Slökkt á kerskála í Straumsvík vegna óróleika Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júlí 2019 10:08 Frá álverinu í Straumsvík. fréttablaðið/ernir Slökkt hefur verið á einum af þremur kerskálum álversins í Straumsvík vegna óróleika í rekstri skálans sem rakinn er til súráls. Ákveðið var að slökkva á kerskálanum til að tryggja öryggi starfsfólks. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var starfsmönnum ISAL í dag. Upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi segir að aldrei hafi verið hætta á ferðum. Í tilkynningu segir að fyrst hafi verið slökkt á hálfum kerskála 3 og síðar ákveðið að slökkva einnig á hinum helmingnum. Vonir höfðu staðið til þess á föstudag að ástandið færi að batna í skálanum en svo fór ekki. Rannveig Rist forstjóri ISAL færir starfsfólki þakkir fyrir að bregðast hratt og vel við í þeim aðstæðum sem upp komu nú um helgina. Enn sé jafnframt slökkt á sextán kerjum í kerskálum 1 og 2 en lögð verði áhersla á að koma þeim á „beinu brautina“, líkt og segir í tilkynningunni. 160 ker eru í hverjum kerskála í álverinu.Enginn verði sendur heim Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi segir í samtali við fréttastofu að ákvörðunin hafi verið tekin til að bregðast við óstöðugleika í rekstri skálans.Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi.„Þessi óstöðugleiki er fyrst og fremst rakinn til þess að við höfum verið að fá súrál það sem af er þessu ári sem er aðeins öðruvísi en það sem við eigum að venjast. Þessi ákvörðun er tekin til að bregðast við þessum óróa og fyrst og fremst til að tryggja aðstæður og öryggi starfsfólks.“ Það séu aðallega sviptingar á mörkuðum sem valdi þessum hráefnisbreytingum. „Það hafa verið mjög óvenjulegar aðstæður á súrálsmörkuðum í heiminum undanfarið ár. Það geisar ákveðið viðskiptastríð á stóra sviðinu. Svo var mjög stór súrálsverksmiðja í Brasilíu sem lokaði í fyrra þannig að það var skortur á súráli. Menn hafa þurft að bregðast við með öðrum hætti en verið hefur og við erum að finna að einhverju leyti fyrir því.“ Bjarni segir ekki hægt að segja til um það á þessari stundu hversu lengi kerskálinn verði lokaður. Skálinn stendur undir um þriðjungi af framleiðslu álversins en Bjarni segir þó að stöðvunin muni ekki hafa áhrif á starfsfólk, enn sé unnið á svæðinu og ekki þurfi að grípa til þess að senda fólk heim. Var einhvern tímann hætta á ferðum?„Nei. Þetta er ákvörðun sem er tekin til að bregðast við og í raun og veru koma í veg fyrir að slíkar aðstæður skapist.“Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá upplýsingafulltrúa Rio Tinto á Íslandi. Hafnarfjörður Stóriðja Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Slökkt hefur verið á einum af þremur kerskálum álversins í Straumsvík vegna óróleika í rekstri skálans sem rakinn er til súráls. Ákveðið var að slökkva á kerskálanum til að tryggja öryggi starfsfólks. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var starfsmönnum ISAL í dag. Upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi segir að aldrei hafi verið hætta á ferðum. Í tilkynningu segir að fyrst hafi verið slökkt á hálfum kerskála 3 og síðar ákveðið að slökkva einnig á hinum helmingnum. Vonir höfðu staðið til þess á föstudag að ástandið færi að batna í skálanum en svo fór ekki. Rannveig Rist forstjóri ISAL færir starfsfólki þakkir fyrir að bregðast hratt og vel við í þeim aðstæðum sem upp komu nú um helgina. Enn sé jafnframt slökkt á sextán kerjum í kerskálum 1 og 2 en lögð verði áhersla á að koma þeim á „beinu brautina“, líkt og segir í tilkynningunni. 160 ker eru í hverjum kerskála í álverinu.Enginn verði sendur heim Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi segir í samtali við fréttastofu að ákvörðunin hafi verið tekin til að bregðast við óstöðugleika í rekstri skálans.Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi.„Þessi óstöðugleiki er fyrst og fremst rakinn til þess að við höfum verið að fá súrál það sem af er þessu ári sem er aðeins öðruvísi en það sem við eigum að venjast. Þessi ákvörðun er tekin til að bregðast við þessum óróa og fyrst og fremst til að tryggja aðstæður og öryggi starfsfólks.“ Það séu aðallega sviptingar á mörkuðum sem valdi þessum hráefnisbreytingum. „Það hafa verið mjög óvenjulegar aðstæður á súrálsmörkuðum í heiminum undanfarið ár. Það geisar ákveðið viðskiptastríð á stóra sviðinu. Svo var mjög stór súrálsverksmiðja í Brasilíu sem lokaði í fyrra þannig að það var skortur á súráli. Menn hafa þurft að bregðast við með öðrum hætti en verið hefur og við erum að finna að einhverju leyti fyrir því.“ Bjarni segir ekki hægt að segja til um það á þessari stundu hversu lengi kerskálinn verði lokaður. Skálinn stendur undir um þriðjungi af framleiðslu álversins en Bjarni segir þó að stöðvunin muni ekki hafa áhrif á starfsfólk, enn sé unnið á svæðinu og ekki þurfi að grípa til þess að senda fólk heim. Var einhvern tímann hætta á ferðum?„Nei. Þetta er ákvörðun sem er tekin til að bregðast við og í raun og veru koma í veg fyrir að slíkar aðstæður skapist.“Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá upplýsingafulltrúa Rio Tinto á Íslandi.
Hafnarfjörður Stóriðja Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira