Mat Hafró að veiðar á sæbjúgum hafi verið langt umfram það sem stofninn þolir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. ágúst 2019 16:19 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur sett nýja reglugerð um veiðar á sæbjúgum en breytingar á reglum er gerðar á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar frá Hafró. vísir/vilhelm Það er mat Hafrannsóknastofnunar að veiðar á sæbjúgum á síðasta ári hafi verið langt umfram það sem stofninn þolir. Við þeirri alvarlegu stöðu þurfti að bregðast og því var reglum um sæbjúgnaveiðar breytt. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið vill árétta að breytingar á reglunum eru gerðar á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar Hafrannsóknarstofnunar. Tilefni breytinga er þróunin í stofninum á síðastliðnum en á í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir: „Í nýlega settri reglugerð er veigamesta breytingin sú að í stað þriggja skilgreindra veiðisvæða koma sjö veiðisvæði sem eru mun stærri hvert um sig en áður voru í gildi. Nýju veiðisvæðin eru ákveðin samkvæmt ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar í samvinnu við ráðuneytið. Að auki má nefna að fyrirtæki geta óskað eftir tilraunaleyfi vilji þau reyna fyrir sér utan hinna skilgreindu veiðisvæða.“ Fyrirtækið Hafnarnes VER í Þorlákshöfn sagði í dag upp rúmlega tuttugu starfsmönnum í fiskvinnslu fyrirtækisins. Uppsagnirnar eru raktar beint til breytinga á reglugerðinni um sæbjúgu en í fréttatilkynningu gagnrýndi Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarnes, Hafró harðlega sem og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra: „Uppsagnir dagsins í dag má rekja beint til vafasamrar og óvísindalegrar ráðgjafar Hafró við fiskveiðiráðgjöf á sæbjúgum og skeytingarleysis sjávarútvegsráðuneytisins gagnvart hagsmunum vinnandi fólks á landsbyggðinni og hag smærri bæjarfélaga. […] Fyrr á árinu gaf Hafró út nýja fiskveiðiráðgjöf, þar sem lagt var til tæplega 60% samdrátt á sæbjúgnaveiðum frá fyrra fiskveiðiári. Ljóst er að enginn framleiðslustarfsemi getur staðið slíkan hráefnissamdrátt af sér án afleiðinga. Þvert á gagnstæð sjónarmið hefur Kristján Þór Júlíusson kosið að trúa ráðgjöf Hafró eins og nýju neti – eitthvað sem allir góðir skipstjórar gjalda varhug við, jafnvel þeir sem komnir eru á bak við skrifborð. Sjávarútvegsráðherra hefur kosið að fela sig á bak við ráðleggingar Hafró og þorir ekki að standa með þeim fyrirtækjum og því starfsfólki sem reiðir sig á veiðar sæbjúgna í stað þess að stíga í lappirnar gagnvart Hafró sem hefur viðurkennt að lítil þekking sé á tegundinni þar innanborðs og þörf sé á frekari rannsóknum, þekkingarleysið hefur þó ekki stuðlað að auðmýkt í vinnubrögðum þeirra sem hafa bein áhrif til hins verra á lífsviðurværi fjölda fólks á landinu,“ sagði í tilkynningu fyrirtækisins í morgun en nánar má lesa um málið hér. Alþingi Sjávarútvegur Ölfus Tengdar fréttir Á þriðja tug sagt upp hjá Hafnarnesi í Þorlákshöfn Fiskvinnslan Hafnarnes VER í Þorlákshöfn sagði í dag upp 21 starfsmanni. Þá voru nokkrir sem fá ekki framhald á tímabundnum ráðningarsamningi auk þess sem ekki hefur verið ráðið í stöður undanfarið hjá fyrirtækinu sem fólk hefur hætt í. 30. ágúst 2019 10:11 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Það er mat Hafrannsóknastofnunar að veiðar á sæbjúgum á síðasta ári hafi verið langt umfram það sem stofninn þolir. Við þeirri alvarlegu stöðu þurfti að bregðast og því var reglum um sæbjúgnaveiðar breytt. