Böðvar greindist með heilaæxli og minnir fólk á að taka ekki heilbrigði sem sjálfsögðum hlut Eiður Þór Árnason skrifar 27. ágúst 2019 23:00 Böðvar Tandri Reynisson, verkfræðinemi og þjálfari hjá Mjölni, er hér ásamt kærustu sinni, tónlistarkonunni GDRN. Aðsend Böðvar Tandri Reynisson, 22 ára verkfræðinemi og líkamsræktarþjálfari, greindist með góðkynja heilaæxli eftir að hann fann skyndilega fyrir tímabundnu skammtímaminnisleysi. Atvikið leiddi til þess að hann gekkst undir heilaskurðaðgerð og í ferlinu áttaði hann sig á mikilvægi þess að fólk taki ekki heilbrigði og heilsu sem sjálfsögðum hlut. Böðvar ræddi við Sindra Sindrason um reynslu sína í Íslandi í dag. Þann 8. janúar síðastliðinn var Böðvar í trampólíngarðinum Rush í Kópavogi þar sem kærasta hans Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir hélt upp á afmæli sitt. Allt gekk vel og allir skemmtu sér þangað til að Böðvar stóð skyndilega stjarfur og sagði við Guðrúnu: „Ég veit ekki alveg hvernig ég kom hingað, man ekki hvar inngangurinn er.“ Þá tók Guðrún eftir því að hann var eitthvað ólíkur sjálfum sér. Böðvar áttaði sig ekki á því hvaða dagur var og endurtók sig í sífellu. Fyrst um sinn grunaði Guðrúnu að hann hafi fengið heilahristing og var ákveðið að fara með Böðvar upp á sjúkrahús. Þar var fljótlega greinilegt eitthvað amaði að og töldu læknar að hann væri að upplifa tímabundið skammtímaminnisleysi.Greindur með góðkynja heilaæxli Í kjölfarið var Böðvar sendur í frekari rannsóknir og látinn gista á bráðamóttökunni en fyrsta nóttin á spítalanum reyndist honum mjög erfið. „Það vissi einhvern veginn enginn neitt og ég fékk ekki að vita ef einhver vissi eitthvað. Ég vissi ekki betur en að ég væri bara yngsta [tilfelli] Alzheimers á Íslandi.“ Daginn eftir kom heilaskurðlæknir til Böðvars og greindi honum frá því að hann væri með góðkynja heilaæxli. „Það kemur í ljós semsagt á þessari mynd að það er hólf í höfðinu á mér þar sem mænuvökvi kemur inn og hann á að komast út úr hólfinu líka. Það er svona hnútur eða góðkynja æxli í heilanum á mér sem er að þrýsta á rörið þar sem vökvinn á að komast úr hólfinu. Þannig að hólfið var orðið fáránlega stórt.“ Þá var honum greint frá því að það þyrfti að búa til hjáleið til þess að minnka þrýstinginn í höfðinu. Böðvar segir að áfallið hafi fyrst komið þegar hann áttaði sig á því að hann þyrfti að gangast undir heilaskurðaðgerð.Böðvar Tandri minnir fólk á að taka ekki heilsunni sem sjálfsögðum hlut.AðsendÁttaði sig á mikilvægi góðrar heilsu Hann var sendur í aðgerðina strax daginn eftir og greinir frá því að hann hafi upplifað miklar tilfinningar. Hann var byrjaður að átta sig á því að það er ekki sjálfsagt að vera fullfrískur og heilbrigður. „Það kom bara algjörlega yfir mig að þessi heilsa sem manni er gefin, sem að flestir fá, er bara ótrúlega ósjálfsögð. Hún er bara ekki sjálfsagður hlutur og maður fattar það svo mikið í einmitt svona [augnablikum].“ Læknar telja nú að þetta góðkynja æxli hafi fengið að vaxa í mjög langan tíma og að það hafi líklega verið meðfætt. Böðvar heldur áfram að fara í reglulegar skoðanir hjá læknum þar sem fylgst er með því hvort hjáleiðin sé enn í góðu lagi og hvort að æxlið hafi stækkað.„Einn daginn ertu ekki til“ Aðspurður segist Böðvar ekki vita hvort að hann hafi á einhverjum tímapunkti verið í lífshættu. Hann hafi aldrei leyft sér að leiða hugann að því að líf sitt væri í hættu. Böðvar á nú eftir eitt ár af grunnnámi í verkfræði, er á fullu í íþróttafélaginu Mjölni og horfir bjartur fram á framtíðina. „Það er svo geggjað ef ég get komið þessu til fólks: Þetta er ekki sjálfsagt, farðu og hreyfðu þig, settu gott bensín á vélina þína.“ Að lokum minnir Böðvar á að það sé mikilvægt að lifa lífinu lifandi: „Einn daginn þá ertu ekki til, það er bara svoleiðis hjá öllum.“Hér má sjá viðtalið við Böðvar í Íslandi í dag í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Böðvar Tandri Reynisson, 22 ára verkfræðinemi og líkamsræktarþjálfari, greindist með góðkynja heilaæxli eftir að hann fann skyndilega fyrir tímabundnu skammtímaminnisleysi. Atvikið leiddi til þess að hann gekkst undir heilaskurðaðgerð og í ferlinu áttaði hann sig á mikilvægi þess að fólk taki ekki heilbrigði og heilsu sem sjálfsögðum hlut. Böðvar ræddi við Sindra Sindrason um reynslu sína í Íslandi í dag. Þann 8. janúar síðastliðinn var Böðvar í trampólíngarðinum Rush í Kópavogi þar sem kærasta hans Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir hélt upp á afmæli sitt. Allt gekk vel og allir skemmtu sér þangað til að Böðvar stóð skyndilega stjarfur og sagði við Guðrúnu: „Ég veit ekki alveg hvernig ég kom hingað, man ekki hvar inngangurinn er.“ Þá tók Guðrún eftir því að hann var eitthvað ólíkur sjálfum sér. Böðvar áttaði sig ekki á því hvaða dagur var og endurtók sig í sífellu. Fyrst um sinn grunaði Guðrúnu að hann hafi fengið heilahristing og var ákveðið að fara með Böðvar upp á sjúkrahús. Þar var fljótlega greinilegt eitthvað amaði að og töldu læknar að hann væri að upplifa tímabundið skammtímaminnisleysi.Greindur með góðkynja heilaæxli Í kjölfarið var Böðvar sendur í frekari rannsóknir og látinn gista á bráðamóttökunni en fyrsta nóttin á spítalanum reyndist honum mjög erfið. „Það vissi einhvern veginn enginn neitt og ég fékk ekki að vita ef einhver vissi eitthvað. Ég vissi ekki betur en að ég væri bara yngsta [tilfelli] Alzheimers á Íslandi.“ Daginn eftir kom heilaskurðlæknir til Böðvars og greindi honum frá því að hann væri með góðkynja heilaæxli. „Það kemur í ljós semsagt á þessari mynd að það er hólf í höfðinu á mér þar sem mænuvökvi kemur inn og hann á að komast út úr hólfinu líka. Það er svona hnútur eða góðkynja æxli í heilanum á mér sem er að þrýsta á rörið þar sem vökvinn á að komast úr hólfinu. Þannig að hólfið var orðið fáránlega stórt.“ Þá var honum greint frá því að það þyrfti að búa til hjáleið til þess að minnka þrýstinginn í höfðinu. Böðvar segir að áfallið hafi fyrst komið þegar hann áttaði sig á því að hann þyrfti að gangast undir heilaskurðaðgerð.Böðvar Tandri minnir fólk á að taka ekki heilsunni sem sjálfsögðum hlut.AðsendÁttaði sig á mikilvægi góðrar heilsu Hann var sendur í aðgerðina strax daginn eftir og greinir frá því að hann hafi upplifað miklar tilfinningar. Hann var byrjaður að átta sig á því að það er ekki sjálfsagt að vera fullfrískur og heilbrigður. „Það kom bara algjörlega yfir mig að þessi heilsa sem manni er gefin, sem að flestir fá, er bara ótrúlega ósjálfsögð. Hún er bara ekki sjálfsagður hlutur og maður fattar það svo mikið í einmitt svona [augnablikum].“ Læknar telja nú að þetta góðkynja æxli hafi fengið að vaxa í mjög langan tíma og að það hafi líklega verið meðfætt. Böðvar heldur áfram að fara í reglulegar skoðanir hjá læknum þar sem fylgst er með því hvort hjáleiðin sé enn í góðu lagi og hvort að æxlið hafi stækkað.„Einn daginn ertu ekki til“ Aðspurður segist Böðvar ekki vita hvort að hann hafi á einhverjum tímapunkti verið í lífshættu. Hann hafi aldrei leyft sér að leiða hugann að því að líf sitt væri í hættu. Böðvar á nú eftir eitt ár af grunnnámi í verkfræði, er á fullu í íþróttafélaginu Mjölni og horfir bjartur fram á framtíðina. „Það er svo geggjað ef ég get komið þessu til fólks: Þetta er ekki sjálfsagt, farðu og hreyfðu þig, settu gott bensín á vélina þína.“ Að lokum minnir Böðvar á að það sé mikilvægt að lifa lífinu lifandi: „Einn daginn þá ertu ekki til, það er bara svoleiðis hjá öllum.“Hér má sjá viðtalið við Böðvar í Íslandi í dag í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira