Lífsgæðakapphlaupið Guðmundur Steingrímsson skrifar 26. ágúst 2019 08:30 Ég skal játa það, að á þessum tíma árs grípur mig yfirleitt viss hnýsni í garð samborgara minna. Ég skoða jafnan af rælni tvo lista yfir kaffibollanum sem teljast mælikvarðar á frammistöðu annarra í tveimur ólíkum viðfangsefnum: Annars vegar í hlaupi og hins vegar í tekjuöflun. Núna eru semsagt komin út tekjublöðin, þar sem listaðar eru áætlaðar árstekjur nafntogaðra Íslendinga, og hins vegar fór Reykjavíkurmaraþonið fram á laugardaginn. Á vefnum er hægt að skoða tímana og velta sér svolítið upp úr því hvað sumir hlupu hratt. Ægilegur gassi var til dæmis á einum æskufélaga mínum, sá ég. Hann kláraði hálft maraþon á einum og hálfum. Ég tek hatt minn ofan. Ég á aldrei eftir að hlaupa svona hratt. Né heldur á ég nokkurn tímann efir að hlaupa götulengd á sama hraða og Arnar Pétursson hleypur heilt maraþon. Þetta hef ég lært að sætta mig við. Það sem ég sækist eftir þegar ég skoða hlaupatímana er meira að sjá hvort ég þekki einhverja sem hlaupa á um það bil sama tíma og ég. Vel undir meðalhraða, sem sagt. Ég aðhyllist hæg hlaup. Njóta en ekki þjóta. Svo finn ég til samkenndar með þessum hópi fólks. Ég hugsa: Þessi var að hlaupa. Ég þekki hana. Ég er á svipuðu reki. Ég spegla sjálfan mig í samferðafólki mínu. Ég velti fyrir mér hvar ég stend. Ásigkomulagi mín sjálfs. Þetta er góður listi. Maður fer að gúgla hlaupahópa. Gera áætlanir um daglegar teygjur. Spá í paleó.Peningar smeningar Reykjavíkurmaraþonið er gleðileikar. Fólk tekst á við sjálft sig og gerist hetjur eigin tilvistar. Það setur sér markmið og reynir að ná þeim. Alls konar þrekvirki vinnast. Og það er gaman að taka þátt í því eða fylgjast með því. Maður samgleðst. En víkur þá sögunni að tekjublöðunum. Þau liggja alls staðar, einhvern veginn. Eitt kom inn um lúguna í vikunni. Ég fletti. Og jú. Ég sé að einhver gaur var með 900 milljónir í tekjur í fyrra og annar með 400 milljónir. Eftir því sem leið á yfirferð mína fóru þessar tölur að skipta sífellt minna máli. Þær misstu merkingu sína. Smám saman komst ég að því að mér er sléttsama um hvaða tekjur fólk hefur. Þetta segi ég ekki af biturð, eins og einhverjir gætu ætlað — fólki er jú samfélagslega uppálagt út af rótgrónum gildum efnishyggjunnar að vera öfundsjúkt út í peningafólk — heldur meina ég með yfirlýsingu minni frekar þetta: Listinn yfir hlaupatímana er hvetjandi. Maður fyllist gleði og löngun til að yfirstíga sjálfur svipaðar áskoranir. Listinn yfir tekjurnar er hins vegar ekkert hvetjandi. Hann er meira svona blah. Hann snertir mann ekki, nema kannski ef maður klæddi sig í pólitískar brækur og leitaði innblásturs í barátturæður um meiri jöfnuð og kannski réttlæti. En maður fyllist ekki löngun til að rífa sig upp og takast á við áskoranir. Maður fyllist ekki andagift og krafti. Náungi seldi jörð. Fékk tvo milljarða. Og hvað?/Fleiri listar Fjárhagslegt öryggi er eftirsóknarvert. Maður vill að sem flestir búi við það. Maður þarf það sjálfur. Kannski eru einhverjir sem sitja heima hjá sér og lúslesa tekjulistana og hugsa hvað þeir ætli aldeilis að eignast 850 milljónir á næsta ári. Gera plön. Ég held hins vegar að sífellt færri hugsi þannig. Ég þykist greina í samtíma mínum vissa breytingu á merkingu orðsins „lífsgæðakapphlaup“. Einu sinni þýddi það að fólk væri múlbundið lönguninni til að eiga meira en nágranninn. Það keppti að því að vera loðnara um lófana en maðurinn í næsta húsi. Ef einn fékk sér heitan pott, varð annar að gera það líka. Lífsgæðakapphlaup er núna farið að þýða það sem Reykjavíkurmaraþonið er. Kapphlaup sem eykur lífsgæði. Þátttakan í því, ásamt aukinni þátttöku í alls konar öðrum viðburðum og lífsstíl sem eykur gæði lífsins, eru til vitnis um það ein grunnsetning hagfræðinnar — sú sem segir að allir muni alltaf keppa að sem mestum peningalegum gróða — er úrelt. Undir oki loftslagsbreytinga og sívaxandi vitundar um mögulegan enda óhófs og ofneyslu, þróast mannlífið í átt til annarra markmiða. Hver þénaði mest er aðeins einn af mörgum listum. Hann er í sjálfu sér ekki áhugaverðari en fullt af öðrum listum sem mætti ímynda sér að blöðin gætu birt næst. Hver horfði mest á Netflix? Hver á flesta bíla? Hver fór oftast til London? Hver grillaði mest? Enginn þessara lista myndi vekja löngun mína til að ná sömu markmiðum. Ekki frekar en tekjulistinn. Hlaupalistinn hins vegar. Hann kveikir í mér. Á næsta ári er ég staðráðinn í að hlaupa maraþon á svipuðum tíma og ég sá að einn kunningi minn hljóp á um helgina. Ég held ég sé á mjög svipuðu