Um tuttugu hvalir dauðir í fjörunni Birgir Olgeirsson skrifar 3. ágúst 2019 10:29 Frá aðgerðum í gærkvöldi. Vísir/Sunna Um tuttugu hvalir eru dauðir í fjörunni við Útskálakirkju í Garði en björgunarsveitarmönnum tókst að bjarga um þrjátíu þeirra sem strönduðu þar í gærkvöldi. Sjávarlíffræðingur segir ekki eina haldbæra ástæðu fyrir því hvers vegna grindhvalirnir ákváðu að synda upp í fjöruna. Líklega hafi þeir verið í fæðuleit þegar stórstreymt var en svo fjarað hratt undan þeim. Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur segir mikið um grindhvali úti fyrir vestanvert landið sem hætti sér oft á tíðum ansi nálægt landi. Breytingin hafi orðið á útbreiðslu þeirra og þeir virðist vera að sækja í ný og varhugaverð fæðusvæði sem þeir þekkja ekki vel. Hún segir hvalina í mikilli lífshættu þegar þeir stranda. Dýrin eru um tonn að þyngd og ekki gerðir fyrir þurrt land. Líkami þeirra hafi aðlagast því að vera í sjó þar sem þeir eru léttari en þegar komið er á þurrt land eykst þyngd þeirra til muna og álagið á líffærin um leið. Það geti valdið því að þeir verða fyrir losti vegna álags og fara í hjartastopp. Þeir eiga einnig hættu á að ofþorna í þessum aðstæðum og geta þá ekki stýrt hitastigi líkamans eins vel og í sjónum. Sumir engjast mikið um fjörunni og valda sér miklum skaða þannig. Edda segir að svo virðist vera að kálfarnir þoli þetta álag ekki eins vel og fullorðnu dýrin, þrátt fyrir að vera léttari á sér. Hún segir björgunarsveitarmenn hafa unnið mikið og öflugt starf við að halda hvölunum á lífi í nótt og koma þeim á flot í morgun þegar flæddi að. Björgunarsveitir Dýr Suðurnesjabær Tengdar fréttir Tókst að bjarga um helmingi þeirra hvala sem hægt var að bjarga Staðan nokkuð endanleg fyrir þá sem eftir eru þegar fjarar aftur út í dag. 3. ágúst 2019 08:09 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Um tuttugu hvalir eru dauðir í fjörunni við Útskálakirkju í Garði en björgunarsveitarmönnum tókst að bjarga um þrjátíu þeirra sem strönduðu þar í gærkvöldi. Sjávarlíffræðingur segir ekki eina haldbæra ástæðu fyrir því hvers vegna grindhvalirnir ákváðu að synda upp í fjöruna. Líklega hafi þeir verið í fæðuleit þegar stórstreymt var en svo fjarað hratt undan þeim. Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur segir mikið um grindhvali úti fyrir vestanvert landið sem hætti sér oft á tíðum ansi nálægt landi. Breytingin hafi orðið á útbreiðslu þeirra og þeir virðist vera að sækja í ný og varhugaverð fæðusvæði sem þeir þekkja ekki vel. Hún segir hvalina í mikilli lífshættu þegar þeir stranda. Dýrin eru um tonn að þyngd og ekki gerðir fyrir þurrt land. Líkami þeirra hafi aðlagast því að vera í sjó þar sem þeir eru léttari en þegar komið er á þurrt land eykst þyngd þeirra til muna og álagið á líffærin um leið. Það geti valdið því að þeir verða fyrir losti vegna álags og fara í hjartastopp. Þeir eiga einnig hættu á að ofþorna í þessum aðstæðum og geta þá ekki stýrt hitastigi líkamans eins vel og í sjónum. Sumir engjast mikið um fjörunni og valda sér miklum skaða þannig. Edda segir að svo virðist vera að kálfarnir þoli þetta álag ekki eins vel og fullorðnu dýrin, þrátt fyrir að vera léttari á sér. Hún segir björgunarsveitarmenn hafa unnið mikið og öflugt starf við að halda hvölunum á lífi í nótt og koma þeim á flot í morgun þegar flæddi að.
Björgunarsveitir Dýr Suðurnesjabær Tengdar fréttir Tókst að bjarga um helmingi þeirra hvala sem hægt var að bjarga Staðan nokkuð endanleg fyrir þá sem eftir eru þegar fjarar aftur út í dag. 3. ágúst 2019 08:09 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Tókst að bjarga um helmingi þeirra hvala sem hægt var að bjarga Staðan nokkuð endanleg fyrir þá sem eftir eru þegar fjarar aftur út í dag. 3. ágúst 2019 08:09