tvo framherja að vinna vel og þeir skoruðu báðir,“ sagði Hamrén. Ekki nóg með það heldur lagði Jón Daði Böðvarsson upp mark Kolbeins með glæsilegum hætti. „Ég er ánægður fyrir hönd Kolbeins, að hann sé kominn aftur eftir þessi erfiðu ár. Hann skoraði geggjað mark. Við þekkjum öll hæfileika hans. Vonandi getur hann haldið áfram að æfa og spila með AIK svo hann bæti sig enn meira.“ Hann minnti á að þótt niðurstaðan hefði verið 3-0 sigur og allt virkaði svo auðvelt þá væru leikir sem þessir aldrei auðveldir. „Ég er ánægðastur með einbeitinguna í liðinu. Ef þú ert ekki á tánum þá geturðu alltaf fengið á þig mark.“Hvíldi menn fyrir Albaníuleikinn Hamrén gerði þrjár skiptingar í leiknum. Emil Hallfreðsson, Rúnar Már Sigurjónsson og Viðar Örn Kjartansson komu inn fyrir Kolbein, Birki og Jón Daða. Hamrén sagði enga skiptingu hafa verið fyrir fram ákveðna. „Kolbeinn er enn í þróun. Það var alltaf gott að geta tekið hann af velli áður en 90 mínútur væru búnar svo hann væri tilbúinn í Albaníuleikinn á þriðjudaginn,“ sagði Hamrén. „Birkir hefði farið í bann ef hann hefði fengið spjald,“ sagði Hamrén og því fékk hárprúði kantmaðurinn, sem virkaði nokkuð þreyttur, skiptingu. „Jón Daði hafði hlaupið mikið og við munum þurfa að hlaupa mikið í Albaníu, svo var hann orðinn þreyttur,“ sagði Hamrén.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira