Trump bauðst til að ábyrgjast A$AP Rocky persónulega Eiður Þór Árnason skrifar 20. júlí 2019 19:13 Trump á fundi með Kanye West í Hvíta húsinu í fyrra. Hingað til hefur farið vel á með þeim kumpánum, og virðist West ætla að nýta sér velvild forsetans til að fá vin sinn lausan úr fangelsi. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist í dag hafa rætt við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, um gæsluvarðald bandaríska rapparans A$AP Rocky. Í tísti forsetans kom fram að hann hafi átt mjög gott samtal við forsætisráðherrann og að Trump hafi fullvissað Löfven um að rapparinn myndi ekki gera tilraun til að yfirgefa Svíþjóð áður en réttarhöld yfir honum færu fram. Fréttastofa AP greinir frá þessu. Trump sagðist í gær ætla að beita sér fyrir því að A$AP Rocky yrði leystur úr haldi í Svíþjóð, þar sem hann er sakaður um að hafa ráðist á mann. Fjölmiðlafulltrúi sænska forsætisráðherrans hefur staðfest að Trump og Löfven hafi átt saman „vinalegt og virðingarfullt“ samtal. Greindi hann sömuleiðis frá því að Löfven hafi í samtali sínu lagt áherslu á sjálfstæði sænska dómskerfisins og að stjórnvöld geti ekki reynt að hafa áhrif á framgöngu málsins. A$AP Rocky er sakaður um að hafa ráðist á mann í Stokkhólmi þann 30. júní síðastliðinn ásamt tveimur öðrum mönnum. Hann, ásamt mönnunum tveimur, hefur verið í haldi lögreglu í Svíþjóð síðan í byrjun júlí vegna gruns um líkamsárás. Í gær var greint frá því að dómari hefði fallist á beiðni saksóknara um að gæsluvarðhald yfir rapparanum og meintum samverkamönnum hans yrði framlengt um eina viku. Var krafan byggð á því að rapparinn myndi yfirgefa Svíþjóð áður en hægt yrði að rannsaka málið betur. Forsetinn hafði áður rætt um málið við Kanye West, annan bandarískan rappara, en þeim West og A$AP Rocky er vel til vina. Það virðist því einkum að tilstuðlan West sem Trump hafi ákveðið að beita sér í málinu. Bandaríkin Donald Trump Svíþjóð Tengdar fréttir Krefjast þess að fá að halda A$AP Rocky lengur í gæsluvarðhaldi Saksóknarar í Svíþjóð munu að öllum líkindum leggja fram ákæru á hendur rapparanum næsta fimmtudag. 19. júlí 2019 10:45 Gæsluvarðhald yfir A$AP Rocky framlengt A$AP Rocky er grunaður um líkamsárás í Stokkhólmi í lok júní. 19. júlí 2019 14:27 Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. 19. júlí 2019 23:00 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist í dag hafa rætt við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, um gæsluvarðald bandaríska rapparans A$AP Rocky. Í tísti forsetans kom fram að hann hafi átt mjög gott samtal við forsætisráðherrann og að Trump hafi fullvissað Löfven um að rapparinn myndi ekki gera tilraun til að yfirgefa Svíþjóð áður en réttarhöld yfir honum færu fram. Fréttastofa AP greinir frá þessu. Trump sagðist í gær ætla að beita sér fyrir því að A$AP Rocky yrði leystur úr haldi í Svíþjóð, þar sem hann er sakaður um að hafa ráðist á mann. Fjölmiðlafulltrúi sænska forsætisráðherrans hefur staðfest að Trump og Löfven hafi átt saman „vinalegt og virðingarfullt“ samtal. Greindi hann sömuleiðis frá því að Löfven hafi í samtali sínu lagt áherslu á sjálfstæði sænska dómskerfisins og að stjórnvöld geti ekki reynt að hafa áhrif á framgöngu málsins. A$AP Rocky er sakaður um að hafa ráðist á mann í Stokkhólmi þann 30. júní síðastliðinn ásamt tveimur öðrum mönnum. Hann, ásamt mönnunum tveimur, hefur verið í haldi lögreglu í Svíþjóð síðan í byrjun júlí vegna gruns um líkamsárás. Í gær var greint frá því að dómari hefði fallist á beiðni saksóknara um að gæsluvarðhald yfir rapparanum og meintum samverkamönnum hans yrði framlengt um eina viku. Var krafan byggð á því að rapparinn myndi yfirgefa Svíþjóð áður en hægt yrði að rannsaka málið betur. Forsetinn hafði áður rætt um málið við Kanye West, annan bandarískan rappara, en þeim West og A$AP Rocky er vel til vina. Það virðist því einkum að tilstuðlan West sem Trump hafi ákveðið að beita sér í málinu.
Bandaríkin Donald Trump Svíþjóð Tengdar fréttir Krefjast þess að fá að halda A$AP Rocky lengur í gæsluvarðhaldi Saksóknarar í Svíþjóð munu að öllum líkindum leggja fram ákæru á hendur rapparanum næsta fimmtudag. 19. júlí 2019 10:45 Gæsluvarðhald yfir A$AP Rocky framlengt A$AP Rocky er grunaður um líkamsárás í Stokkhólmi í lok júní. 19. júlí 2019 14:27 Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. 19. júlí 2019 23:00 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Sjá meira
Krefjast þess að fá að halda A$AP Rocky lengur í gæsluvarðhaldi Saksóknarar í Svíþjóð munu að öllum líkindum leggja fram ákæru á hendur rapparanum næsta fimmtudag. 19. júlí 2019 10:45
Gæsluvarðhald yfir A$AP Rocky framlengt A$AP Rocky er grunaður um líkamsárás í Stokkhólmi í lok júní. 19. júlí 2019 14:27
Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. 19. júlí 2019 23:00