Lágmarksstærð sveitarfélaga verði lögfest við þúsund íbúa Sveinn Arnarsson skrifar 10. ágúst 2019 07:30 Sandgerði og Garður sameinuðust í eitt sveitarfélag í fyrra í kjölfar íbúakosninga. fréttablaðið/stefán Stefnt er að því í drögum reglugerðar Sigurðar Inga Jóhannssonar, ráðherra sveitarstjórnarmála, að lögfest verði að lágmarksstærð sveitarfélaga verði þúsund íbúar. Um helmingur sveitarfélaga á Íslandi er með færri en eitt þúsund íbúa og því munu þessar breytingar hafa áhrif á stóran hluta sveitarfélaga hér á landi. 72 sveitarfélög eru nú á landinu og hefur fækkað hægt en örugglega síðustu áratugi en um miðja síðustu öld voru hér vel á annað hundrað sveitarfélaga. Sigurður Ingi hefur boðað breytingar í þá átt að gera sveitarfélögin öflugri og betur í stakk búin til að takast á við þau verkefni sem þeim eru falin í nútímaþjóðfélagi. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerðisbæ og formaður sambands sveitarfélaga, sat í nefnd á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem skilaði til ráðherra tillögum sínum sem kynntar voru á ríkisstjórnarfundi á fimmtudaginn. Hún segir einnig mikilvægt að sveitarfélögin geti sinnt þeim skyldum sem sveitarfélögunum ber. „Þessar tillögur verða kynntar í samráðsgátt stjórnvalda á næstu dögum. Í tillögunum er gert ráð fyrir að í þrepum verði settur lágmarksfjöldi íbúa í sveitarfélögum. Þannig er sveitarfélögum veitt ráðrúm til að kanna möguleika sína. Aðal atriðið er að sveitarfélög hér á landi verði öll sterk og gert kleift að sinna sínum verkefnum fyrir íbúa sína,“ segir Aldís. „Fjölmörg sveitarfélög eru fámenn og mikilvæg verkefni unnin með öðrum sveitarfélögum. Þegar svo er komið eru ákvarðanir kannski komnar nokkuð langt frá íbúum sveitarfélaganna.“ Mikil gerjun hefur átt sér stað á síðustu árum. Til að mynda kannaði Akureyrarkaupstaður möguleika annarra sveitarfélaga í Eyjafirði til sameiningar ekki alls fyrir löngu og bæði hafa orðið sameiningar á Reykjanesi og á Austurlandi. Einnig eru uppi hugmyndir um sameiningar í Þingeyjarsveit. Aldís bendir á að jöfnunarsjóður sveitarfélaga verði nýttur til góða fyrir þau sveitarfélög sem sameinast. „Í tillögunum er gert ráð fyrir veglegu framlagi úr ríkissjóði til þeirra sveitarfélaga sem sameinast. Það er mikilvægt að vel takist til í þetta skiptið og þessar tillögur miða að því að sveitarfélög og íbúar þeirra njóti góðs af mögulegum sameiningum.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var málinu frestað á fundi ríkisstjórnar síðastliðinn fimmtudag og ekki tekin ákvörðun um að birta þetta strax. Vildu menn setjast aðeins yfir málið og skoða það áður en það yrði birt almenningi. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sjá meira
Stefnt er að því í drögum reglugerðar Sigurðar Inga Jóhannssonar, ráðherra sveitarstjórnarmála, að lögfest verði að lágmarksstærð sveitarfélaga verði þúsund íbúar. Um helmingur sveitarfélaga á Íslandi er með færri en eitt þúsund íbúa og því munu þessar breytingar hafa áhrif á stóran hluta sveitarfélaga hér á landi. 72 sveitarfélög eru nú á landinu og hefur fækkað hægt en örugglega síðustu áratugi en um miðja síðustu öld voru hér vel á annað hundrað sveitarfélaga. Sigurður Ingi hefur boðað breytingar í þá átt að gera sveitarfélögin öflugri og betur í stakk búin til að takast á við þau verkefni sem þeim eru falin í nútímaþjóðfélagi. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerðisbæ og formaður sambands sveitarfélaga, sat í nefnd á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem skilaði til ráðherra tillögum sínum sem kynntar voru á ríkisstjórnarfundi á fimmtudaginn. Hún segir einnig mikilvægt að sveitarfélögin geti sinnt þeim skyldum sem sveitarfélögunum ber. „Þessar tillögur verða kynntar í samráðsgátt stjórnvalda á næstu dögum. Í tillögunum er gert ráð fyrir að í þrepum verði settur lágmarksfjöldi íbúa í sveitarfélögum. Þannig er sveitarfélögum veitt ráðrúm til að kanna möguleika sína. Aðal atriðið er að sveitarfélög hér á landi verði öll sterk og gert kleift að sinna sínum verkefnum fyrir íbúa sína,“ segir Aldís. „Fjölmörg sveitarfélög eru fámenn og mikilvæg verkefni unnin með öðrum sveitarfélögum. Þegar svo er komið eru ákvarðanir kannski komnar nokkuð langt frá íbúum sveitarfélaganna.“ Mikil gerjun hefur átt sér stað á síðustu árum. Til að mynda kannaði Akureyrarkaupstaður möguleika annarra sveitarfélaga í Eyjafirði til sameiningar ekki alls fyrir löngu og bæði hafa orðið sameiningar á Reykjanesi og á Austurlandi. Einnig eru uppi hugmyndir um sameiningar í Þingeyjarsveit. Aldís bendir á að jöfnunarsjóður sveitarfélaga verði nýttur til góða fyrir þau sveitarfélög sem sameinast. „Í tillögunum er gert ráð fyrir veglegu framlagi úr ríkissjóði til þeirra sveitarfélaga sem sameinast. Það er mikilvægt að vel takist til í þetta skiptið og þessar tillögur miða að því að sveitarfélög og íbúar þeirra njóti góðs af mögulegum sameiningum.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var málinu frestað á fundi ríkisstjórnar síðastliðinn fimmtudag og ekki tekin ákvörðun um að birta þetta strax. Vildu menn setjast aðeins yfir málið og skoða það áður en það yrði birt almenningi.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sjá meira