Leit að belgíska ferðamanninum hafin á ný við Þingvallavatn Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. ágúst 2019 18:48 Frá leitinni við Þingvallavatn á laugardag. Mynd/Landsbjörg Leit að belgískum ferðamanni sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn hófst á ný um klukkan sex í dag eftir leitarhlé síðan á mánudag. Leit mun áfram beinast að sunnanverðu vatninu, að sögn lögreglu. Þá er bróðir mannsins kominn til landsins og fylgist með leitinni. Gengið er út frá því að hinn 41 árs Björn Debecker, tveggja barna faðir frá Leuven og menntaður verkfræðingur, hafi fallið útbyrðis þegar hann sigldi á kajak út á Þingvallavatn um helgina. Bátur og bakpoki í eigu Debeckers fundust í vatninu á laugardag. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir í samtali við Vísi að björgunarsveitarmenn úr Árnessýslu muni leita á bátum og ganga í fjörur í kvöld. Þá hafi björgunarsveitarmenn kafað í vatninu síðdegis en gert er ráð fyrir að sérsveitarmenn muni kafa á morgun, nálægt inntakinu á Steingrímsstöð. Greint var frá því í dag að slökkva þurfi á Steingrímsstöð til að kafararnir geti athafnað sig. Í stöðinni er virkjað fall Efra-Sogs úr Þingvallavatni í Úlfljótsvatn. Sveinn segir að leitin í kvöld muni áfram beinast að syðri hluta Þingvallavatns, nálægt Villingavatni. Veðurskilyrði hafa batnað töluvert á leitarsvæðinu síðan um helgina og munu leitarmenn því eiga auðveldara með að athafna sig. Gert er ráð fyrir að leitað verði fram á tíunda tímann í kvöld. Aðspurður segir Sveinn að engar nýjar vísbendingar í málinu hafi komið fram síðan leitað var síðast á mánudag. Lögregla hefur verið í sambandi við fjölskyldu Debeckers síðan um helgina en bróðir hans er nú kominn til landsins. Sveinn segir að lögregla sé í góðu sambandi við bróðurinn en að málið hvíli þungt á honum. Belgískir fjölmiðlar hafa lýst Debecker sem miklum heimshornaflakkara. Hann er sagður hafa komið víða við á ferðalögum sínum um heiminn og m.a. tjaldað við jökulrætur í Alaska, skíðað í Ölpunum og kafað í Víetnam. Þá hafi hann einnig verið búsettur í Noregi á tímabili. Þá er Debecker sagður hafa leitað upplýsinga hjá þjóðgarðsvörðum áður en hann týndist. Þá virðist sem hann hafi gist í tjaldi við norðanvert vatnið. Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Þingvellir Tengdar fréttir „Yfirgnæfandi líkur“ á að maðurinn hafi fallið í vatnið Leit lögreglunnar að erlendum ferðamanni í og við Þingvallavatn hefur enn engan árangur borið. 12. ágúst 2019 11:01 Slökkva þarf á Steingrímsstöð svo sérsveitarmenn geti athafnað sig við leit í Þingvallavatni Leit að belgískum ferðamanni verður haldið áfram í dag. 14. ágúst 2019 13:33 Belgíski ferðamaðurinn sagður mikill heimshornaflakkari Maðurinn sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn heitir Björn Debecker og er 41 árs. 13. ágúst 2019 11:15 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Leit að belgískum ferðamanni sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn hófst á ný um klukkan sex í dag eftir leitarhlé síðan á mánudag. Leit mun áfram beinast að sunnanverðu vatninu, að sögn lögreglu. Þá er bróðir mannsins kominn til landsins og fylgist með leitinni. Gengið er út frá því að hinn 41 árs Björn Debecker, tveggja barna faðir frá Leuven og menntaður verkfræðingur, hafi fallið útbyrðis þegar hann sigldi á kajak út á Þingvallavatn um helgina. Bátur og bakpoki í eigu Debeckers fundust í vatninu á laugardag. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir í samtali við Vísi að björgunarsveitarmenn úr Árnessýslu muni leita á bátum og ganga í fjörur í kvöld. Þá hafi björgunarsveitarmenn kafað í vatninu síðdegis en gert er ráð fyrir að sérsveitarmenn muni kafa á morgun, nálægt inntakinu á Steingrímsstöð. Greint var frá því í dag að slökkva þurfi á Steingrímsstöð til að kafararnir geti athafnað sig. Í stöðinni er virkjað fall Efra-Sogs úr Þingvallavatni í Úlfljótsvatn. Sveinn segir að leitin í kvöld muni áfram beinast að syðri hluta Þingvallavatns, nálægt Villingavatni. Veðurskilyrði hafa batnað töluvert á leitarsvæðinu síðan um helgina og munu leitarmenn því eiga auðveldara með að athafna sig. Gert er ráð fyrir að leitað verði fram á tíunda tímann í kvöld. Aðspurður segir Sveinn að engar nýjar vísbendingar í málinu hafi komið fram síðan leitað var síðast á mánudag. Lögregla hefur verið í sambandi við fjölskyldu Debeckers síðan um helgina en bróðir hans er nú kominn til landsins. Sveinn segir að lögregla sé í góðu sambandi við bróðurinn en að málið hvíli þungt á honum. Belgískir fjölmiðlar hafa lýst Debecker sem miklum heimshornaflakkara. Hann er sagður hafa komið víða við á ferðalögum sínum um heiminn og m.a. tjaldað við jökulrætur í Alaska, skíðað í Ölpunum og kafað í Víetnam. Þá hafi hann einnig verið búsettur í Noregi á tímabili. Þá er Debecker sagður hafa leitað upplýsinga hjá þjóðgarðsvörðum áður en hann týndist. Þá virðist sem hann hafi gist í tjaldi við norðanvert vatnið.
Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Þingvellir Tengdar fréttir „Yfirgnæfandi líkur“ á að maðurinn hafi fallið í vatnið Leit lögreglunnar að erlendum ferðamanni í og við Þingvallavatn hefur enn engan árangur borið. 12. ágúst 2019 11:01 Slökkva þarf á Steingrímsstöð svo sérsveitarmenn geti athafnað sig við leit í Þingvallavatni Leit að belgískum ferðamanni verður haldið áfram í dag. 14. ágúst 2019 13:33 Belgíski ferðamaðurinn sagður mikill heimshornaflakkari Maðurinn sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn heitir Björn Debecker og er 41 árs. 13. ágúst 2019 11:15 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
„Yfirgnæfandi líkur“ á að maðurinn hafi fallið í vatnið Leit lögreglunnar að erlendum ferðamanni í og við Þingvallavatn hefur enn engan árangur borið. 12. ágúst 2019 11:01
Slökkva þarf á Steingrímsstöð svo sérsveitarmenn geti athafnað sig við leit í Þingvallavatni Leit að belgískum ferðamanni verður haldið áfram í dag. 14. ágúst 2019 13:33
Belgíski ferðamaðurinn sagður mikill heimshornaflakkari Maðurinn sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn heitir Björn Debecker og er 41 árs. 13. ágúst 2019 11:15