Ekkert eftir nema rjúkandi rústir Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. júlí 2019 12:58 Hér sést umfang tjónsins að Fornubúðum vel. Slökkviliðsmenn voru enn að störfum á vettvangi nú eftir hádegi. Vísir/Frikki Helmingur húsnæðisins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði brann til grunna í eldsvoðanum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er þar nær ekkert eftir nema rjúkandi rústir. Enn er unnið að því að slökkva í síðustu glæðunum.Sjá einnig: „Það er allt farið“ Um fimmtán slökkviliðsmenn voru enn að störfum á vettvangi brunans nú skömmu fyrir klukkan eitt. Þeir hafa síðustu klukkutímana farið í gegnum brakið og slökkt í glæðum og minniháttar eldum, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu. Ekki er búið að gefa það út að eldurinn hafi verið formlega slökktur en gert er ráð fyrir að slökkvistarf haldi áfram í nokkra klukkutíma í viðbót. Varðstjóri segir vindáttina nú að snúast og gæti reykur úr rústunum því borist yfir nærliggjandi fyrirtæki sem hingað til hafa sloppið við reykinn.Húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja í hinum enda hússins slapp tiltölulega vel úr eldsvoðanum. Enn þá á þó eftir að meta hversu mikið tjón hlaust þar af brunanum.Vísir/FrikkiSvæðinu við Fornubúðir og nærliggjandi götum var lokað þegar eldurinn kom upp. Lokunin er enn í gildi en ekki er ljóst hversu lengi hún mun standa yfir. Þá er ekkert enn útséð með eldsupptök en lögregla fær vettvanginn afhentan þegar slökkvistarfi lýkur. Komið hefur fram að starfsemi Fiskmarkaðs Suðurnesja er ekki í þeim hluta hússins sem varð eldi að bráð í nótt, þó að ljóst þyki að einhverjar reyk- og hitaskemmdir hafi orðið þar. Altjónið varð í hinum hluta hússins, þar sem fyrirtækin IP-útgerð og IC Core voru með starfsemi. Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri IP-útgerðar, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að ekkert væri eftir af starfseminni eftir eldsvoðann. Tjónið væri þannig gríðarlegt fyrir fyrirtækið.Í spilaranum hér að neðan má sjá myndir og myndbönd af framvindu brunans frá því eldsnemma í morgun. Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir Töldu í fyrstu að mögulega væri manneskja inni í húsinu Mikill eldsmatur er í húsnæðinu og þá hefur gengið ágætlega að bjarga hluta hússins í morgun. 31. júlí 2019 08:31 Fiskmarkaðurinn virðist hafa sloppið vel en altjón hjá hinum fyrirtækjunum Starfsemi Fiskmarkaðs Suðurnesja er ekki í þeim hluta hússins að Fornubúð 3 í Hafnarfirði sem varð eldi að bráð í nótt. 31. júlí 2019 10:10 „Það er allt farið“ Altjón varð í húsnæði útgerðarfyrirtækisins IP-útgerðar, sem var með starfsemi í þeim hluta hússins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði sem brann í nótt. 31. júlí 2019 11:06 „Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. 31. júlí 2019 07:20 Stórbruni í Hafnarfirði Allt tiltækt slökkvilið hefur verið sent á vettvang. 31. júlí 2019 04:09 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira
Helmingur húsnæðisins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði brann til grunna í eldsvoðanum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er þar nær ekkert eftir nema rjúkandi rústir. Enn er unnið að því að slökkva í síðustu glæðunum.Sjá einnig: „Það er allt farið“ Um fimmtán slökkviliðsmenn voru enn að störfum á vettvangi brunans nú skömmu fyrir klukkan eitt. Þeir hafa síðustu klukkutímana farið í gegnum brakið og slökkt í glæðum og minniháttar eldum, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu. Ekki er búið að gefa það út að eldurinn hafi verið formlega slökktur en gert er ráð fyrir að slökkvistarf haldi áfram í nokkra klukkutíma í viðbót. Varðstjóri segir vindáttina nú að snúast og gæti reykur úr rústunum því borist yfir nærliggjandi fyrirtæki sem hingað til hafa sloppið við reykinn.Húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja í hinum enda hússins slapp tiltölulega vel úr eldsvoðanum. Enn þá á þó eftir að meta hversu mikið tjón hlaust þar af brunanum.Vísir/FrikkiSvæðinu við Fornubúðir og nærliggjandi götum var lokað þegar eldurinn kom upp. Lokunin er enn í gildi en ekki er ljóst hversu lengi hún mun standa yfir. Þá er ekkert enn útséð með eldsupptök en lögregla fær vettvanginn afhentan þegar slökkvistarfi lýkur. Komið hefur fram að starfsemi Fiskmarkaðs Suðurnesja er ekki í þeim hluta hússins sem varð eldi að bráð í nótt, þó að ljóst þyki að einhverjar reyk- og hitaskemmdir hafi orðið þar. Altjónið varð í hinum hluta hússins, þar sem fyrirtækin IP-útgerð og IC Core voru með starfsemi. Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri IP-útgerðar, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að ekkert væri eftir af starfseminni eftir eldsvoðann. Tjónið væri þannig gríðarlegt fyrir fyrirtækið.Í spilaranum hér að neðan má sjá myndir og myndbönd af framvindu brunans frá því eldsnemma í morgun.
Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir Töldu í fyrstu að mögulega væri manneskja inni í húsinu Mikill eldsmatur er í húsnæðinu og þá hefur gengið ágætlega að bjarga hluta hússins í morgun. 31. júlí 2019 08:31 Fiskmarkaðurinn virðist hafa sloppið vel en altjón hjá hinum fyrirtækjunum Starfsemi Fiskmarkaðs Suðurnesja er ekki í þeim hluta hússins að Fornubúð 3 í Hafnarfirði sem varð eldi að bráð í nótt. 31. júlí 2019 10:10 „Það er allt farið“ Altjón varð í húsnæði útgerðarfyrirtækisins IP-útgerðar, sem var með starfsemi í þeim hluta hússins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði sem brann í nótt. 31. júlí 2019 11:06 „Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. 31. júlí 2019 07:20 Stórbruni í Hafnarfirði Allt tiltækt slökkvilið hefur verið sent á vettvang. 31. júlí 2019 04:09 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira
Töldu í fyrstu að mögulega væri manneskja inni í húsinu Mikill eldsmatur er í húsnæðinu og þá hefur gengið ágætlega að bjarga hluta hússins í morgun. 31. júlí 2019 08:31
Fiskmarkaðurinn virðist hafa sloppið vel en altjón hjá hinum fyrirtækjunum Starfsemi Fiskmarkaðs Suðurnesja er ekki í þeim hluta hússins að Fornubúð 3 í Hafnarfirði sem varð eldi að bráð í nótt. 31. júlí 2019 10:10
„Það er allt farið“ Altjón varð í húsnæði útgerðarfyrirtækisins IP-útgerðar, sem var með starfsemi í þeim hluta hússins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði sem brann í nótt. 31. júlí 2019 11:06
„Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. 31. júlí 2019 07:20