Afar sjaldgæfur gestur á Vatnsnesi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. júlí 2019 15:30 Þessi fugl var hinn rólegasti að narta í fræ og biðukollur við Ásbjarnastaði í vikunni. Mynd/Einar Ó. Þorsteinsson. Hinn sjaldgæfi erlendi gestur Víxlnefur sást í grennd við Ásbjarnastaði á Vatnsnesi í Húnaþingi vestra í byrjun vikunnar. Þetta er í fjórða sinn sem fuglategundin sést á Íslandi en fyrir skömmu sáust nokkrir fuglar af þessari tegund við Höfn og í Skaftártungum. Náttúrufræðingurinn Einar Ó. Þorleifsson hjá Náttúrustofu Norðurlands vestra var kallaður til að greina fuglinn. Í samtali við Vísi segir hann að um karlfugl hafi verið að ræða en þeir eru fagurrauðir með hvítar rákir á dökum væng og minna að sögn Einars dálítið á lítinn páfafauk, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum sem Einar náði af fuglinum.Víxlnefur er spörfugl af finkuætt og heldur sig helst til í barrskógum í Síberíu og norðurhluta-Ameríku en eiga það til að fara á flakk. Víxlnefur sást fyrst hér á landi í Stöðvarfirði árið 2009 ogsvo aftur á Suðurnesjum árið 2017.Að sögn Einars komu nokkrir fuglar af tegundinni við á Höfn og í Skaftártungu fyrr í sumar og svo þessi sem lét sjá sig á Vatnsnesi.„Þetta er auðgreindur fugl og þar var hann bara að bjarga sér á fræjum og biðukollum en þeir geta nú gripið í ýmislegt annað ef þeir komast ekki í köngla, annars lifa þeir á fræjum af greni, lerki og furu og svoleiðis,“ segir Einar sem segir fuglaáhugamenn vera spennta þegar fuglar sem ekki venja komu sína hingað til lands sækja landið heim. Væntanlega hingað kominn í leit að fæðu „Það er mjög spennandi og margir áhugamenn um fugla sem vilja sjá þessa sem að koma og svona. Menn lesa ýmislegt út úr þessu hvort það séu einhverjar breytingar á náttúrunni og lífríkinu en þetta tengist sumpart því sem er að gerast hér,“ segir Einar og vísar þar í aukna ræktun á barrskógum hér á landi.Fuglinn er litskrúðugur og minnir á páfagauk.Mynd/Einar Ó. Þorleifsson.Telur hann líklegt að rekja megi komu fuglanna hingað til lands til fæðuskorts í heimkynnum þeirra.„Ef að það er fæðuskortur fara þeir að leita fyrir sér annars staðar og þá geta þeir jafn vel numið ný lönd,“ segir Einar.„Maður getur aldrei útilokað að svona fuglar setjist að ef þeir finna réttu skilyrðin, menn eru farnir að rækta svo mikið af barrskógum hér á Íslandi að svona barrskógafuglar geta farið að setjast hérna að,“ segir Einar og bendir á að fugl af svipaðri tegund og Víxlnefur hafi sest hér að.„Við höfum séð að það hefur sest að hérna annar fugl sem er skildur þessum sem heitir Krossnefur og hann lifir líka á könglum af barrtrjám. Þannig að það er spurning hvað þessi gerir ef þeir eru nógu margir.“Að sögn Einars er þó miðað við að fuglategund hafi orpið hér á landi í tíu ár í röð til þess að hún geti talist hafa sest hér að, og því væntanlega langt í land að Víxlnefur öðlist þann sess. Dýr Húnaþing vestra Tengdar fréttir Krossnefur virðist kominn til að vera Krossnefur, sem er spörfugl, virðist ætla að nema land hér til frambúðar, en áður voru þessir fuglar aðeins flækingar. 30. júlí 2009 07:13 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Hinn sjaldgæfi erlendi gestur Víxlnefur sást í grennd við Ásbjarnastaði á Vatnsnesi í Húnaþingi vestra í byrjun vikunnar. Þetta er í fjórða sinn sem fuglategundin sést á Íslandi en fyrir skömmu sáust nokkrir fuglar af þessari tegund við Höfn og í Skaftártungum. Náttúrufræðingurinn Einar Ó. Þorleifsson hjá Náttúrustofu Norðurlands vestra var kallaður til að greina fuglinn. Í samtali við Vísi segir hann að um karlfugl hafi verið að ræða en þeir eru fagurrauðir með hvítar rákir á dökum væng og minna að sögn Einars dálítið á lítinn páfafauk, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum sem Einar náði af fuglinum.Víxlnefur er spörfugl af finkuætt og heldur sig helst til í barrskógum í Síberíu og norðurhluta-Ameríku en eiga það til að fara á flakk. Víxlnefur sást fyrst hér á landi í Stöðvarfirði árið 2009 ogsvo aftur á Suðurnesjum árið 2017.Að sögn Einars komu nokkrir fuglar af tegundinni við á Höfn og í Skaftártungu fyrr í sumar og svo þessi sem lét sjá sig á Vatnsnesi.„Þetta er auðgreindur fugl og þar var hann bara að bjarga sér á fræjum og biðukollum en þeir geta nú gripið í ýmislegt annað ef þeir komast ekki í köngla, annars lifa þeir á fræjum af greni, lerki og furu og svoleiðis,“ segir Einar sem segir fuglaáhugamenn vera spennta þegar fuglar sem ekki venja komu sína hingað til lands sækja landið heim. Væntanlega hingað kominn í leit að fæðu „Það er mjög spennandi og margir áhugamenn um fugla sem vilja sjá þessa sem að koma og svona. Menn lesa ýmislegt út úr þessu hvort það séu einhverjar breytingar á náttúrunni og lífríkinu en þetta tengist sumpart því sem er að gerast hér,“ segir Einar og vísar þar í aukna ræktun á barrskógum hér á landi.Fuglinn er litskrúðugur og minnir á páfagauk.Mynd/Einar Ó. Þorleifsson.Telur hann líklegt að rekja megi komu fuglanna hingað til lands til fæðuskorts í heimkynnum þeirra.„Ef að það er fæðuskortur fara þeir að leita fyrir sér annars staðar og þá geta þeir jafn vel numið ný lönd,“ segir Einar.„Maður getur aldrei útilokað að svona fuglar setjist að ef þeir finna réttu skilyrðin, menn eru farnir að rækta svo mikið af barrskógum hér á Íslandi að svona barrskógafuglar geta farið að setjast hérna að,“ segir Einar og bendir á að fugl af svipaðri tegund og Víxlnefur hafi sest hér að.„Við höfum séð að það hefur sest að hérna annar fugl sem er skildur þessum sem heitir Krossnefur og hann lifir líka á könglum af barrtrjám. Þannig að það er spurning hvað þessi gerir ef þeir eru nógu margir.“Að sögn Einars er þó miðað við að fuglategund hafi orpið hér á landi í tíu ár í röð til þess að hún geti talist hafa sest hér að, og því væntanlega langt í land að Víxlnefur öðlist þann sess.
Dýr Húnaþing vestra Tengdar fréttir Krossnefur virðist kominn til að vera Krossnefur, sem er spörfugl, virðist ætla að nema land hér til frambúðar, en áður voru þessir fuglar aðeins flækingar. 30. júlí 2009 07:13 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Krossnefur virðist kominn til að vera Krossnefur, sem er spörfugl, virðist ætla að nema land hér til frambúðar, en áður voru þessir fuglar aðeins flækingar. 30. júlí 2009 07:13