Meðgöngueitrun minnkar lífslíkur kvenna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. ágúst 2019 18:30 Yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans segir ýmislegt benda til þess að konum sem greinast með meðgöngueitrun sé hættara við ótímabærum dauðdaga. Konum sem greinast með meðgöngueitrun er ekki fylgt eftir að lokinni fæðingu og því áríðandi að þær hugi að lífstílstengdum þáttum. Á bilinu tvö til fimm prósent þungaðra kvenna greinast með meðgöngueitrun á hverju ári en einkenni eru hár blóðþrýstingur, útskilnaður eggjahvítuefna í þvagi og bjúgur á höndum og fótum. Hulda Hjartardóttir yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans segir það vitað hvað sé að gerast sé meðgöngueitrun til staðar en að margt sé óljóst um það hvað valdi meðgöngueitrun í upphafi. „Það sem að virðist gerast er að mjög snemma í meðgöngunni, löngu áður en meðgöngueitrun gerir vart við sig með einkennum, að þá verður ekki eðlilegur þroski í æðakerfinu sem nærir fylgjuna,“ segir Hulda.Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans.Skjáskot/Stöð 2Gífurlegt álag er á líkama konu sem greinist með meðgöngueitrun og er hægt að mæla skemmdir sem geta orðið í æðakerfinu mörgum árum eftir greiningu. Hulda segir að rannsóknir séu í gangi, hér á landi um tilurð og eftir köst meðgöngueitrunar. Sveinbjörn Gizurarson, prófessor í lyfjafræði við Háskóla Íslands, sagði viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 í vikunni að konur sem greinist með meðgöngueitrun lifi allt að tíu árum skemur en aðrar konur. Undir þetta tekur Hulda. „Það er ýmislegt sem bendir til þess að konur sem fá meðgöngueitrun að þeim sé hættara við ótímabærum dauðdaga og þá oftast verið talið vera tengt hjarta og æðasjúkdómum,“ segir Hulda. Hulda segir menn ekki vera alveg sammála um hvernig fylgja eigi konum eftir sem hafa greinst og að engir verkferlar séu, til að styðjast við. Hún segir mikilvægt að fara yfir það með konum sem fá meðgöngueitrun að þær hugi að öðrum þáttum sem geta verið lífstílstengdir. Eins og að forðast að reykja, huga vel að mataræði. Ekki vera í ofþyngd, hreyfa sig vel og svo framvegis. „Við tökumst á við meðgöngueitrun alla daga hér. Þetta er einn af algengustu fylgikvillunum og einn af þeim alvarlegustu líka á köflum þó oftast sé hann frekur vægur sjúkdómur,“ segir Hulda.Er það merkilegt að árið 2019 að við séum ekki komin lengra í rannsóknum?„Já, það er merkilegt. Þetta er mjög sérstakur og óvenjulegur sjúkdómur. Hann er bara í mannfólki og ákveðnum tegundum af öpum en annars þekkist hann ekki í neinum dýrum, þannig að við getum ekki reitt okkur á einhverjar dýratilraunir nema að mjög litlu leiti til þess að finna orsakirnar,“ segir Hulda. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fleiri fréttir „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Sjá meira
Yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans segir ýmislegt benda til þess að konum sem greinast með meðgöngueitrun sé hættara við ótímabærum dauðdaga. Konum sem greinast með meðgöngueitrun er ekki fylgt eftir að lokinni fæðingu og því áríðandi að þær hugi að lífstílstengdum þáttum. Á bilinu tvö til fimm prósent þungaðra kvenna greinast með meðgöngueitrun á hverju ári en einkenni eru hár blóðþrýstingur, útskilnaður eggjahvítuefna í þvagi og bjúgur á höndum og fótum. Hulda Hjartardóttir yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans segir það vitað hvað sé að gerast sé meðgöngueitrun til staðar en að margt sé óljóst um það hvað valdi meðgöngueitrun í upphafi. „Það sem að virðist gerast er að mjög snemma í meðgöngunni, löngu áður en meðgöngueitrun gerir vart við sig með einkennum, að þá verður ekki eðlilegur þroski í æðakerfinu sem nærir fylgjuna,“ segir Hulda.Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans.Skjáskot/Stöð 2Gífurlegt álag er á líkama konu sem greinist með meðgöngueitrun og er hægt að mæla skemmdir sem geta orðið í æðakerfinu mörgum árum eftir greiningu. Hulda segir að rannsóknir séu í gangi, hér á landi um tilurð og eftir köst meðgöngueitrunar. Sveinbjörn Gizurarson, prófessor í lyfjafræði við Háskóla Íslands, sagði viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 í vikunni að konur sem greinist með meðgöngueitrun lifi allt að tíu árum skemur en aðrar konur. Undir þetta tekur Hulda. „Það er ýmislegt sem bendir til þess að konur sem fá meðgöngueitrun að þeim sé hættara við ótímabærum dauðdaga og þá oftast verið talið vera tengt hjarta og æðasjúkdómum,“ segir Hulda. Hulda segir menn ekki vera alveg sammála um hvernig fylgja eigi konum eftir sem hafa greinst og að engir verkferlar séu, til að styðjast við. Hún segir mikilvægt að fara yfir það með konum sem fá meðgöngueitrun að þær hugi að öðrum þáttum sem geta verið lífstílstengdir. Eins og að forðast að reykja, huga vel að mataræði. Ekki vera í ofþyngd, hreyfa sig vel og svo framvegis. „Við tökumst á við meðgöngueitrun alla daga hér. Þetta er einn af algengustu fylgikvillunum og einn af þeim alvarlegustu líka á köflum þó oftast sé hann frekur vægur sjúkdómur,“ segir Hulda.Er það merkilegt að árið 2019 að við séum ekki komin lengra í rannsóknum?„Já, það er merkilegt. Þetta er mjög sérstakur og óvenjulegur sjúkdómur. Hann er bara í mannfólki og ákveðnum tegundum af öpum en annars þekkist hann ekki í neinum dýrum, þannig að við getum ekki reitt okkur á einhverjar dýratilraunir nema að mjög litlu leiti til þess að finna orsakirnar,“ segir Hulda.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fleiri fréttir „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Sjá meira