Andrés prins sagður hafa þegið fótanudd frá ungri konu í íbúð Epstein Sylvía Hall skrifar 22. ágúst 2019 23:32 Tengsl Andrésar prins og Epstein hafa komist í sviðsljósið að undanförnu. Vísir/Getty Í tölvupóstsamskiptum milli John Brockman umboðsmanns og rithöfundarins Evgeny Morozov er vísað til heimsókna Andrésar prins til auðkýfingsins Jeffrey Epstein. Epstein lést fyrr í mánuðinum eftir að hann framdi sjálfsvíg í fangaklefa sínum þar sem hann sat inni fyrir grun um kynferðisbrot gegn stúlkum undir lögaldri og barnamansal. Samskiptin voru birt í The New Republic tímaritinu og segir á vef The Guardian að þar hafi Brockman mælt með því að Morozov, sem var umbjóðandi hans, hitti Epstein. Hann sagði auðkýfinginn vera milljarðamæring og góðvin vísinda sem hefði verið „ótrúlega örlátur við að styrkja verkefni margra vina og umbjóðenda“. Umfjöllun The New Republic um Brockman og tengsl hans við Epstein varpar ljósi á áralangt samband þeirra. Morozov segist hafa verið við það að hætta samstarfi sínu við umboðsmanninn á þessum tíma vegna vafasams sambands hans við Epstein og vísar til tölvupóstsamskipta þeirra frá árinu 2013. Hann segist efa það að Brockman hafi ekki vitað af brotum Epstein. „Breskur náungi í jakkafötum“ Tölvupóstarnir sem vísa í heimsóknir Andrésar eru frá árinu 2013. Þar segir Brockman frá síðustu heimsókn sinni til Epstein þar sem hann segist hafa séð Epstein ásamt „breskum náunga í jakkafötum með axlabönd“. Þar hafi þeir verið að fá fótanudd frá tveimur ungum og vel klæddum rússneskum konum. „Eftir að hafa „grillað“ mig í smá tíma um netöryggi fór Bretinn, sem heitir Andy, að tala um sænsk yfirvöld og ákærurnar gegn Julian Assange. Við höldum að þau séu frjálslynd í Svíþjóð, en það er meira eins og Norður-England öfugt við Suður-Evrópu,“ segir Brockman í tölvupóstinum. Brockman lýsir því að Andrés hafi borið saman líf sitt og Alberts prins af Mónakó. Albert gæti gert það sem hann vildi og öllum væri sama, en ef hann gerði slíkt hið sama væri hann í verulegum vandræðum. Það hafi verið þá sem Brockman áttaði sig á því að hann væri að ræða við sjálfan Andrés prins. Konungsfjölskyldan hefur áður gefið það út að ásakanirnar á hendur Andrési séu „andstyggilegar“ og fjarri sannleikanum. Myndir sem sýndu prinsinn á heimili Epstein árið 2010 voru birtar í Mail on Sunday og var prinsinn sagður vera hneykslaður á því að vera bendlaður við afbrot hans. Þá er hann einnig sagður hafa heimsótt eyju í eigu Epstein. Bandaríkin Bretland Mál Jeffrey Epstein Kóngafólk Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Níddist á brotnum stúlkum Fjármálamaðurinn Jeffrey Epstein braut kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna um árabil; hélt kynlífsveislur og bauð voldugum vinum og frægum. Vinir hans, auðkýfingar og stjórnmálamenn, keppast nú við að sverja hann af sér. 17. ágúst 2019 08:45 Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36 FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48 Konungsfjölskyldan segir ásakanir á hendur Andrési prins vera andstyggilegar Andrés prins segist vera hneykslaður á ásökunum um að hann hafi framið kynferðisbrot eftir að breski fjölmiðillinn Mail on Sunday birti myndir af honum og auðkýfinginum Jeffrey Epstein sem teknar voru á heimili Epstein árið 2010. 