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið vill árétta að breytingar á reglunum eru gerðar á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar Hafrannsóknarstofnunar. Tilefni breytinga er þróunin í stofninum á síðastliðnum en á í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir: „Í nýlega settri reglugerð er veigamesta breytingin sú að í stað þriggja skilgreindra veiðisvæða koma sjö veiðisvæði sem eru mun stærri hvert um sig en áður voru í gildi. Nýju veiðisvæðin eru ákveðin samkvæmt ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar í samvinnu við ráðuneytið. Að auki má nefna að fyrirtæki geta óskað eftir tilraunaleyfi vilji þau reyna fyrir sér utan hinna skilgreindu veiðisvæða.“ Fyrirtækið Hafnarnes VER í Þorlákshöfn sagði í dag upp rúmlega tuttugu starfsmönnum í fiskvinnslu fyrirtækisins. Uppsagnirnar eru raktar beint til breytinga á reglugerðinni um sæbjúgu en í fréttatilkynningu gagnrýndi Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarnes, Hafró harðlega sem og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra: „Uppsagnir dagsins í dag má rekja beint til vafasamrar og óvísindalegrar ráðgjafar Hafró við fiskveiðiráðgjöf á sæbjúgum og skeytingarleysis sjávarútvegsráðuneytisins gagnvart hagsmunum vinnandi fólks á landsbyggðinni og hag smærri bæjarfélaga. […] Fyrr á árinu gaf Hafró út nýja fiskveiðiráðgjöf, þar sem lagt var til tæplega 60% samdrátt á sæbjúgnaveiðum frá fyrra fiskveiðiári. Ljóst er að enginn framleiðslustarfsemi getur staðið slíkan hráefnissamdrátt af sér án afleiðinga. Þvert á gagnstæð sjónarmið hefur Kristján Þór Júlíusson kosið að trúa ráðgjöf Hafró eins og nýju neti – eitthvað sem allir góðir skipstjórar gjalda varhug við, jafnvel þeir sem komnir eru á bak við skrifborð. Sjávarútvegsráðherra hefur kosið að fela sig á bak við ráðleggingar Hafró og þorir ekki að standa með þeim fyrirtækjum og því starfsfólki sem reiðir sig á veiðar sæbjúgna í stað þess að stíga í lappirnar gagnvart Hafró sem hefur viðurkennt að lítil þekking sé á tegundinni þar innanborðs og þörf sé á frekari rannsóknum, þekkingarleysið hefur þó ekki stuðlað að auðmýkt í vinnubrögðum þeirra sem hafa bein áhrif til hins verra á lífsviðurværi fjölda fólks á landinu,“ sagði í tilkynningu fyrirtækisins í morgun en nánar má lesa um málið hér.
Alþingi Sjávarútvegur Ölfus Tengdar fréttir Á þriðja tug sagt upp hjá Hafnarnesi í Þorlákshöfn Fiskvinnslan Hafnarnes VER í Þorlákshöfn sagði í dag upp 21 starfsmanni. Þá voru nokkrir sem fá ekki framhald á tímabundnum ráðningarsamningi auk þess sem ekki hefur verið ráðið í stöður undanfarið hjá fyrirtækinu sem fólk hefur hætt í. 30. ágúst 2019 10:11 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Á þriðja tug sagt upp hjá Hafnarnesi í Þorlákshöfn Fiskvinnslan Hafnarnes VER í Þorlákshöfn sagði í dag upp 21 starfsmanni. Þá voru nokkrir sem fá ekki framhald á tímabundnum ráðningarsamningi auk þess sem ekki hefur verið ráðið í stöður undanfarið hjá fyrirtækinu sem fólk hefur hætt í. 30. ágúst 2019 10:11
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent