Varar við rafrettum og vill Ísland á fremsta bekk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. september 2019 11:07 Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir og náttúruverndarsinni. Háskóli Íslands Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að nýleg tíðindi af veikindum og andláti notenda rafretta í Bandaríkjunum séu líkast til aðeins toppurinn á ísjakanum. Stöðugt komi betur í ljós hversu skaðlegar rafrettur geti verið þeim sem nota. Eini tilgangur rafretta væri að selja þeim sem vilji hætta að reykja. Ekki markaðssetja fyrir börn og unglinga eins og sælgæti í sjoppu. „Í góðri trú - enda búið að básúna að þær séu skaðlausar. Þar hafa gírugir hagsmunaðilar verið í fararbroddi en þvi miður líka sumir læknar og samtök þeirra.“ Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að rafrettur gætu verið orsök alvarlegs lungnasjúkdóms sem hefur greinst í hundruðum rafreykingamanna undanfarið og dregið fimm til dauða. Engar ákveðnar rafrettur hafa enn verið tengdar við sjúkdóminn. Washington Post segir að grunur sé um 450 tilfelli í 33 ríkjum og einu landsvæði Bandaríkjanna. Fimm séu látnir af völdum sjúkdómsins dularfulla og eitt til viðbótar sé rannsakað vegna mögulegra tengsla við rafrettureykingar. Tómas vísar því í umfjöllun eins virtasta læknatímarits í heimi, New England Journal of Medicine, sem varaði við alvarlegum fylgikvillum rafrettna í síðasta tölublaði. „Í kjölfarið hafa eftirlitsstofnanir í Bandaríkjunum sent út viðvaranir. Því miður erum við sennilega aðeins að sjá toppinn á ísjakanum. Ljóst er að sporna þarf strax við útbreiðslu rafettna og veips, rannsaka þær betur og gera lyfseðilsskyldar,“ segir Tómas. „Þær yrðu þá eingöngu ætlaðar þeim sem ætla að hætta að reykja, en ekki markaðssettar fyrir börn og og unglinga eins og hvert annað sælgæti sem selt er úti í sjoppu. Hér ættum við Íslendingar að vera í fararbroddi en ekki eftirbátar.“ Töluverð umræða hefur skapast við innlegg Tómasar á Facebook-síðu hans sem sjá má hér að neðan. Heilbrigðismál Rafrettur Tengdar fréttir Læknaslagur á Facebook um veipur og rafrettur Lækna-Tómas og Guðmundur Karl kljást um rafrettur eða veipur. 21. janúar 2019 15:03 Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Sjá meira
Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að nýleg tíðindi af veikindum og andláti notenda rafretta í Bandaríkjunum séu líkast til aðeins toppurinn á ísjakanum. Stöðugt komi betur í ljós hversu skaðlegar rafrettur geti verið þeim sem nota. Eini tilgangur rafretta væri að selja þeim sem vilji hætta að reykja. Ekki markaðssetja fyrir börn og unglinga eins og sælgæti í sjoppu. „Í góðri trú - enda búið að básúna að þær séu skaðlausar. Þar hafa gírugir hagsmunaðilar verið í fararbroddi en þvi miður líka sumir læknar og samtök þeirra.“ Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að rafrettur gætu verið orsök alvarlegs lungnasjúkdóms sem hefur greinst í hundruðum rafreykingamanna undanfarið og dregið fimm til dauða. Engar ákveðnar rafrettur hafa enn verið tengdar við sjúkdóminn. Washington Post segir að grunur sé um 450 tilfelli í 33 ríkjum og einu landsvæði Bandaríkjanna. Fimm séu látnir af völdum sjúkdómsins dularfulla og eitt til viðbótar sé rannsakað vegna mögulegra tengsla við rafrettureykingar. Tómas vísar því í umfjöllun eins virtasta læknatímarits í heimi, New England Journal of Medicine, sem varaði við alvarlegum fylgikvillum rafrettna í síðasta tölublaði. „Í kjölfarið hafa eftirlitsstofnanir í Bandaríkjunum sent út viðvaranir. Því miður erum við sennilega aðeins að sjá toppinn á ísjakanum. Ljóst er að sporna þarf strax við útbreiðslu rafettna og veips, rannsaka þær betur og gera lyfseðilsskyldar,“ segir Tómas. „Þær yrðu þá eingöngu ætlaðar þeim sem ætla að hætta að reykja, en ekki markaðssettar fyrir börn og og unglinga eins og hvert annað sælgæti sem selt er úti í sjoppu. Hér ættum við Íslendingar að vera í fararbroddi en ekki eftirbátar.“ Töluverð umræða hefur skapast við innlegg Tómasar á Facebook-síðu hans sem sjá má hér að neðan.
Heilbrigðismál Rafrettur Tengdar fréttir Læknaslagur á Facebook um veipur og rafrettur Lækna-Tómas og Guðmundur Karl kljást um rafrettur eða veipur. 21. janúar 2019 15:03 Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Sjá meira
Læknaslagur á Facebook um veipur og rafrettur Lækna-Tómas og Guðmundur Karl kljást um rafrettur eða veipur. 21. janúar 2019 15:03