Fleinn í holdi Ólafur Ísleifsson skrifar 21. ágúst 2019 10:30 Björn Bjarnason segir á síðu sinni bjorn.is Miðflokkinn hafa misst haldreipi vegna bréfs Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst landsréttarlögmanns og Stefáns Más Stefánssonar, fyrrv. prófessors við lagadeild Háskóla Íslands sem þeir rituðu eftir fund utanríkismálanefndar Alþingis. Ég get fullvissað Björn Bjarnason um að bréf þeirra veldur mér ekki minnstu vonbrigðum. Kjarninn í bréfinu er að séu fyrirliggjandi skjöl lesin saman telji þeir „að fyrirvörunum sé þar réttilega haldið til haga“. Í niðurlagi bréfsíns segir: „Við göngum út frá því að fyrirvarar Íslands samkvæmt framansögðu séu skilmerkilega kynntir viðeigandi aðilum að EES-samningnum með formlegum hætti verði umrædd þingmál samþykkt á Alþingi“. Athygli vekur að þeir víkja ekki orði að þjóðréttarlegu gildi fyrirvaranna. Höfundur bókar um Evrópurétt, prófessor Davíð Þór Björgvinsson, sagði aðspurður á fundi utanríkismálanefndar 8. maí sl. að þjóðréttarlegt gildi þeirra væri ekkert, þeir væru bara til heimabrúks. Undir þetta álit, sem Davíð Þór ítrekaði á fundi utanríkismálanefndar í liðinni viku, hafa opinberlega tekið fimm hæstaréttarlögmenn og héraðsdómari. Telur Björn Bjarnason bréf þeirra Friðriks og Stefáns Más bæta einhverju við málið? Að fyrirvararnir séu nægilega kynntir? Snýst orkupakkinn um uppýsingamiðlun og almannatengsl? Sjá má af bréfi Friðriks og Stefáns til utanríkisráðherra 10. apríl sl. að þeir telja vafa leika á þjóðréttarlegu gildi lagalega fyrirvarans en Björn og Áslaug Arna hrósa sigri þegar Friðrik og Stefán Már segja þá skilmerkilega kynnta en minnast ekki orði á þjóðréttarlegt gildi þeirra. Litlu verður Vöggur feginn. Stefán Már og Friðrik Árni staðfestu á fundi utanríkismálanefndar að aðaltillaga þeirra í málinu er sú sem kemur fram í áliti þeirra að taka málið upp á vettvangi sameiginlegu EES-nefndarinnar. Þeir sögðu leið fyrirvaranna þá næst bestu. Ríkisstjórnin valdi samkvæmt þessu ekki besta kostinn að dómi þessara tveggja lögfræðilegu ráðunauta sinna. Óhögguð standa orð þeirra Friðriks og Stefáns í álitinu að erlend stofnun öðlist ákvörðunarvald sem tekur a.m.k. óbeint til skipulags, nýtingar og ráðstöfunar á mikilvægri orkuauðlind þjóðarinnar. Óhögguð standa orð þeirra að slíkt valdframsal getur ekki talist minni háttar í skilningi viðmiðana sem líta ber til við mat á stjórnskipulegu lögmæti valdframsals tíl alþjóðlegra stofnana á sviði EES-samningsins. Óhögguð standa orð þeirra að þessu megi, með einhverri einföldun, líkja við að ESA væri falið vald til að ákveða leyfilegan hámarksafla ríkja á sviði sjávarútvegs. Já, það er ekki erfitt að skilja hvers vegna lögfræðileg álitsgerð Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst og Stefáns Más Stefánssonar er eins og fleinn í holdi Björns Bjarnasonar og annarra stuðningsmanna þriðja orkupakkans.Höfundur er þingmaður Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Þriðji orkupakkinn Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Björn Bjarnason segir á síðu sinni bjorn.is Miðflokkinn hafa misst haldreipi vegna bréfs Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst landsréttarlögmanns og Stefáns Más Stefánssonar, fyrrv. prófessors við lagadeild Háskóla Íslands sem þeir rituðu eftir fund utanríkismálanefndar Alþingis. Ég get fullvissað Björn Bjarnason um að bréf þeirra veldur mér ekki minnstu vonbrigðum. Kjarninn í bréfinu er að séu fyrirliggjandi skjöl lesin saman telji þeir „að fyrirvörunum sé þar réttilega haldið til haga“. Í niðurlagi bréfsíns segir: „Við göngum út frá því að fyrirvarar Íslands samkvæmt framansögðu séu skilmerkilega kynntir viðeigandi aðilum að EES-samningnum með formlegum hætti verði umrædd þingmál samþykkt á Alþingi“. Athygli vekur að þeir víkja ekki orði að þjóðréttarlegu gildi fyrirvaranna. Höfundur bókar um Evrópurétt, prófessor Davíð Þór Björgvinsson, sagði aðspurður á fundi utanríkismálanefndar 8. maí sl. að þjóðréttarlegt gildi þeirra væri ekkert, þeir væru bara til heimabrúks. Undir þetta álit, sem Davíð Þór ítrekaði á fundi utanríkismálanefndar í liðinni viku, hafa opinberlega tekið fimm hæstaréttarlögmenn og héraðsdómari. Telur Björn Bjarnason bréf þeirra Friðriks og Stefáns Más bæta einhverju við málið? Að fyrirvararnir séu nægilega kynntir? Snýst orkupakkinn um uppýsingamiðlun og almannatengsl? Sjá má af bréfi Friðriks og Stefáns til utanríkisráðherra 10. apríl sl. að þeir telja vafa leika á þjóðréttarlegu gildi lagalega fyrirvarans en Björn og Áslaug Arna hrósa sigri þegar Friðrik og Stefán Már segja þá skilmerkilega kynnta en minnast ekki orði á þjóðréttarlegt gildi þeirra. Litlu verður Vöggur feginn. Stefán Már og Friðrik Árni staðfestu á fundi utanríkismálanefndar að aðaltillaga þeirra í málinu er sú sem kemur fram í áliti þeirra að taka málið upp á vettvangi sameiginlegu EES-nefndarinnar. Þeir sögðu leið fyrirvaranna þá næst bestu. Ríkisstjórnin valdi samkvæmt þessu ekki besta kostinn að dómi þessara tveggja lögfræðilegu ráðunauta sinna. Óhögguð standa orð þeirra Friðriks og Stefáns í álitinu að erlend stofnun öðlist ákvörðunarvald sem tekur a.m.k. óbeint til skipulags, nýtingar og ráðstöfunar á mikilvægri orkuauðlind þjóðarinnar. Óhögguð standa orð þeirra að slíkt valdframsal getur ekki talist minni háttar í skilningi viðmiðana sem líta ber til við mat á stjórnskipulegu lögmæti valdframsals tíl alþjóðlegra stofnana á sviði EES-samningsins. Óhögguð standa orð þeirra að þessu megi, með einhverri einföldun, líkja við að ESA væri falið vald til að ákveða leyfilegan hámarksafla ríkja á sviði sjávarútvegs. Já, það er ekki erfitt að skilja hvers vegna lögfræðileg álitsgerð Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst og Stefáns Más Stefánssonar er eins og fleinn í holdi Björns Bjarnasonar og annarra stuðningsmanna þriðja orkupakkans.Höfundur er þingmaður Miðflokksins
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar