Þingmenn þvert á flokka búa sig undir átök við Boris Johnson Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. ágúst 2019 23:45 Ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlans, um að fresta þingi í fimm vikur í aðdraganda Brexit hefur sætt mikilli gagnrýni. vísir/getty Hópur breskra þingmanna, þvert á flokka, býr sig nú undir það sem lýst er sem sögulegum átökum við forsætisráðherrann Boris Johnson eftir ákvörðun hans í dag um að fresta þingi í fimm vikur í aðdraganda útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í október. Bæði þingmenn Íhaldsflokksins sem og þingmenn úr stjórnarandstöðu ræddu sín á milli í kvöld hvernig koma má í veg fyrir að Bretar gangi úr ESB án samnings. Lítill tími er til stefnu í næstu viku til þess að koma lagasetningu þess í gegnum þingið vegna þingfrestunarinnar, en að því er fram kemur á vef Guardian hafa þingmennirnir hins vegar sammælst um að reyna að gera allt sem þeir geta til þess að flýta fyrir slíkri lagasetningu þegar þing kemur saman á ný í byrjun september og áður en því verður svo frestað rúmri viku síðar. Frumvarpið fæli það í sér að Bretland myndi ekki ganga úr ESB þann 31. október eins og nú er stefnt að ef ríkisstjórn Johnson nær ekki samningi við sambandið um útgönguna.Einræðistilburðir og árás á lýðræðið Ákvörðun Johnson um að fresta þingi hefur verið harðlega gagnrýnd í dag. Er talið að með þingfrestun sé forsætisráðherrann að reyna að koma í veg fyrir að neðri deild þingsins geti samþykkt lög sem ætlað væri að stöðva Brexit án samnings. Hefur Johnson verið sakaður um að einræðistilburði, ákvörðunin sögð árás á lýðræðið, svívirða við stjórnarskrána og líkt við valdarán. Hundruð komu saman í miðborg London til mótmæla í kvöld og þá hafa á nokkrum klukkutímum safnast yfir milljón undirskriftir á undirskriftalista þar sem þingfrestuninni er mótmælt. Johnson hefur neitað því að með frestun á þingstörfum sé hann að gera tilraun til þess að koma í veg fyrir lagasetningu sem myndi taka fyrir samningslaust Brexit. Vikurnar fimm muni nýtast ríkisstjórn hans til þess að undirbúa mikilvæg innanríkismál á borð við fjármögnun heilbrigðiskerfisins og hvernig berjast eigi gegn glæpum. Johnson hefur sagt að markmið hans í ríkisstjórn sé að Brexit verði að veruleika þann 31. október. Því markmiði ætli hann að ná ella deyja. Verði ekki búið að ná samningum við ESB um útgönguna er forsætisráðherrann tilbúinn til að þess að ganga úr sambandinu án samnings. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir „Algjör upplausn í breskum stjórnmálum“ Elísabet Englandsdrottning hefur fallist á beiðni Boris Johnson, forsætisráðherra, um frestun þingfunda. 28. ágúst 2019 21:30 Fer fram á að þingfundum verði frestað: „Svartur blettur í sögu bresks lýðræðis“ Nýskipuð ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands mun fara fram á að Elísabet II. Englandsdrottning fresti þingfundum einungis örfáum dögum eftir þingið kemur saman að nýju eftir sumarfrí. 28. ágúst 2019 09:40 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Hópur breskra þingmanna, þvert á flokka, býr sig nú undir það sem lýst er sem sögulegum átökum við forsætisráðherrann Boris Johnson eftir ákvörðun hans í dag um að fresta þingi í fimm vikur í aðdraganda útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í október. Bæði þingmenn Íhaldsflokksins sem og þingmenn úr stjórnarandstöðu ræddu sín á milli í kvöld hvernig koma má í veg fyrir að Bretar gangi úr ESB án samnings. Lítill tími er til stefnu í næstu viku til þess að koma lagasetningu þess í gegnum þingið vegna þingfrestunarinnar, en að því er fram kemur á vef Guardian hafa þingmennirnir hins vegar sammælst um að reyna að gera allt sem þeir geta til þess að flýta fyrir slíkri lagasetningu þegar þing kemur saman á ný í byrjun september og áður en því verður svo frestað rúmri viku síðar. Frumvarpið fæli það í sér að Bretland myndi ekki ganga úr ESB þann 31. október eins og nú er stefnt að ef ríkisstjórn Johnson nær ekki samningi við sambandið um útgönguna.Einræðistilburðir og árás á lýðræðið Ákvörðun Johnson um að fresta þingi hefur verið harðlega gagnrýnd í dag. Er talið að með þingfrestun sé forsætisráðherrann að reyna að koma í veg fyrir að neðri deild þingsins geti samþykkt lög sem ætlað væri að stöðva Brexit án samnings. Hefur Johnson verið sakaður um að einræðistilburði, ákvörðunin sögð árás á lýðræðið, svívirða við stjórnarskrána og líkt við valdarán. Hundruð komu saman í miðborg London til mótmæla í kvöld og þá hafa á nokkrum klukkutímum safnast yfir milljón undirskriftir á undirskriftalista þar sem þingfrestuninni er mótmælt. Johnson hefur neitað því að með frestun á þingstörfum sé hann að gera tilraun til þess að koma í veg fyrir lagasetningu sem myndi taka fyrir samningslaust Brexit. Vikurnar fimm muni nýtast ríkisstjórn hans til þess að undirbúa mikilvæg innanríkismál á borð við fjármögnun heilbrigðiskerfisins og hvernig berjast eigi gegn glæpum. Johnson hefur sagt að markmið hans í ríkisstjórn sé að Brexit verði að veruleika þann 31. október. Því markmiði ætli hann að ná ella deyja. Verði ekki búið að ná samningum við ESB um útgönguna er forsætisráðherrann tilbúinn til að þess að ganga úr sambandinu án samnings.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir „Algjör upplausn í breskum stjórnmálum“ Elísabet Englandsdrottning hefur fallist á beiðni Boris Johnson, forsætisráðherra, um frestun þingfunda. 28. ágúst 2019 21:30 Fer fram á að þingfundum verði frestað: „Svartur blettur í sögu bresks lýðræðis“ Nýskipuð ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands mun fara fram á að Elísabet II. Englandsdrottning fresti þingfundum einungis örfáum dögum eftir þingið kemur saman að nýju eftir sumarfrí. 28. ágúst 2019 09:40 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
„Algjör upplausn í breskum stjórnmálum“ Elísabet Englandsdrottning hefur fallist á beiðni Boris Johnson, forsætisráðherra, um frestun þingfunda. 28. ágúst 2019 21:30
Fer fram á að þingfundum verði frestað: „Svartur blettur í sögu bresks lýðræðis“ Nýskipuð ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands mun fara fram á að Elísabet II. Englandsdrottning fresti þingfundum einungis örfáum dögum eftir þingið kemur saman að nýju eftir sumarfrí. 28. ágúst 2019 09:40