Kemur á óvart að flugfargjöld hækki ekki meira í verði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. júlí 2019 14:39 Greiningaraðilar áttu von á því að flugfargjöld myndu hækka meira vegna minnkandi samkeppni eftir gjaldþrot WOW air. vísir/vilhelm Það kemur sérfræðingum í hagfræðideildum Landsbankans og Arion banka á óvart að flugfargjöld skuli ekki hafa hækkað meira á milli mánaða en raun ber vitni. Flugfargjöld hækka nú um 6,3% á milli mánaða og er 12% ódýrara að fljúga í júlí í ár en í júlí fyrir ári síðan. Fjallað er um þessa óvæntu og litlu hækkun, ef svo má að orði komast, bæði í hagsjá Landsbankans sem og í markaðspunktum greiningardeildar Arion banka.„Á skjön við væntingar okkar og hornstein hagfræðinnar um framboð og eftirspurn“ Í markaðspunktunum segir að flugfargjöld til útlanda hafi lengið verið óþægur ljár í þúfu greiningaraðila enda erfitt að spá í þróun hans milli mánaða: „Til þess að spá fyrir um þróun flugfargjalda höfum við notast við verðmælingar á netinu og söguleg gögn. Að þessu sinni gaf verðmæling okkar á netinu til kynna 28% hækkun á verði flugfargjalda á milli mánaða en tölfræðilíkan okkar, sem byggir á sögulegum gögnum, spáði 19% hækkun. Raunin varð hins vegar 6,3% hækkun á verði flugfargjalda til útlanda í júlí, sem er minnsta júlíhækkun frá árinu 2013, þegar flugfargjöld lækkuðu í verði. Þessi niðurstaða úr mælingu Hagstofunnar kemur okkur í opna skjöldu, enda á skjön við væntingar okkar og hornstein hagfræðinnar um framboð og eftirspurn,“ segir í markaðspunktum Arion banka.Minni samkeppni og betri sætanýting Í hagsjá Landsbankans segir að greinendur hafi átt von á því að flugfargjöld myndu hækka á milli ára, bæði vegna minni samkeppni í kjölfar gjaldþrots WOW air og vegna betri sætanýtingu hjá Icelandair. Í markaðspunktum Arion banka er einnig komið inn á gjaldþrot WOW air: „Frá falli WOW air í lok mars hefur verðmæling Hagstofunnar gefið til kynna að flugfargjöld fari hækkandi. Í apríl mældist í fyrsta skipti hækkun á verði flugfargjalda á milli ára, en fram að því hafði árstakturinn lækkað í hverjum einasta mánuði frá september 2015. Í júlí mældist aftur lækkun á verði flugfargjalda til útlanda milli ára, þvert á væntingar okkar. Erfitt er að segja til um hvað veldur og hvort um sé að ræða vísi að þróun næstu mánaða. Miðað við stöðuna á flugmarkaði um þessar mundir, fréttir af fækkun flugferða og varnarbaráttu flugfélaga myndi maður ætla að flugfargjöld muni halda áfram að hækka og að júlímánuður gefi ekki forsmekk af því sem koma skal.“Hagsjá Landsbankans má lesa hér og markaðspunkta greiningardeildar Arion banka hér. Efnahagsmál Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Það kemur sérfræðingum í hagfræðideildum Landsbankans og Arion banka á óvart að flugfargjöld skuli ekki hafa hækkað meira á milli mánaða en raun ber vitni. Flugfargjöld hækka nú um 6,3% á milli mánaða og er 12% ódýrara að fljúga í júlí í ár en í júlí fyrir ári síðan. Fjallað er um þessa óvæntu og litlu hækkun, ef svo má að orði komast, bæði í hagsjá Landsbankans sem og í markaðspunktum greiningardeildar Arion banka.„Á skjön við væntingar okkar og hornstein hagfræðinnar um framboð og eftirspurn“ Í markaðspunktunum segir að flugfargjöld til útlanda hafi lengið verið óþægur ljár í þúfu greiningaraðila enda erfitt að spá í þróun hans milli mánaða: „Til þess að spá fyrir um þróun flugfargjalda höfum við notast við verðmælingar á netinu og söguleg gögn. Að þessu sinni gaf verðmæling okkar á netinu til kynna 28% hækkun á verði flugfargjalda á milli mánaða en tölfræðilíkan okkar, sem byggir á sögulegum gögnum, spáði 19% hækkun. Raunin varð hins vegar 6,3% hækkun á verði flugfargjalda til útlanda í júlí, sem er minnsta júlíhækkun frá árinu 2013, þegar flugfargjöld lækkuðu í verði. Þessi niðurstaða úr mælingu Hagstofunnar kemur okkur í opna skjöldu, enda á skjön við væntingar okkar og hornstein hagfræðinnar um framboð og eftirspurn,“ segir í markaðspunktum Arion banka.Minni samkeppni og betri sætanýting Í hagsjá Landsbankans segir að greinendur hafi átt von á því að flugfargjöld myndu hækka á milli ára, bæði vegna minni samkeppni í kjölfar gjaldþrots WOW air og vegna betri sætanýtingu hjá Icelandair. Í markaðspunktum Arion banka er einnig komið inn á gjaldþrot WOW air: „Frá falli WOW air í lok mars hefur verðmæling Hagstofunnar gefið til kynna að flugfargjöld fari hækkandi. Í apríl mældist í fyrsta skipti hækkun á verði flugfargjalda á milli ára, en fram að því hafði árstakturinn lækkað í hverjum einasta mánuði frá september 2015. Í júlí mældist aftur lækkun á verði flugfargjalda til útlanda milli ára, þvert á væntingar okkar. Erfitt er að segja til um hvað veldur og hvort um sé að ræða vísi að þróun næstu mánaða. Miðað við stöðuna á flugmarkaði um þessar mundir, fréttir af fækkun flugferða og varnarbaráttu flugfélaga myndi maður ætla að flugfargjöld muni halda áfram að hækka og að júlímánuður gefi ekki forsmekk af því sem koma skal.“Hagsjá Landsbankans má lesa hér og markaðspunkta greiningardeildar Arion banka hér.
Efnahagsmál Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira