Ákvörðun Boris Johnson um að fresta þingfundum líkt við valdarán Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. ágúst 2019 20:00 Ákvörðun Johnson um að fresta þingfundum hefur verið mótmælt í London í kvöld. vísir/getty Sú ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, um fresta þingfundum hefur verið sætt mikilli gagnrýni í dag og er óhætt að segja að stjórnarandstaðan á breska þinginu sé bálreið vegna málsins. Þá komu mótmælendur saman við þinghúsið í London í kvöld og hrópuðu slagorðin „Stöðvið valdaránið“ og „Verndið lýðræðið okkar.“ Elísabet Englandsdrottning varð við beiðni Johnson í dag um að fresta þingfundum aðeins nokkrum dögum eftir að það kemur saman í september og þar til þann 14. október. Að óbreyttu gengur Bretland úr Evrópusambandinu þann 31. október. Með frestun þingsins er talið ólíklegt neðri deild þingsins geti samþykkt lög sem ætlað væri að stöðva útgöngu Bretlands úr ESB án samnings við sambandið. Johnson hefur þó þvertekið fyrir það að hann sé að reyna að koma í veg fyrir slíka atkvæðagreiðslu á þinginu með frestuninni.I signed the #ChurchHouseDeclaration opposing Boris Johnson shutting down parliament so he can force our country into a No Deal Brexit. There is nothing patriotic about knowingly doing harm to my country and my constituents and I will do everything I can to stop him! pic.twitter.com/6iZM5LlgOy — Clive Efford (@CliveEfford) August 28, 2019Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir ákvörðun Johnson árás á lýðræðið. Hann hefur óskað eftir fundi með Englandsdrottningu vegna málsins þar sem hann telur forsætisráðherrann fara gegn vilja meirihluta þingmanna. John Bercow, forseti breska þingsins, sem vegna stöðu sinnar blandar sér sjaldan í pólitísk deilumál segir frestun þingsins svívirðu við stjórnarskrá landsins. „Hvernig svo sem reynt er að mála þetta upp þá er það augljóst að með þessu á að stöðva þingmenn í því að ræða Brexit og koma þannig í veg fyrir að þeir geri skyldu sína,“ segir Bercow. Amelia Womack, varaformaður Græningja í Bretlandi, mótmælti við þinghúsið í kvöld. „Við erum hér til þess að mótmæla valdaráni Boris Johnson. Við erum með fulltrúalýðræði hér og með því að fresta þinginu þá er verið að taka burt lýðræðislegan rétt almennings,“ sagði Womack. Þá lét Angela Smith, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í efri deild breska þingsins, Boris Johnson og ríkisstjórn hans fá það óþvegið í grein sem hún ritaði í tímarit þingsins, The House. Sagði hún ákvörðun forsætisráðherrans vera „trumpíska“ í anda og nánast valdarán. „Án þess að hafa atkvæðin á bak við sig eða nokkurn almennan stuðning, reynir Johnson nú að koma í veg fyrir vilja neðri deildar þingsins með því einfaldlega að loka henni og reyna þannig að hindra kjörna þingmenn í því að sinna því starfi sem þeir voru kosnir til. Þetta er svívirða við stjórnarskrána, nánast valdarán og verður að mótmæla,“ skrifar Smith. Stephen Doughty, þingmaðurinn Verkamannaflokksins, sagði Johnson heigul í sjónvarpsviðtali. „Hann er heigull. Hann er á flótta frá okkur sem erum fulltrúar almennings og við munum ekki líða það,“ sagði Doughty. Ákvörðun Johnson væri ólýðræðisleg."He's a coward. He's running away from the representatives of the people and we won't stand for it." Welsh Labour MP @SDoughtyMP has criticised Prime Minister Boris Johnson's decision to suspend Parliament https://t.co/md2v1O5mY5pic.twitter.com/PDhKSbb1ES — ITV Wales News (@ITVWales) August 28, 2019 Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Sú ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, um fresta þingfundum hefur verið sætt mikilli gagnrýni í dag og er óhætt að segja að stjórnarandstaðan á breska þinginu sé bálreið vegna málsins. Þá komu mótmælendur saman við þinghúsið í London í kvöld og hrópuðu slagorðin „Stöðvið valdaránið“ og „Verndið lýðræðið okkar.“ Elísabet Englandsdrottning varð við beiðni Johnson í dag um að fresta þingfundum aðeins nokkrum dögum eftir að það kemur saman í september og þar til þann 14. október. Að óbreyttu gengur Bretland úr Evrópusambandinu þann 31. október. Með frestun þingsins er talið ólíklegt neðri deild þingsins geti samþykkt lög sem ætlað væri að stöðva útgöngu Bretlands úr ESB án samnings við sambandið. Johnson hefur þó þvertekið fyrir það að hann sé að reyna að koma í veg fyrir slíka atkvæðagreiðslu á þinginu með frestuninni.I signed the #ChurchHouseDeclaration opposing Boris Johnson shutting down parliament so he can force our country into a No Deal Brexit. There is nothing patriotic about knowingly doing harm to my country and my constituents and I will do everything I can to stop him! pic.twitter.com/6iZM5LlgOy — Clive Efford (@CliveEfford) August 28, 2019Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir ákvörðun Johnson árás á lýðræðið. Hann hefur óskað eftir fundi með Englandsdrottningu vegna málsins þar sem hann telur forsætisráðherrann fara gegn vilja meirihluta þingmanna. John Bercow, forseti breska þingsins, sem vegna stöðu sinnar blandar sér sjaldan í pólitísk deilumál segir frestun þingsins svívirðu við stjórnarskrá landsins. „Hvernig svo sem reynt er að mála þetta upp þá er það augljóst að með þessu á að stöðva þingmenn í því að ræða Brexit og koma þannig í veg fyrir að þeir geri skyldu sína,“ segir Bercow. Amelia Womack, varaformaður Græningja í Bretlandi, mótmælti við þinghúsið í kvöld. „Við erum hér til þess að mótmæla valdaráni Boris Johnson. Við erum með fulltrúalýðræði hér og með því að fresta þinginu þá er verið að taka burt lýðræðislegan rétt almennings,“ sagði Womack. Þá lét Angela Smith, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í efri deild breska þingsins, Boris Johnson og ríkisstjórn hans fá það óþvegið í grein sem hún ritaði í tímarit þingsins, The House. Sagði hún ákvörðun forsætisráðherrans vera „trumpíska“ í anda og nánast valdarán. „Án þess að hafa atkvæðin á bak við sig eða nokkurn almennan stuðning, reynir Johnson nú að koma í veg fyrir vilja neðri deildar þingsins með því einfaldlega að loka henni og reyna þannig að hindra kjörna þingmenn í því að sinna því starfi sem þeir voru kosnir til. Þetta er svívirða við stjórnarskrána, nánast valdarán og verður að mótmæla,“ skrifar Smith. Stephen Doughty, þingmaðurinn Verkamannaflokksins, sagði Johnson heigul í sjónvarpsviðtali. „Hann er heigull. Hann er á flótta frá okkur sem erum fulltrúar almennings og við munum ekki líða það,“ sagði Doughty. Ákvörðun Johnson væri ólýðræðisleg."He's a coward. He's running away from the representatives of the people and we won't stand for it." Welsh Labour MP @SDoughtyMP has criticised Prime Minister Boris Johnson's decision to suspend Parliament https://t.co/md2v1O5mY5pic.twitter.com/PDhKSbb1ES — ITV Wales News (@ITVWales) August 28, 2019
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira