Vetrarhlé og myndbandadómgæsla í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni í vetur Benedikt Bóas skrifar 9. ágúst 2019 13:30 Allir vellir úrvalsdeildarinnar nema Old Trafford og Anfield eru með skjái sem munu sýna áhorfendum hvað verið er að skoða. nordicphotos/Getty Enska úrvalsdeildin hefst í kvöld með leik Liverpool og Norwich en fyrsta umferðin klárast síðan um helgina. Þetta verður sögulegt tímabil og það eru allavega tvær ástæður fyrir því. Tvær stórar breytingar hafa verið gerðar í ensku úrvalsdeildinni fyrir tímabilið 2019-20. Nú er í fyrsta sinn vetrarhlé á deildinni og þá verður notast við myndbandsdómgæslu í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í vetur.Vetrarhlé í fyrsta sinn á Englandi Í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni er búið að ákveða að lið í deildinni fái tíu daga hvíld yfir vetrartímann til að takast á við leikjaálagið sem fylgir liðum í efstu deild. Kemur það niður á fimmtu umferð ensku bikarkeppninn Um árabil hafa erlendir knattspyrnustjórar kallað eftir því að deildarkeppnin taki upp vetrarfrí eins og þekkist í flestum stærstu deildum Evrópu. Þjálfarar enska landsliðsins hafa yfirleitt tekið í sama streng í von um að minnka hættuna á meiðslum en rík hefð fyrir knattspyrnu á Englandi yfir jólavertíðina hefur komið í veg fyrir það. Tíu leikja umferð í febrúar verður deilt á tvær helgar sem veitir öllum liðunum tíu daga frí í febrúar og er yfirmaður enska knattspyrnusambandsins, Martin Glenn, vongóður um að það hafi góð áhrif á enska landsliðið fyrir Evrópumótið næsta sumar. „Það hefur staðið til lengi að koma að vetrarhléi í úrvalsdeildinni og ég held að enska landsliðið og liðin sem keppa í Evrópukeppnunum í vor muni njóta góðs af þessu hléi.“Myndbandsdómgæsla notuð í vetur Í fyrsta sinn verður notast við myndbandsdómgæslu (e. video assistant referee) í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í vetur. Samþykkt var á fundi síðasta vetur að innleiða myndbands-dómgæslu frá og með þessu tíma-bili og verður Andre Marriner fyrsti myndbandsdómarinn í kvöld þegar hann verður Michael Oliver og dómarateyminu til aðstoðar á Anfield á meðan á leik Liverpool og Norwich stendur. Nítján mánuðir eru liðnir síðan myndbandsdómgæsla var í fyrsta sinn notuð á Englandi í bikarleik Brighton og Crystal Palace og velgengni þess leiddi til þess að myndbandsdómgæsla var notuð í flestum deildabikar- og bikarleikjum á Englandi á síðasta tímabili. Þá var tæknin notuð í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu í vor og er komin í gagnið í efstu deild Þýskalands, Ítalíu, Frakklands og á Spáni. Myndbandsdómgæsla reyndist skilja liðin Manchester City og Tottenham að í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. Þá virtist Raheem Sterling hafa tryggt Manchester City sigurinn í uppbótartíma en mark hans var flautað af vegna rangstöðu í aðdraganda marksins. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Sjá meira
Enska úrvalsdeildin hefst í kvöld með leik Liverpool og Norwich en fyrsta umferðin klárast síðan um helgina. Þetta verður sögulegt tímabil og það eru allavega tvær ástæður fyrir því. Tvær stórar breytingar hafa verið gerðar í ensku úrvalsdeildinni fyrir tímabilið 2019-20. Nú er í fyrsta sinn vetrarhlé á deildinni og þá verður notast við myndbandsdómgæslu í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í vetur.Vetrarhlé í fyrsta sinn á Englandi Í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni er búið að ákveða að lið í deildinni fái tíu daga hvíld yfir vetrartímann til að takast á við leikjaálagið sem fylgir liðum í efstu deild. Kemur það niður á fimmtu umferð ensku bikarkeppninn Um árabil hafa erlendir knattspyrnustjórar kallað eftir því að deildarkeppnin taki upp vetrarfrí eins og þekkist í flestum stærstu deildum Evrópu. Þjálfarar enska landsliðsins hafa yfirleitt tekið í sama streng í von um að minnka hættuna á meiðslum en rík hefð fyrir knattspyrnu á Englandi yfir jólavertíðina hefur komið í veg fyrir það. Tíu leikja umferð í febrúar verður deilt á tvær helgar sem veitir öllum liðunum tíu daga frí í febrúar og er yfirmaður enska knattspyrnusambandsins, Martin Glenn, vongóður um að það hafi góð áhrif á enska landsliðið fyrir Evrópumótið næsta sumar. „Það hefur staðið til lengi að koma að vetrarhléi í úrvalsdeildinni og ég held að enska landsliðið og liðin sem keppa í Evrópukeppnunum í vor muni njóta góðs af þessu hléi.“Myndbandsdómgæsla notuð í vetur Í fyrsta sinn verður notast við myndbandsdómgæslu (e. video assistant referee) í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í vetur. Samþykkt var á fundi síðasta vetur að innleiða myndbands-dómgæslu frá og með þessu tíma-bili og verður Andre Marriner fyrsti myndbandsdómarinn í kvöld þegar hann verður Michael Oliver og dómarateyminu til aðstoðar á Anfield á meðan á leik Liverpool og Norwich stendur. Nítján mánuðir eru liðnir síðan myndbandsdómgæsla var í fyrsta sinn notuð á Englandi í bikarleik Brighton og Crystal Palace og velgengni þess leiddi til þess að myndbandsdómgæsla var notuð í flestum deildabikar- og bikarleikjum á Englandi á síðasta tímabili. Þá var tæknin notuð í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu í vor og er komin í gagnið í efstu deild Þýskalands, Ítalíu, Frakklands og á Spáni. Myndbandsdómgæsla reyndist skilja liðin Manchester City og Tottenham að í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. Þá virtist Raheem Sterling hafa tryggt Manchester City sigurinn í uppbótartíma en mark hans var flautað af vegna rangstöðu í aðdraganda marksins.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Sjá meira