19. ágúst 2019 07:20 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Í tölvupóstsamskiptum milli John Brockman umboðsmanns og rithöfundarins Evgeny Morozov er vísað til heimsókna Andrésar prins til auðkýfingsins Jeffrey Epstein. Epstein lést fyrr í mánuðinum eftir að hann framdi sjálfsvíg í fangaklefa sínum þar sem hann sat inni fyrir grun um kynferðisbrot gegn stúlkum undir lögaldri og barnamansal. Samskiptin voru birt í The New Republic tímaritinu og segir á vef The Guardian að þar hafi Brockman mælt með því að Morozov, sem var umbjóðandi hans, hitti Epstein. Hann sagði auðkýfinginn vera milljarðamæring og góðvin vísinda sem hefði verið „ótrúlega örlátur við að styrkja verkefni margra vina og umbjóðenda“. Umfjöllun The New Republic um Brockman og tengsl hans við Epstein varpar ljósi á áralangt samband þeirra. Morozov segist hafa verið við það að hætta samstarfi sínu við umboðsmanninn á þessum tíma vegna vafasams sambands hans við Epstein og vísar til tölvupóstsamskipta þeirra frá árinu 2013. Hann segist efa það að Brockman hafi ekki vitað af brotum Epstein. „Breskur náungi í jakkafötum“ Tölvupóstarnir sem vísa í heimsóknir Andrésar eru frá árinu 2013. Þar segir Brockman frá síðustu heimsókn sinni til Epstein þar sem hann segist hafa séð Epstein ásamt „breskum náunga í jakkafötum með axlabönd“. Þar hafi þeir verið að fá fótanudd frá tveimur ungum og vel klæddum rússneskum konum. „Eftir að hafa „grillað“ mig í smá tíma um netöryggi fór Bretinn, sem heitir Andy, að tala um sænsk yfirvöld og ákærurnar gegn Julian Assange. Við höldum að þau séu frjálslynd í Svíþjóð, en það er meira eins og Norður-England öfugt við Suður-Evrópu,“ segir Brockman í tölvupóstinum. Brockman lýsir því að Andrés hafi borið saman líf sitt og Alberts prins af Mónakó. Albert gæti gert það sem hann vildi og öllum væri sama, en ef hann gerði slíkt hið sama væri hann í verulegum vandræðum. Það hafi verið þá sem Brockman áttaði sig á því að hann væri að ræða við sjálfan Andrés prins. Konungsfjölskyldan hefur áður gefið það út að ásakanirnar á hendur Andrési séu „andstyggilegar“ og fjarri sannleikanum. Myndir sem sýndu prinsinn á heimili Epstein árið 2010 voru birtar í Mail on Sunday og var prinsinn sagður vera hneykslaður á því að vera bendlaður við afbrot hans. Þá er hann einnig sagður hafa heimsótt eyju í eigu Epstein.
Bandaríkin Bretland Mál Jeffrey Epstein Kóngafólk Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Níddist á brotnum stúlkum Fjármálamaðurinn Jeffrey Epstein braut kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna um árabil; hélt kynlífsveislur og bauð voldugum vinum og frægum. Vinir hans, auðkýfingar og stjórnmálamenn, keppast nú við að sverja hann af sér. 17. ágúst 2019 08:45 Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36 FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48 Konungsfjölskyldan segir ásakanir á hendur Andrési prins vera andstyggilegar Andrés prins segist vera hneykslaður á ásökunum um að hann hafi framið kynferðisbrot eftir að breski fjölmiðillinn Mail on Sunday birti myndir af honum og auðkýfinginum Jeffrey Epstein sem teknar voru á heimili Epstein árið 2010. 19. ágúst 2019 07:20 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Níddist á brotnum stúlkum Fjármálamaðurinn Jeffrey Epstein braut kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna um árabil; hélt kynlífsveislur og bauð voldugum vinum og frægum. Vinir hans, auðkýfingar og stjórnmálamenn, keppast nú við að sverja hann af sér. 17. ágúst 2019 08:45
Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36
FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48
Konungsfjölskyldan segir ásakanir á hendur Andrési prins vera andstyggilegar Andrés prins segist vera hneykslaður á ásökunum um að hann hafi framið kynferðisbrot eftir að breski fjölmiðillinn Mail on Sunday birti myndir af honum og auðkýfinginum Jeffrey Epstein sem teknar voru á heimili Epstein árið 2010. 19. ágúst 2019 07:20