reki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Ég skal játa það, að á þessum tíma árs grípur mig yfirleitt viss hnýsni í garð samborgara minna. Ég skoða jafnan af rælni tvo lista yfir kaffibollanum sem teljast mælikvarðar á frammistöðu annarra í tveimur ólíkum viðfangsefnum: Annars vegar í hlaupi og hins vegar í tekjuöflun. Núna eru semsagt komin út tekjublöðin, þar sem listaðar eru áætlaðar árstekjur nafntogaðra Íslendinga, og hins vegar fór Reykjavíkurmaraþonið fram á laugardaginn. Á vefnum er hægt að skoða tímana og velta sér svolítið upp úr því hvað sumir hlupu hratt. Ægilegur gassi var til dæmis á einum æskufélaga mínum, sá ég. Hann kláraði hálft maraþon á einum og hálfum. Ég tek hatt minn ofan. Ég á aldrei eftir að hlaupa svona hratt. Né heldur á ég nokkurn tímann efir að hlaupa götulengd á sama hraða og Arnar Pétursson hleypur heilt maraþon. Þetta hef ég lært að sætta mig við. Það sem ég sækist eftir þegar ég skoða hlaupatímana er meira að sjá hvort ég þekki einhverja sem hlaupa á um það bil sama tíma og ég. Vel undir meðalhraða, sem sagt. Ég aðhyllist hæg hlaup. Njóta en ekki þjóta. Svo finn ég til samkenndar með þessum hópi fólks. Ég hugsa: Þessi var að hlaupa. Ég þekki hana. Ég er á svipuðu reki. Ég spegla sjálfan mig í samferðafólki mínu. Ég velti fyrir mér hvar ég stend. Ásigkomulagi mín sjálfs. Þetta er góður listi. Maður fer að gúgla hlaupahópa. Gera áætlanir um daglegar teygjur. Spá í paleó.Peningar smeningar Reykjavíkurmaraþonið er gleðileikar. Fólk tekst á við sjálft sig og gerist hetjur eigin tilvistar. Það setur sér markmið og reynir að ná þeim. Alls konar þrekvirki vinnast. Og það er gaman að taka þátt í því eða fylgjast með því. Maður samgleðst. En víkur þá sögunni að tekjublöðunum. Þau liggja alls staðar, einhvern veginn. Eitt kom inn um lúguna í vikunni. Ég fletti. Og jú. Ég sé að einhver gaur var með 900 milljónir í tekjur í fyrra og annar með 400 milljónir. Eftir því sem leið á yfirferð mína fóru þessar tölur að skipta sífellt minna máli. Þær misstu merkingu sína. Smám saman komst ég að því að mér er sléttsama um hvaða tekjur fólk hefur. Þetta segi ég ekki af biturð, eins og einhverjir gætu ætlað — fólki er jú samfélagslega uppálagt út af rótgrónum gildum efnishyggjunnar að vera öfundsjúkt út í peningafólk — heldur meina ég með yfirlýsingu minni frekar þetta: Listinn yfir hlaupatímana er hvetjandi. Maður fyllist gleði og löngun til að yfirstíga sjálfur svipaðar áskoranir. Listinn yfir tekjurnar er hins vegar ekkert hvetjandi. Hann er meira svona blah. Hann snertir mann ekki, nema kannski ef maður klæddi sig í pólitískar brækur og leitaði innblásturs í barátturæður um meiri jöfnuð og kannski réttlæti. En maður fyllist ekki löngun til að rífa sig upp og takast á við áskoranir. Maður fyllist ekki andagift og krafti. Náungi seldi jörð. Fékk tvo milljarða. Og hvað?/Fleiri listar Fjárhagslegt öryggi er eftirsóknarvert. Maður vill að sem flestir búi við það. Maður þarf það sjálfur. Kannski eru einhverjir sem sitja heima hjá sér og lúslesa tekjulistana og hugsa hvað þeir ætli aldeilis að eignast 850 milljónir á næsta ári. Gera plön. Ég held hins vegar að sífellt færri hugsi þannig. Ég þykist greina í samtíma mínum vissa breytingu á merkingu orðsins „lífsgæðakapphlaup“. Einu sinni þýddi það að fólk væri múlbundið lönguninni til að eiga meira en nágranninn. Það keppti að því að vera loðnara um lófana en maðurinn í næsta húsi. Ef einn fékk sér heitan pott, varð annar að gera það líka. Lífsgæðakapphlaup er núna farið að þýða það sem Reykjavíkurmaraþonið er. Kapphlaup sem eykur lífsgæði. Þátttakan í því, ásamt aukinni þátttöku í alls konar öðrum viðburðum og lífsstíl sem eykur gæði lífsins, eru til vitnis um það ein grunnsetning hagfræðinnar — sú sem segir að allir muni alltaf keppa að sem mestum peningalegum gróða — er úrelt. Undir oki loftslagsbreytinga og sívaxandi vitundar um mögulegan enda óhófs og ofneyslu, þróast mannlífið í átt til annarra markmiða. Hver þénaði mest er aðeins einn af mörgum listum. Hann er í sjálfu sér ekki áhugaverðari en fullt af öðrum listum sem mætti ímynda sér að blöðin gætu birt næst. Hver horfði mest á Netflix? Hver á flesta bíla? Hver fór oftast til London? Hver grillaði mest? Enginn þessara lista myndi vekja löngun mína til að ná sömu markmiðum. Ekki frekar en tekjulistinn. Hlaupalistinn hins vegar. Hann kveikir í mér. Á næsta ári er ég staðráðinn í að hlaupa maraþon á svipuðum tíma og ég sá að einn kunningi minn hljóp á um helgina. Ég held ég sé á mjög svipuðu reki.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun