Vetrarhlé og myndbandadómgæsla í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni í vetur Benedikt Bóas skrifar 9. ágúst 2019 13:30 Allir vellir úrvalsdeildarinnar nema Old Trafford og Anfield eru með skjái sem munu sýna áhorfendum hvað verið er að skoða. nordicphotos/Getty Enska úrvalsdeildin hefst í kvöld með leik Liverpool og Norwich en fyrsta umferðin klárast síðan um helgina. Þetta verður sögulegt tímabil og það eru allavega tvær ástæður fyrir því. Tvær stórar breytingar hafa verið gerðar í ensku úrvalsdeildinni fyrir tímabilið 2019-20. Nú er í fyrsta sinn vetrarhlé á deildinni og þá verður notast við myndbandsdómgæslu í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í vetur.Vetrarhlé í fyrsta sinn á Englandi Í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni er búið að ákveða að lið í deildinni fái tíu daga hvíld yfir vetrartímann til að takast á við leikjaálagið sem fylgir liðum í efstu deild. Kemur það niður á fimmtu umferð ensku bikarkeppninn Um árabil hafa erlendir knattspyrnustjórar kallað eftir því að deildarkeppnin taki upp vetrarfrí eins og þekkist í flestum stærstu deildum Evrópu. Þjálfarar enska landsliðsins hafa yfirleitt tekið í sama streng í von um að minnka hættuna á meiðslum en rík hefð fyrir knattspyrnu á Englandi yfir jólavertíðina hefur komið í veg fyrir það. Tíu leikja umferð í febrúar verður deilt á tvær helgar sem veitir öllum liðunum tíu daga frí í febrúar og er yfirmaður enska knattspyrnusambandsins, Martin Glenn, vongóður um að það hafi góð áhrif á enska landsliðið fyrir Evrópumótið næsta sumar. „Það hefur staðið til lengi að koma að vetrarhléi í úrvalsdeildinni og ég held að enska landsliðið og liðin sem keppa í Evrópukeppnunum í vor muni njóta góðs af þessu hléi.“Myndbandsdómgæsla notuð í vetur Í fyrsta sinn verður notast við myndbandsdómgæslu (e. video assistant referee) í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í vetur. Samþykkt var á fundi síðasta vetur að innleiða myndbands-dómgæslu frá og með þessu tíma-bili og verður Andre Marriner fyrsti myndbandsdómarinn í kvöld þegar hann verður Michael Oliver og dómarateyminu til aðstoðar á Anfield á meðan á leik Liverpool og Norwich stendur. Nítján mánuðir eru liðnir síðan myndbandsdómgæsla var í fyrsta sinn notuð á Englandi í bikarleik Brighton og Crystal Palace og velgengni þess leiddi til þess að myndbandsdómgæsla var notuð í flestum deildabikar- og bikarleikjum á Englandi á síðasta tímabili. Þá var tæknin notuð í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu í vor og er komin í gagnið í efstu deild Þýskalands, Ítalíu, Frakklands og á Spáni. Myndbandsdómgæsla reyndist skilja liðin Manchester City og Tottenham að í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. Þá virtist Raheem Sterling hafa tryggt Manchester City sigurinn í uppbótartíma en mark hans var flautað af vegna rangstöðu í aðdraganda marksins. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjá meira
Enska úrvalsdeildin hefst í kvöld með leik Liverpool og Norwich en fyrsta umferðin klárast síðan um helgina. Þetta verður sögulegt tímabil og það eru allavega tvær ástæður fyrir því. Tvær stórar breytingar hafa verið gerðar í ensku úrvalsdeildinni fyrir tímabilið 2019-20. Nú er í fyrsta sinn vetrarhlé á deildinni og þá verður notast við myndbandsdómgæslu í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í vetur.Vetrarhlé í fyrsta sinn á Englandi Í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni er búið að ákveða að lið í deildinni fái tíu daga hvíld yfir vetrartímann til að takast á við leikjaálagið sem fylgir liðum í efstu deild. Kemur það niður á fimmtu umferð ensku bikarkeppninn Um árabil hafa erlendir knattspyrnustjórar kallað eftir því að deildarkeppnin taki upp vetrarfrí eins og þekkist í flestum stærstu deildum Evrópu. Þjálfarar enska landsliðsins hafa yfirleitt tekið í sama streng í von um að minnka hættuna á meiðslum en rík hefð fyrir knattspyrnu á Englandi yfir jólavertíðina hefur komið í veg fyrir það. Tíu leikja umferð í febrúar verður deilt á tvær helgar sem veitir öllum liðunum tíu daga frí í febrúar og er yfirmaður enska knattspyrnusambandsins, Martin Glenn, vongóður um að það hafi góð áhrif á enska landsliðið fyrir Evrópumótið næsta sumar. „Það hefur staðið til lengi að koma að vetrarhléi í úrvalsdeildinni og ég held að enska landsliðið og liðin sem keppa í Evrópukeppnunum í vor muni njóta góðs af þessu hléi.“Myndbandsdómgæsla notuð í vetur Í fyrsta sinn verður notast við myndbandsdómgæslu (e. video assistant referee) í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í vetur. Samþykkt var á fundi síðasta vetur að innleiða myndbands-dómgæslu frá og með þessu tíma-bili og verður Andre Marriner fyrsti myndbandsdómarinn í kvöld þegar hann verður Michael Oliver og dómarateyminu til aðstoðar á Anfield á meðan á leik Liverpool og Norwich stendur. Nítján mánuðir eru liðnir síðan myndbandsdómgæsla var í fyrsta sinn notuð á Englandi í bikarleik Brighton og Crystal Palace og velgengni þess leiddi til þess að myndbandsdómgæsla var notuð í flestum deildabikar- og bikarleikjum á Englandi á síðasta tímabili. Þá var tæknin notuð í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu í vor og er komin í gagnið í efstu deild Þýskalands, Ítalíu, Frakklands og á Spáni. Myndbandsdómgæsla reyndist skilja liðin Manchester City og Tottenham að í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. Þá virtist Raheem Sterling hafa tryggt Manchester City sigurinn í uppbótartíma en mark hans var flautað af vegna rangstöðu í aðdraganda marksins.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjá meira