FIFA sagt vera að kanna möguleikann á því að vera með vélmenni í stað aðstoðardómara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2019 10:30 Sjáum við svona dómara í framtíðinni? Getty/Aaron van Zandvoort/S Varsjáin er orðin stór hluti af knattspyrnunni enda VAR nú í öllum stærstu deildum heims. Alþjóða knattspyrnusambandið íhugar nú að ganga enn lengra í „tölvuvæðingu“ fótboltans. Enska blaðið Sunday Mirror sagði frá því í gær að forystumenn FIFA séu nú að skoða betur þann möguleika að vélmenni komi í stað aðstoðardómara í framtíðinni. Þessi vélmenni myndu þá hafa það af aðalstarfi og í raun eina starfi að fylgjast með rangstöðunni í leikjum. Með hjálp gervigreindartækni fengi dómari leiksins þá nauðsynlega aðstoð frá þessu aðstoðardómara-vélmennum en yrði að treysta á sig og mögulega Varsjána í öðrum atriðum.Fifa are believed to be investigating whether robots could replace assistant referees to make offside decisions, given they are already helping the video assistant referees. Latest #football gossip https://t.co/nneJh7l2sp#bbcfootball#VARpic.twitter.com/cH1S8BYdSo — BBC Sport (@BBCSport) August 25, 2019Það þarf að hanna og svo rannsaka vel umrædda róbóta eða vélmenni sem fengju þetta hlutverk að fylla í skarð aðstoðardómara. Sú hönnun og þróun gæti tekið sinn tíma. Það er alveg ljóst að þetta er ekki að fara að gerast á næstunni eða á næstu árum og mun örugglega taka mörg ár til að þróa betur. Alþjóða knattspyrnusambandið mun ekki stökkva á svona róttæka breytingu nema að allt sé pottþétt og fullprófað. Það eitt að sambandið sé að skoða þennan möguleika er dæmi um framtíðarsýn FIFA. VAR hefur verið að stíga fyrstu skrefin sín í ensku úrvalsdeildinni í vetur og þarf að slípast betur. Enska úrvalsdeildin var síðasta stóra deildin til aða stíga þetta skref. Eftir nokkur ár fer fólk eflaust að gleyma því hvernig fótboltinn var án varsjárinnar. Gianni Infantino, forseti FIFA, er mikill baráttumaður fyrir Varsjánni og það er fátt sem kemur í veg fyrir að tæknin fái stærra hlutverk í fótboltanum. Hvort að FIFA taki það risaskref að skipta út aðstoðardómurunum verður við að bíða og sjá til. FIFA Fótbolti Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Sjá meira
Varsjáin er orðin stór hluti af knattspyrnunni enda VAR nú í öllum stærstu deildum heims. Alþjóða knattspyrnusambandið íhugar nú að ganga enn lengra í „tölvuvæðingu“ fótboltans. Enska blaðið Sunday Mirror sagði frá því í gær að forystumenn FIFA séu nú að skoða betur þann möguleika að vélmenni komi í stað aðstoðardómara í framtíðinni. Þessi vélmenni myndu þá hafa það af aðalstarfi og í raun eina starfi að fylgjast með rangstöðunni í leikjum. Með hjálp gervigreindartækni fengi dómari leiksins þá nauðsynlega aðstoð frá þessu aðstoðardómara-vélmennum en yrði að treysta á sig og mögulega Varsjána í öðrum atriðum.Fifa are believed to be investigating whether robots could replace assistant referees to make offside decisions, given they are already helping the video assistant referees. Latest #football gossip https://t.co/nneJh7l2sp#bbcfootball#VARpic.twitter.com/cH1S8BYdSo — BBC Sport (@BBCSport) August 25, 2019Það þarf að hanna og svo rannsaka vel umrædda róbóta eða vélmenni sem fengju þetta hlutverk að fylla í skarð aðstoðardómara. Sú hönnun og þróun gæti tekið sinn tíma. Það er alveg ljóst að þetta er ekki að fara að gerast á næstunni eða á næstu árum og mun örugglega taka mörg ár til að þróa betur. Alþjóða knattspyrnusambandið mun ekki stökkva á svona róttæka breytingu nema að allt sé pottþétt og fullprófað. Það eitt að sambandið sé að skoða þennan möguleika er dæmi um framtíðarsýn FIFA. VAR hefur verið að stíga fyrstu skrefin sín í ensku úrvalsdeildinni í vetur og þarf að slípast betur. Enska úrvalsdeildin var síðasta stóra deildin til aða stíga þetta skref. Eftir nokkur ár fer fólk eflaust að gleyma því hvernig fótboltinn var án varsjárinnar. Gianni Infantino, forseti FIFA, er mikill baráttumaður fyrir Varsjánni og það er fátt sem kemur í veg fyrir að tæknin fái stærra hlutverk í fótboltanum. Hvort að FIFA taki það risaskref að skipta út aðstoðardómurunum verður við að bíða og sjá til.
FIFA Fótbolti Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Sjá meira