Staðfesta annað tilfelli ebólu í milljónaborg í Austur-Kongó Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2019 23:29 Frá ebólumeðferðarstöð í Kongó. Vísir/Getty Yfirvöld í Kongó staðfestu í dag annað ebólutilfelli í borginni Goma í Austur-Kongó. Borgin er með yfir tvær milljónir íbúa. Fyrra tilfellið var staðfest fyrr í þessum mánuði. Ekki eru talin tengsl á milli fyrsta tilfellisins og þess sem nú hefur verið staðfest. Maðurinn sem um ræðir kom til borgarinnar þann 13. júlí síðastliðinn, frá námusvæði í norðausturhluta Austur-Kongó. Þann 22. júlí fór hann að sýna ebólueinkenni og er nú í sóttkví í sérstakri meðferðarstöð við sjúkdómnum. Almennt er talað um að einkenni sjúkdómsins geti komið fram frá tveimur og upp í 21 degi eftir að einstaklingur smitast. Borgin Goma er á landamærum Austur-Kongó og Rúanda, en mikill fjöldi fólks ferðast í gegn um borgina sökum þess að þar er alþjóðaflugvöllur. Yfirvöld í landinu hafa lengi óttast að upp kæmi ebólutilfelli í borginni og nokkrum dögum eftir að fyrsta tilfellið var staðfest lýsti Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna málsins. Ebólufaraldurinn sem nú geisar í Austur-Kongó og Úganda er sá næstmannskæðasti í sögunni. Rúmlega þrjú þúsund manns hafa greinst með sjúkdóminn og hátt í átján hundruð hafa látið lífið. Faraldurinn átti upptök sín í Austur-Kongó og hefur staðið yfir síðan í ágústmánuði síðasta árs. Austur-Kongó Ebóla Úganda Tengdar fréttir Neyðarástandi á heimsvísu lýst yfir vegna ebólu Ebólu faraldrinum, sem brotist hefur út í Austur-Kongó, var í dag lýst yfir sem neyðarástandi á heimsvísu af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eftir að vírusinn smitaðist til borgar þar sem tvær milljónir manna búa. 17. júlí 2019 20:05 Ebólusmit í fjölmennri landamæraborg Yfirvöld í Lýðveldinu Kongó hafa nú staðfest að ebólusmit hafi greinst í borginni Goma í austurhluta landsins í fyrsta sinn, en þar býr rúm ein milljón manna. 15. júlí 2019 07:45 Sóttvarnalæknir bregst við vegna ebólufaraldurs í Austur-Kongó Sóttvarnalæknir mun á næstu vikum ljúka við að endurskoða og uppfæra viðbragðsáætlanir og leiðbeiningar frá 2015 til viðbragðsaðila og almennings vegna ebólusjúkdómsins. 18. júlí 2019 14:15 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Sjá meira
Yfirvöld í Kongó staðfestu í dag annað ebólutilfelli í borginni Goma í Austur-Kongó. Borgin er með yfir tvær milljónir íbúa. Fyrra tilfellið var staðfest fyrr í þessum mánuði. Ekki eru talin tengsl á milli fyrsta tilfellisins og þess sem nú hefur verið staðfest. Maðurinn sem um ræðir kom til borgarinnar þann 13. júlí síðastliðinn, frá námusvæði í norðausturhluta Austur-Kongó. Þann 22. júlí fór hann að sýna ebólueinkenni og er nú í sóttkví í sérstakri meðferðarstöð við sjúkdómnum. Almennt er talað um að einkenni sjúkdómsins geti komið fram frá tveimur og upp í 21 degi eftir að einstaklingur smitast. Borgin Goma er á landamærum Austur-Kongó og Rúanda, en mikill fjöldi fólks ferðast í gegn um borgina sökum þess að þar er alþjóðaflugvöllur. Yfirvöld í landinu hafa lengi óttast að upp kæmi ebólutilfelli í borginni og nokkrum dögum eftir að fyrsta tilfellið var staðfest lýsti Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna málsins. Ebólufaraldurinn sem nú geisar í Austur-Kongó og Úganda er sá næstmannskæðasti í sögunni. Rúmlega þrjú þúsund manns hafa greinst með sjúkdóminn og hátt í átján hundruð hafa látið lífið. Faraldurinn átti upptök sín í Austur-Kongó og hefur staðið yfir síðan í ágústmánuði síðasta árs.
Austur-Kongó Ebóla Úganda Tengdar fréttir Neyðarástandi á heimsvísu lýst yfir vegna ebólu Ebólu faraldrinum, sem brotist hefur út í Austur-Kongó, var í dag lýst yfir sem neyðarástandi á heimsvísu af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eftir að vírusinn smitaðist til borgar þar sem tvær milljónir manna búa. 17. júlí 2019 20:05 Ebólusmit í fjölmennri landamæraborg Yfirvöld í Lýðveldinu Kongó hafa nú staðfest að ebólusmit hafi greinst í borginni Goma í austurhluta landsins í fyrsta sinn, en þar býr rúm ein milljón manna. 15. júlí 2019 07:45 Sóttvarnalæknir bregst við vegna ebólufaraldurs í Austur-Kongó Sóttvarnalæknir mun á næstu vikum ljúka við að endurskoða og uppfæra viðbragðsáætlanir og leiðbeiningar frá 2015 til viðbragðsaðila og almennings vegna ebólusjúkdómsins. 18. júlí 2019 14:15 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Sjá meira
Neyðarástandi á heimsvísu lýst yfir vegna ebólu Ebólu faraldrinum, sem brotist hefur út í Austur-Kongó, var í dag lýst yfir sem neyðarástandi á heimsvísu af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eftir að vírusinn smitaðist til borgar þar sem tvær milljónir manna búa. 17. júlí 2019 20:05
Ebólusmit í fjölmennri landamæraborg Yfirvöld í Lýðveldinu Kongó hafa nú staðfest að ebólusmit hafi greinst í borginni Goma í austurhluta landsins í fyrsta sinn, en þar býr rúm ein milljón manna. 15. júlí 2019 07:45
Sóttvarnalæknir bregst við vegna ebólufaraldurs í Austur-Kongó Sóttvarnalæknir mun á næstu vikum ljúka við að endurskoða og uppfæra viðbragðsáætlanir og leiðbeiningar frá 2015 til viðbragðsaðila og almennings vegna ebólusjúkdómsins. 18. júlí 2019 14:15