Stærsti fellibylur sem ríður yfir Kína í áraraðir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. ágúst 2019 10:33 Fellibylurinn Bolaven sem reið yfir Kína í fyrra. Myndin tengist fréttinni ekki beint. getty/VCG Átján eru látnir og meira en milljón hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín eftir að fellibylurinn Lekima náði til meginlands Kína. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Auk þess er sextán manns saknað eftir að aurskriða féll vegna stormsins, samkvæmt ríkisfréttamiðli Kína. Lekima náði landi snemma á laugardagsmorgun í Wenling, sem liggur á milli Taívan og Shanghai borgar. Stormurinn var til að byrja með skilgreindur sem ofur-fellibylur en varð kraftminni áður en hann náði landi en þá náðu vindarnir samt allt að 52 m/s. Aurskriðan féll þegar virkjun brotnaði í Wenzhou en stormurinn náði landi þar rétt hjá. Lekima færist hægt norður til Zhejiang héraðsins og er gert ráð fyrir að stormurinn nái til Shanghai, þar sem meira en 20 milljón manns búa. Viðbragðsaðilar hafa unnið hörðum höndum að því að bjarga strönduðum ökumönnum frá flóðunum en mikið er um að tré hafi fallið og rafmagnslínur hafi slitnað, sem gerir þeim erfitt fyrir. Yfirvöld hafa lagt niður meira en þúsund flugferðir og hafa lestarsamgöngur einnig verið lagðar niður í borginni, sem nú býr sig undir storminn. Búist er við því að dragi úr krafti stormsins enn frekar áður en hann nær til Shanghai, en enn er búist við að hann beri með sér mikil og hættuleg flóð. 250 þúsund manns hafa yfirgefið Shanghai borg og meira en 800 þúsund íbúar Zheijang héraðs hafa fært sig um set. Talið er að 2,7 milljón heimili á svæðinu séu rafmagnslaus vegna þess að rafmagnslínur hafa fallið vegna vindanna, segir kínverska ríkisútvarpið. Þetta er níundi fellibylurinn sem ríður yfir Kína á árinu en sá allra versti í áraraðir. Þegar fyrst var varað við þessum stormi var hann settur í hæsta viðvörunarstig en hefur síðan verið færður niður í „appelsínugula“ viðvörun. Kínverskir veðurfræðingar segja storminn færast um 15 km/klst. í norðurátt. Stormurinn reið yfir norðurhluta Taívan áður en hann náði til meginlands Kína, þar sem fjöldi fólks slasaðist og urðu einhverjar eignaskemmdir. Aðeins er sólarhringur síðan jarðskjálfti af stærð sex reið yfir svæðið og vara sérfræðingar við því að sambland jarðhræringa og mikilla rigninga auki líkurnar á aurskriðum. Lekima er einn tveggja fellibylja sem nú ríða yfir vesturhluta Kyrrahafsins. Fellibylurinn Krosa ríður nú yfir eyjurnar Guam og norðurhluta Mariana og fylgja honum miklar rigningar. Krosa er að færast í norðvestur og líkur eru á að hann nái til Japan í vikunni. Kína Taívan Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Sjá meira
Átján eru látnir og meira en milljón hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín eftir að fellibylurinn Lekima náði til meginlands Kína. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Auk þess er sextán manns saknað eftir að aurskriða féll vegna stormsins, samkvæmt ríkisfréttamiðli Kína. Lekima náði landi snemma á laugardagsmorgun í Wenling, sem liggur á milli Taívan og Shanghai borgar. Stormurinn var til að byrja með skilgreindur sem ofur-fellibylur en varð kraftminni áður en hann náði landi en þá náðu vindarnir samt allt að 52 m/s. Aurskriðan féll þegar virkjun brotnaði í Wenzhou en stormurinn náði landi þar rétt hjá. Lekima færist hægt norður til Zhejiang héraðsins og er gert ráð fyrir að stormurinn nái til Shanghai, þar sem meira en 20 milljón manns búa. Viðbragðsaðilar hafa unnið hörðum höndum að því að bjarga strönduðum ökumönnum frá flóðunum en mikið er um að tré hafi fallið og rafmagnslínur hafi slitnað, sem gerir þeim erfitt fyrir. Yfirvöld hafa lagt niður meira en þúsund flugferðir og hafa lestarsamgöngur einnig verið lagðar niður í borginni, sem nú býr sig undir storminn. Búist er við því að dragi úr krafti stormsins enn frekar áður en hann nær til Shanghai, en enn er búist við að hann beri með sér mikil og hættuleg flóð. 250 þúsund manns hafa yfirgefið Shanghai borg og meira en 800 þúsund íbúar Zheijang héraðs hafa fært sig um set. Talið er að 2,7 milljón heimili á svæðinu séu rafmagnslaus vegna þess að rafmagnslínur hafa fallið vegna vindanna, segir kínverska ríkisútvarpið. Þetta er níundi fellibylurinn sem ríður yfir Kína á árinu en sá allra versti í áraraðir. Þegar fyrst var varað við þessum stormi var hann settur í hæsta viðvörunarstig en hefur síðan verið færður niður í „appelsínugula“ viðvörun. Kínverskir veðurfræðingar segja storminn færast um 15 km/klst. í norðurátt. Stormurinn reið yfir norðurhluta Taívan áður en hann náði til meginlands Kína, þar sem fjöldi fólks slasaðist og urðu einhverjar eignaskemmdir. Aðeins er sólarhringur síðan jarðskjálfti af stærð sex reið yfir svæðið og vara sérfræðingar við því að sambland jarðhræringa og mikilla rigninga auki líkurnar á aurskriðum. Lekima er einn tveggja fellibylja sem nú ríða yfir vesturhluta Kyrrahafsins. Fellibylurinn Krosa ríður nú yfir eyjurnar Guam og norðurhluta Mariana og fylgja honum miklar rigningar. Krosa er að færast í norðvestur og líkur eru á að hann nái til Japan í vikunni.
Kína Taívan Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Sjá meira