Ekki talið að eldurinn hafi komið upp með saknæmum hætti Jóhann K. Jóhannsson skrifar 1. ágúst 2019 10:34 Hér sést umfang tjónsins að Fornubúðum vel. Vísir/Frikki Rannsókn er hafin á því hvers vegna mikill eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði að Fórnubúðum í Hafnarfirði í gær. Altjón varð hjá tveimur fyrirtækjum í húsinu sem hleypur á hundruðum milljóna. Ekkert bendir til þess að eldurinn hafi komið upp með saknæmum hætti. Slökkvistarfi að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði lauk formlega um klukkan ellefu í gærkvöldi og afhenti Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins lögreglu vettvanginn í kjölfarið. Slökkvistarf tók um tuttugu klukkustundir og á sjötta tug slökkviliðsmanna tóku þátt. Tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu mun nú ráðast í vettvangsrannsókn. Mikið verk er fyrir höndum að ráða fram úr hvers vegna eldurinn kom upp en stórvirk vinnuvél var fengin til þess að rjúfa þak byggingarinnar til þess að auðvelda slökkvistarf.Slökkvistarf tók um tuttugu klukkustundir.Vísir/Jói K.Helgi Gunnarsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fer fyrir rannsókn málsins. Hann segir í samtali við fréttastofu að gagnaöflun sé í fullum gangi. Rætt verði við vitni auk þess að lögreglan á von á að fá afrit af upptökum úr öryggismyndavélum á svæðinu. Inntur eftir því grunur sé um að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað segir Helgi svo ekki vera. Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að slökkviliðsmenn hafi áttað sig á því strax í gær að brunahólfun hússins hafi verið ábótavant þar sem eldurnn hafði náð deifa úr sér á skömmum tíma. Tjónið í brunanum í gær er talið hlaupa á hundruðum milljóna hjá þremur fyrirtækjum sem voru með starfsemi í húsinu. Tjónið varð að öllum líkindum minnst hjá Fiskmarkaði Suðurlands, en slökkviliðsmenn náðu að forða því að eldurinn náði þangað. Tjónið þar er mest vegna hita, reyks og vatns. Hjá hinum fyrirtækjunum, IC Core og IP-dreifingu varð altjón. Fjórða fyrirtækið Járnaborg, áformaði að hefja starfsemi í húsinu í dag en ljóst er að ekkert verði af því. Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir „Það er allt farið“ Altjón varð í húsnæði útgerðarfyrirtækisins IP-útgerðar, sem var með starfsemi í þeim hluta hússins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði sem brann í nótt. 31. júlí 2019 11:06 Brunavarnir hússins í ólagi Tugir slökkviliðsmanna hafa unnið sleitulaust að því í meira en hálfan sólarhring að slökkva mikinn eld sem kom upp í iðnaðarhúsi í Hafnarfirði í nótt. Nokkrar klukkustundir tók að ná yfirhöndinni á eldinum en gott veður átti þátt í því að það tókst. 31. júlí 2019 20:00 Búið að afhenda lögreglu brunavettvang Formlegu slökkvistarfi lauk um ellefu leytið í kvöld. 31. júlí 2019 23:46 Mest lesið Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Innlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Innlent Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Innlent Mikil reiði á Þingeyri vegna flutnings fóðurstöðvar Arctic Fish Innlent Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Innlent Fleiri fréttir Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Mikil reiði á Þingeyri vegna flutnings fóðurstöðvar Arctic Fish Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Segir tölurnar sláandi og vill bregðast við „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál „Þurfum að huga að forvörnum“ Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Sjá meira
Rannsókn er hafin á því hvers vegna mikill eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði að Fórnubúðum í Hafnarfirði í gær. Altjón varð hjá tveimur fyrirtækjum í húsinu sem hleypur á hundruðum milljóna. Ekkert bendir til þess að eldurinn hafi komið upp með saknæmum hætti. Slökkvistarfi að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði lauk formlega um klukkan ellefu í gærkvöldi og afhenti Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins lögreglu vettvanginn í kjölfarið. Slökkvistarf tók um tuttugu klukkustundir og á sjötta tug slökkviliðsmanna tóku þátt. Tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu mun nú ráðast í vettvangsrannsókn. Mikið verk er fyrir höndum að ráða fram úr hvers vegna eldurinn kom upp en stórvirk vinnuvél var fengin til þess að rjúfa þak byggingarinnar til þess að auðvelda slökkvistarf.Slökkvistarf tók um tuttugu klukkustundir.Vísir/Jói K.Helgi Gunnarsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fer fyrir rannsókn málsins. Hann segir í samtali við fréttastofu að gagnaöflun sé í fullum gangi. Rætt verði við vitni auk þess að lögreglan á von á að fá afrit af upptökum úr öryggismyndavélum á svæðinu. Inntur eftir því grunur sé um að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað segir Helgi svo ekki vera. Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að slökkviliðsmenn hafi áttað sig á því strax í gær að brunahólfun hússins hafi verið ábótavant þar sem eldurnn hafði náð deifa úr sér á skömmum tíma. Tjónið í brunanum í gær er talið hlaupa á hundruðum milljóna hjá þremur fyrirtækjum sem voru með starfsemi í húsinu. Tjónið varð að öllum líkindum minnst hjá Fiskmarkaði Suðurlands, en slökkviliðsmenn náðu að forða því að eldurinn náði þangað. Tjónið þar er mest vegna hita, reyks og vatns. Hjá hinum fyrirtækjunum, IC Core og IP-dreifingu varð altjón. Fjórða fyrirtækið Járnaborg, áformaði að hefja starfsemi í húsinu í dag en ljóst er að ekkert verði af því.
Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir „Það er allt farið“ Altjón varð í húsnæði útgerðarfyrirtækisins IP-útgerðar, sem var með starfsemi í þeim hluta hússins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði sem brann í nótt. 31. júlí 2019 11:06 Brunavarnir hússins í ólagi Tugir slökkviliðsmanna hafa unnið sleitulaust að því í meira en hálfan sólarhring að slökkva mikinn eld sem kom upp í iðnaðarhúsi í Hafnarfirði í nótt. Nokkrar klukkustundir tók að ná yfirhöndinni á eldinum en gott veður átti þátt í því að það tókst. 31. júlí 2019 20:00 Búið að afhenda lögreglu brunavettvang Formlegu slökkvistarfi lauk um ellefu leytið í kvöld. 31. júlí 2019 23:46 Mest lesið Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Innlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Innlent Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Innlent Mikil reiði á Þingeyri vegna flutnings fóðurstöðvar Arctic Fish Innlent Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Innlent Fleiri fréttir Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Mikil reiði á Þingeyri vegna flutnings fóðurstöðvar Arctic Fish Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Segir tölurnar sláandi og vill bregðast við „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál „Þurfum að huga að forvörnum“ Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Sjá meira
„Það er allt farið“ Altjón varð í húsnæði útgerðarfyrirtækisins IP-útgerðar, sem var með starfsemi í þeim hluta hússins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði sem brann í nótt. 31. júlí 2019 11:06
Brunavarnir hússins í ólagi Tugir slökkviliðsmanna hafa unnið sleitulaust að því í meira en hálfan sólarhring að slökkva mikinn eld sem kom upp í iðnaðarhúsi í Hafnarfirði í nótt. Nokkrar klukkustundir tók að ná yfirhöndinni á eldinum en gott veður átti þátt í því að það tókst. 31. júlí 2019 20:00
Búið að afhenda lögreglu brunavettvang Formlegu slökkvistarfi lauk um ellefu leytið í kvöld. 31. júlí 2019 23:46