Tíunda plata töffararokkaranna gefur hlustendum fingurinn Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 15. ágúst 2019 15:21 Singapore Sling með nýrri meðlimaskipan á Gauknum síðustu helgi. vísir/laufey soffía Í dag kom út tíunda plata íslensku töffararokksveitarinnar Singapore Sling, og ber hún titilinn Killer Classics. Samhliða henni kemur nýtt myndband úr smiðju Paulu Michelle Hamilton, höfuðpaurs tónlistarmiðilsins Levitation Magazine. Myndbandið fylgir laginu All The Way In og má sjá hér að neðan.Forsprakki sveitarinnar er Henrik Baldvin Björnsson, en á tónleikum sveitarinnar á Gauknum síðustu helgi vakti athygli að meðleikarar Henriks voru allir nýir af nálinni. Þar af voru fjórir meðlimir rokksveitarinnar Pink Street Boys, þeir Axel Björnsson, Jónbjörn Birgisson, Einar Björn Þórarinsson og Alfreð Óskarsson. Með þeim var Guðlaugur Halldór Einarsson, meðlimur Fufanu, russian.girls og Skratta.Boðskapur umslagsins kemst skýrt til skila.aldaÞað hafa verið töluverðar væringar á hljómsveitaskipan sveitarinnar frá upphafi, en svo mikil umskipti teljast þó til tíðinda. Eftir rúma viku kemur sveitin fram á hátíðinni Fuzz Club Eindhoven í samnefndri borg í Hollandi. Er hún haldin af plötufyrirtækinu Fuzz Club, sem hefur lengi gefið út tónlist Singapore Sling. Platan er komin á helstu streymisveitur en verður einnig fáanleg á vínyl hjá Öldu music. Plötunni má streyma í heild sinni hér að neðan. Tengdar fréttir Sjálfsvígssveifla með Singapore Sling Suicide Twist er fyrsta smáskífan af tíundu breiðskífu sveitarinnar, Killer Classics, sem kemur út 15. ágúst. 20. júní 2019 12:09 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Í dag kom út tíunda plata íslensku töffararokksveitarinnar Singapore Sling, og ber hún titilinn Killer Classics. Samhliða henni kemur nýtt myndband úr smiðju Paulu Michelle Hamilton, höfuðpaurs tónlistarmiðilsins Levitation Magazine. Myndbandið fylgir laginu All The Way In og má sjá hér að neðan.Forsprakki sveitarinnar er Henrik Baldvin Björnsson, en á tónleikum sveitarinnar á Gauknum síðustu helgi vakti athygli að meðleikarar Henriks voru allir nýir af nálinni. Þar af voru fjórir meðlimir rokksveitarinnar Pink Street Boys, þeir Axel Björnsson, Jónbjörn Birgisson, Einar Björn Þórarinsson og Alfreð Óskarsson. Með þeim var Guðlaugur Halldór Einarsson, meðlimur Fufanu, russian.girls og Skratta.Boðskapur umslagsins kemst skýrt til skila.aldaÞað hafa verið töluverðar væringar á hljómsveitaskipan sveitarinnar frá upphafi, en svo mikil umskipti teljast þó til tíðinda. Eftir rúma viku kemur sveitin fram á hátíðinni Fuzz Club Eindhoven í samnefndri borg í Hollandi. Er hún haldin af plötufyrirtækinu Fuzz Club, sem hefur lengi gefið út tónlist Singapore Sling. Platan er komin á helstu streymisveitur en verður einnig fáanleg á vínyl hjá Öldu music. Plötunni má streyma í heild sinni hér að neðan.
Tengdar fréttir Sjálfsvígssveifla með Singapore Sling Suicide Twist er fyrsta smáskífan af tíundu breiðskífu sveitarinnar, Killer Classics, sem kemur út 15. ágúst. 20. júní 2019 12:09 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Sjálfsvígssveifla með Singapore Sling Suicide Twist er fyrsta smáskífan af tíundu breiðskífu sveitarinnar, Killer Classics, sem kemur út 15. ágúst. 20. júní 2019 12:09