Sunnlensk hross dópuð af kannabis Kristinn Haukur Guðnason skrifar 23. júlí 2019 06:00 Sunnlensk hross. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Fréttablaðið/pjetur Undarleg hegðun nokkurra hrossa á Suðurlandi hratt af stað rannsókn hjá MAST fyrir nokkrum árum. Þau titruðu en höfðu góða matarlyst. Eftir fyrirspurnir til bandarískra lækna kom í ljós að hrossin höfðu innbyrt kannabisplöntur. Málið kom upp í tíð Katrínar Andrésdóttur, héraðsdýralæknis Suðurlands, en hún lét af embætti árið 2011. Katrín staðfestir að þessi grunur hafi komið upp á sínum tíma en vildi ekki frekar tjá sig um málið. Sigríður Björnsdóttir hjá MAST, sem er sérfræðingur í hrossasjúkdómum, segir einnig að það hafi verið grunur um þetta á sínum tíma. Mia Hellsten dýralæknir kom að málinu fyrir röð tilviljana en umræddir hestar voru ekki í eigu hennar skjólstæðinga. „Það var verið að skoða hvað væri að þessum hestum“ segir Mia. „Þarna lék grunur á að um væri að ræða nýjan taugasjúkdóm.“ Helstu einkennin hjá hestunum voru ósamræmdar hreyfingar. Þeir voru titrandi og með mjög óeðlilegan gang en samt ekki veiklulegir eða með hita. Mia hafði samband við félag hestadýralækna í Bandaríkjunum, sem heitir AAEP. Á opnum vettvangi þar sendi hún lýsingu á einkennum og myndband af hestunum. „Það komu fram alls kyns tilgátur um taugasjúkdóma. Loks sagði einn að þetta líktist hundi sem hann fékk inn á stofuna hjá sér, og hafði komist í kannabiskökur eigandans. Þegar prófanir voru gerðar á hestunum kom jákvætt út úr kannabisprófinu.“ Ekki var farið lengra með málið en talið var líklegt að hestarnir hefðu komist í haug þar sem kannabisplöntur voru. Hversu mikið er ekki vitað, en að minnsta kosti nóg til að gera nokkra hesta vel freðna. Mia segir að hrossunum hafi ekki orðið varanlega meint af. „Þeim sem voru að skoða þetta fannst einmitt mjög skrýtið að þó þeir væru með svona mikil einkenni þá höfðu þeir góða matarlyst.“ Birtist í Fréttablaðinu Dýr Lyf Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Undarleg hegðun nokkurra hrossa á Suðurlandi hratt af stað rannsókn hjá MAST fyrir nokkrum árum. Þau titruðu en höfðu góða matarlyst. Eftir fyrirspurnir til bandarískra lækna kom í ljós að hrossin höfðu innbyrt kannabisplöntur. Málið kom upp í tíð Katrínar Andrésdóttur, héraðsdýralæknis Suðurlands, en hún lét af embætti árið 2011. Katrín staðfestir að þessi grunur hafi komið upp á sínum tíma en vildi ekki frekar tjá sig um málið. Sigríður Björnsdóttir hjá MAST, sem er sérfræðingur í hrossasjúkdómum, segir einnig að það hafi verið grunur um þetta á sínum tíma. Mia Hellsten dýralæknir kom að málinu fyrir röð tilviljana en umræddir hestar voru ekki í eigu hennar skjólstæðinga. „Það var verið að skoða hvað væri að þessum hestum“ segir Mia. „Þarna lék grunur á að um væri að ræða nýjan taugasjúkdóm.“ Helstu einkennin hjá hestunum voru ósamræmdar hreyfingar. Þeir voru titrandi og með mjög óeðlilegan gang en samt ekki veiklulegir eða með hita. Mia hafði samband við félag hestadýralækna í Bandaríkjunum, sem heitir AAEP. Á opnum vettvangi þar sendi hún lýsingu á einkennum og myndband af hestunum. „Það komu fram alls kyns tilgátur um taugasjúkdóma. Loks sagði einn að þetta líktist hundi sem hann fékk inn á stofuna hjá sér, og hafði komist í kannabiskökur eigandans. Þegar prófanir voru gerðar á hestunum kom jákvætt út úr kannabisprófinu.“ Ekki var farið lengra með málið en talið var líklegt að hestarnir hefðu komist í haug þar sem kannabisplöntur voru. Hversu mikið er ekki vitað, en að minnsta kosti nóg til að gera nokkra hesta vel freðna. Mia segir að hrossunum hafi ekki orðið varanlega meint af. „Þeim sem voru að skoða þetta fannst einmitt mjög skrýtið að þó þeir væru með svona mikil einkenni þá höfðu þeir góða matarlyst.“
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Lyf Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira