Mýtur um veitt og sleppt á laxi Karl Lúðvíksson skrifar 31. júlí 2019 10:00 Hafrannsóknarstofnun hefur gefið út tilmæli til veiðimanna með að sleppa öllum veiddum laxi í sumar þar sem göngur eru með allra minnsta móti. Veitt og sleppt hefur ekkert annað en jákvæð áhrif á vatnasvæðin en það eru margar mýtur í gangi um að sleppa laxi sem sumar eru svo miklar rangfærslur að þeim verður bara að svara. Vefmiðilinn BB.is setti inn þessa grein fyrir stuttu sem er svo full af rangfærslum að okkur rennur blóðið til skyldunnar til að svara þessu. 1. Veitt og sleppt drepur lax. Nei, það gerir það ekki. Ef svo væri væru veiðimenn og leiðsögumenn í laxveiðiánum varir við dauða fiska um alla á en svo er ekki. Undirritaður hefur verið við leiðsögn og staðarhald í Langá á Mýrum síðan 2015 og fundið tvo dauða laxa á þeim tíma. Það er allt og sumt. Ef þú heldur að við sjáum ekki dauða laxa í ánum eða heldur að þeir fljóti hratt til hafs er það rangt. Þeir sökkva og sjást mjög vel í hyljunum ef þetta gerist sbr. þessa tvo sem ég hef fundið. 2. Veitt og sleppt fer illa með laxinn og er ekki dæmi um velferð dýra. Sko, þetta er sport, laxinn tekur, það er tekist á við hann og honum er sleppt. Hann lifir af, hrygnir og heldur við stofninum í ánni. Ef greinarhöfundum er annt um velferð laxfiska má benda á meðferð eldislaxa sem eru aldir og slátrað, en hvernig það samræmist dýravelferð er mér ráðgáta. 3. Lax sem hefur verið veitt og sleppt verður tökufælinn. Dæmi eru um laxa sem hafa verið veiddir 3-4 sinnum yfir sumarið (já það er lítið mál að þekkja þá), svo þetta er ekki rétt fullyrðing. 4. Þessi setning úr ofannefndri grein: "Að þeirra sögn er þetta ekki góð ráðgjöf þar sem veiða og sleppa aðferðin hafi slæm áhrif á laxinn og samrýmist varla reglum um dýravelferð. Þá sýni rannsóknir að laxinn læri að forðast öngulinn og að sá lærdómur flytist yfir á aðra laxa." Í hvaða rannsóknir er verið að vísa og hvaða tilgangi þjónar svona fullyrðing? Hér hefði verið rétt að ræða við leiðsögumenn með áratuga reynslu sem geta hrakið þessa fullyrðingu með reynslu við árnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stangveiði Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Hafrannsóknarstofnun hefur gefið út tilmæli til veiðimanna með að sleppa öllum veiddum laxi í sumar þar sem göngur eru með allra minnsta móti. Veitt og sleppt hefur ekkert annað en jákvæð áhrif á vatnasvæðin en það eru margar mýtur í gangi um að sleppa laxi sem sumar eru svo miklar rangfærslur að þeim verður bara að svara. Vefmiðilinn BB.is setti inn þessa grein fyrir stuttu sem er svo full af rangfærslum að okkur rennur blóðið til skyldunnar til að svara þessu. 1. Veitt og sleppt drepur lax. Nei, það gerir það ekki. Ef svo væri væru veiðimenn og leiðsögumenn í laxveiðiánum varir við dauða fiska um alla á en svo er ekki. Undirritaður hefur verið við leiðsögn og staðarhald í Langá á Mýrum síðan 2015 og fundið tvo dauða laxa á þeim tíma. Það er allt og sumt. Ef þú heldur að við sjáum ekki dauða laxa í ánum eða heldur að þeir fljóti hratt til hafs er það rangt. Þeir sökkva og sjást mjög vel í hyljunum ef þetta gerist sbr. þessa tvo sem ég hef fundið. 2. Veitt og sleppt fer illa með laxinn og er ekki dæmi um velferð dýra. Sko, þetta er sport, laxinn tekur, það er tekist á við hann og honum er sleppt. Hann lifir af, hrygnir og heldur við stofninum í ánni. Ef greinarhöfundum er annt um velferð laxfiska má benda á meðferð eldislaxa sem eru aldir og slátrað, en hvernig það samræmist dýravelferð er mér ráðgáta. 3. Lax sem hefur verið veitt og sleppt verður tökufælinn. Dæmi eru um laxa sem hafa verið veiddir 3-4 sinnum yfir sumarið (já það er lítið mál að þekkja þá), svo þetta er ekki rétt fullyrðing. 4. Þessi setning úr ofannefndri grein: "Að þeirra sögn er þetta ekki góð ráðgjöf þar sem veiða og sleppa aðferðin hafi slæm áhrif á laxinn og samrýmist varla reglum um dýravelferð. Þá sýni rannsóknir að laxinn læri að forðast öngulinn og að sá lærdómur flytist yfir á aðra laxa." Í hvaða rannsóknir er verið að vísa og hvaða tilgangi þjónar svona fullyrðing? Hér hefði verið rétt að ræða við leiðsögumenn með áratuga reynslu sem geta hrakið þessa fullyrðingu með reynslu við árnar.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar