Ekkert eftir nema rjúkandi rústir Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. júlí 2019 12:58 Hér sést umfang tjónsins að Fornubúðum vel. Slökkviliðsmenn voru enn að störfum á vettvangi nú eftir hádegi. Vísir/Frikki Helmingur húsnæðisins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði brann til grunna í eldsvoðanum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er þar nær ekkert eftir nema rjúkandi rústir. Enn er unnið að því að slökkva í síðustu glæðunum.Sjá einnig: „Það er allt farið“ Um fimmtán slökkviliðsmenn voru enn að störfum á vettvangi brunans nú skömmu fyrir klukkan eitt. Þeir hafa síðustu klukkutímana farið í gegnum brakið og slökkt í glæðum og minniháttar eldum, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu. Ekki er búið að gefa það út að eldurinn hafi verið formlega slökktur en gert er ráð fyrir að slökkvistarf haldi áfram í nokkra klukkutíma í viðbót. Varðstjóri segir vindáttina nú að snúast og gæti reykur úr rústunum því borist yfir nærliggjandi fyrirtæki sem hingað til hafa sloppið við reykinn.Húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja í hinum enda hússins slapp tiltölulega vel úr eldsvoðanum. Enn þá á þó eftir að meta hversu mikið tjón hlaust þar af brunanum.Vísir/FrikkiSvæðinu við Fornubúðir og nærliggjandi götum var lokað þegar eldurinn kom upp. Lokunin er enn í gildi en ekki er ljóst hversu lengi hún mun standa yfir. Þá er ekkert enn útséð með eldsupptök en lögregla fær vettvanginn afhentan þegar slökkvistarfi lýkur. Komið hefur fram að starfsemi Fiskmarkaðs Suðurnesja er ekki í þeim hluta hússins sem varð eldi að bráð í nótt, þó að ljóst þyki að einhverjar reyk- og hitaskemmdir hafi orðið þar. Altjónið varð í hinum hluta hússins, þar sem fyrirtækin IP-útgerð og IC Core voru með starfsemi. Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri IP-útgerðar, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að ekkert væri eftir af starfseminni eftir eldsvoðann. Tjónið væri þannig gríðarlegt fyrir fyrirtækið.Í spilaranum hér að neðan má sjá myndir og myndbönd af framvindu brunans frá því eldsnemma í morgun. Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir Töldu í fyrstu að mögulega væri manneskja inni í húsinu Mikill eldsmatur er í húsnæðinu og þá hefur gengið ágætlega að bjarga hluta hússins í morgun. 31. júlí 2019 08:31 Fiskmarkaðurinn virðist hafa sloppið vel en altjón hjá hinum fyrirtækjunum Starfsemi Fiskmarkaðs Suðurnesja er ekki í þeim hluta hússins að Fornubúð 3 í Hafnarfirði sem varð eldi að bráð í nótt. 31. júlí 2019 10:10 „Það er allt farið“ Altjón varð í húsnæði útgerðarfyrirtækisins IP-útgerðar, sem var með starfsemi í þeim hluta hússins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði sem brann í nótt. 31. júlí 2019 11:06 „Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. 31. júlí 2019 07:20 Stórbruni í Hafnarfirði Allt tiltækt slökkvilið hefur verið sent á vettvang. 31. júlí 2019 04:09 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Helmingur húsnæðisins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði brann til grunna í eldsvoðanum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er þar nær ekkert eftir nema rjúkandi rústir. Enn er unnið að því að slökkva í síðustu glæðunum.Sjá einnig: „Það er allt farið“ Um fimmtán slökkviliðsmenn voru enn að störfum á vettvangi brunans nú skömmu fyrir klukkan eitt. Þeir hafa síðustu klukkutímana farið í gegnum brakið og slökkt í glæðum og minniháttar eldum, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu. Ekki er búið að gefa það út að eldurinn hafi verið formlega slökktur en gert er ráð fyrir að slökkvistarf haldi áfram í nokkra klukkutíma í viðbót. Varðstjóri segir vindáttina nú að snúast og gæti reykur úr rústunum því borist yfir nærliggjandi fyrirtæki sem hingað til hafa sloppið við reykinn.Húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja í hinum enda hússins slapp tiltölulega vel úr eldsvoðanum. Enn þá á þó eftir að meta hversu mikið tjón hlaust þar af brunanum.Vísir/FrikkiSvæðinu við Fornubúðir og nærliggjandi götum var lokað þegar eldurinn kom upp. Lokunin er enn í gildi en ekki er ljóst hversu lengi hún mun standa yfir. Þá er ekkert enn útséð með eldsupptök en lögregla fær vettvanginn afhentan þegar slökkvistarfi lýkur. Komið hefur fram að starfsemi Fiskmarkaðs Suðurnesja er ekki í þeim hluta hússins sem varð eldi að bráð í nótt, þó að ljóst þyki að einhverjar reyk- og hitaskemmdir hafi orðið þar. Altjónið varð í hinum hluta hússins, þar sem fyrirtækin IP-útgerð og IC Core voru með starfsemi. Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri IP-útgerðar, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að ekkert væri eftir af starfseminni eftir eldsvoðann. Tjónið væri þannig gríðarlegt fyrir fyrirtækið.Í spilaranum hér að neðan má sjá myndir og myndbönd af framvindu brunans frá því eldsnemma í morgun.
Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir Töldu í fyrstu að mögulega væri manneskja inni í húsinu Mikill eldsmatur er í húsnæðinu og þá hefur gengið ágætlega að bjarga hluta hússins í morgun. 31. júlí 2019 08:31 Fiskmarkaðurinn virðist hafa sloppið vel en altjón hjá hinum fyrirtækjunum Starfsemi Fiskmarkaðs Suðurnesja er ekki í þeim hluta hússins að Fornubúð 3 í Hafnarfirði sem varð eldi að bráð í nótt. 31. júlí 2019 10:10 „Það er allt farið“ Altjón varð í húsnæði útgerðarfyrirtækisins IP-útgerðar, sem var með starfsemi í þeim hluta hússins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði sem brann í nótt. 31. júlí 2019 11:06 „Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. 31. júlí 2019 07:20 Stórbruni í Hafnarfirði Allt tiltækt slökkvilið hefur verið sent á vettvang. 31. júlí 2019 04:09 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Töldu í fyrstu að mögulega væri manneskja inni í húsinu Mikill eldsmatur er í húsnæðinu og þá hefur gengið ágætlega að bjarga hluta hússins í morgun. 31. júlí 2019 08:31
Fiskmarkaðurinn virðist hafa sloppið vel en altjón hjá hinum fyrirtækjunum Starfsemi Fiskmarkaðs Suðurnesja er ekki í þeim hluta hússins að Fornubúð 3 í Hafnarfirði sem varð eldi að bráð í nótt. 31. júlí 2019 10:10
„Það er allt farið“ Altjón varð í húsnæði útgerðarfyrirtækisins IP-útgerðar, sem var með starfsemi í þeim hluta hússins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði sem brann í nótt. 31. júlí 2019 11:06
„Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. 31. júlí 2019 07:20