A$AP Rocky neitar sök við réttarhöld í Stokkhólmi Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júlí 2019 10:16 A$AP Rocky, sem heitir réttu nafni Rakim Mayers, sést hér grænklæddur á skissu teiknara úr dómsal frá því í morgun. Vísir/AP Bandaríski rapparinn A$AP Rocky, sem ákærður er fyrir líkamsárás, neitaði sök við réttarhöld sem hófust í Stokkhólmi í morgun. Rapparinn, ásamt tveimur öðrum mönnum, er sakaður um að hafa ráðist á mann í borginni í lok júní.Sjá einnig: Handtóku aðdáanda A$AP Rocky í sænska sendiráðinu fyrir mótmæli, eignaspjöll og hótanir A$AP Rocky, sem heitir réttu nafni Rakim Mayers, hefur verið í haldi lögreglu í Svíþjóð vegna málsins síðan í byrjun júlí. Hin meinta árás náðist á myndband sem hlotið hefur töluverða dreifingu en saksóknarar segja Mayers og samverkamenn hans hafa ráðist „að yfirlögðu ráði“ á fórnarlambið, Mustafa Jafari. Hann fer fram á tæpar 140 þúsund sænskar krónur í skaðabætur, eða um 1,7 milljón íslenskra króna. Lögmaður Mayers sagði fyrir rétti í morgun að rapparinn viðurkenndi að hafa kastað Jafari í jörðina, stigið á handlegg hans og kýlt hann í öxlina. Það hefði hins vegar verið á grundvelli sjálfsvarnar.Renee Black, móðir rapparans, mætir hér hvít- og bleikklædd í dómsal í Stokkhólmi í morgun.Vísir/APMayers og móðir hans, Renee Black, voru bæði viðstödd réttarhöldin í Stokkhólmi í morgun. Málið hefur vakið mikla athygli, ekki síst fyrir aðkomu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að því en hann hefur ítrekað kallað eftir því að Mayers verði látinn laus úr haldi lögreglu í Svíþjóð og fái að fara heim til Bandaríkjanna. Trump hefur þannig reynt að fá Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar til að leysa rapparann úr haldi og sagðist persónulega geta ábyrgst hann. Löfven gerði í kjölfarið grein fyrir þrískiptingu ríkisvaldsins í Svíþjóð og algjöru sjálfstæði sænska réttarkerfinsins. Framkvæmdavaldið mætti ekki reyna að hafa áhrif á framvindu mála í réttarkerfinu. Hægt er að fylgjast með réttarhöldunum í beinni textalýsingu sænska ríkisútvarpsins hér. Bandaríkin Donald Trump Svíþjóð Tengdar fréttir Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. 19. júlí 2019 23:00 Fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar svarar Trump vegna A$AP Rocky Carl Bildt, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, ítrekaði sjálfstæði dómstóla Svíþjóðar í færslu á Twitter-síðu sinni í dag. 26. júlí 2019 19:18 Handtóku aðdáanda A$AP Rocky í sænska sendiráðinu fyrir mótmæli, eignaspjöll og hótanir Rebecca Kanter, sem var handtekin í sænska sendiráðinu, er alls ekki sú eina sem hefur mótmælt því sjálfur Bandaríkjaforseti hefur undanfarna daga reynt að fá A$AP Rocky lausan úr haldi. 26. júlí 2019 11:30 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Erlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Bandaríski rapparinn A$AP Rocky, sem ákærður er fyrir líkamsárás, neitaði sök við réttarhöld sem hófust í Stokkhólmi í morgun. Rapparinn, ásamt tveimur öðrum mönnum, er sakaður um að hafa ráðist á mann í borginni í lok júní.Sjá einnig: Handtóku aðdáanda A$AP Rocky í sænska sendiráðinu fyrir mótmæli, eignaspjöll og hótanir A$AP Rocky, sem heitir réttu nafni Rakim Mayers, hefur verið í haldi lögreglu í Svíþjóð vegna málsins síðan í byrjun júlí. Hin meinta árás náðist á myndband sem hlotið hefur töluverða dreifingu en saksóknarar segja Mayers og samverkamenn hans hafa ráðist „að yfirlögðu ráði“ á fórnarlambið, Mustafa Jafari. Hann fer fram á tæpar 140 þúsund sænskar krónur í skaðabætur, eða um 1,7 milljón íslenskra króna. Lögmaður Mayers sagði fyrir rétti í morgun að rapparinn viðurkenndi að hafa kastað Jafari í jörðina, stigið á handlegg hans og kýlt hann í öxlina. Það hefði hins vegar verið á grundvelli sjálfsvarnar.Renee Black, móðir rapparans, mætir hér hvít- og bleikklædd í dómsal í Stokkhólmi í morgun.Vísir/APMayers og móðir hans, Renee Black, voru bæði viðstödd réttarhöldin í Stokkhólmi í morgun. Málið hefur vakið mikla athygli, ekki síst fyrir aðkomu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að því en hann hefur ítrekað kallað eftir því að Mayers verði látinn laus úr haldi lögreglu í Svíþjóð og fái að fara heim til Bandaríkjanna. Trump hefur þannig reynt að fá Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar til að leysa rapparann úr haldi og sagðist persónulega geta ábyrgst hann. Löfven gerði í kjölfarið grein fyrir þrískiptingu ríkisvaldsins í Svíþjóð og algjöru sjálfstæði sænska réttarkerfinsins. Framkvæmdavaldið mætti ekki reyna að hafa áhrif á framvindu mála í réttarkerfinu. Hægt er að fylgjast með réttarhöldunum í beinni textalýsingu sænska ríkisútvarpsins hér.
Bandaríkin Donald Trump Svíþjóð Tengdar fréttir Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. 19. júlí 2019 23:00 Fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar svarar Trump vegna A$AP Rocky Carl Bildt, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, ítrekaði sjálfstæði dómstóla Svíþjóðar í færslu á Twitter-síðu sinni í dag. 26. júlí 2019 19:18 Handtóku aðdáanda A$AP Rocky í sænska sendiráðinu fyrir mótmæli, eignaspjöll og hótanir Rebecca Kanter, sem var handtekin í sænska sendiráðinu, er alls ekki sú eina sem hefur mótmælt því sjálfur Bandaríkjaforseti hefur undanfarna daga reynt að fá A$AP Rocky lausan úr haldi. 26. júlí 2019 11:30 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Erlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. 19. júlí 2019 23:00
Fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar svarar Trump vegna A$AP Rocky Carl Bildt, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, ítrekaði sjálfstæði dómstóla Svíþjóðar í færslu á Twitter-síðu sinni í dag. 26. júlí 2019 19:18
Handtóku aðdáanda A$AP Rocky í sænska sendiráðinu fyrir mótmæli, eignaspjöll og hótanir Rebecca Kanter, sem var handtekin í sænska sendiráðinu, er alls ekki sú eina sem hefur mótmælt því sjálfur Bandaríkjaforseti hefur undanfarna daga reynt að fá A$AP Rocky lausan úr haldi. 26. júlí 2019 11:30