Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Kjartan Kjartansson skrifar 23. júlí 2019 11:09 Boris Johnson verður næsti forsætisráðherra Bretlands. Hér ávarpar hann flokkssystkini sín eftir að niðurstöður voru tilkynntar í dag. Vísir/EPA Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri London, var valinn leiðtogi Íhaldsflokksins. Tilkynnt var um kjörið nú fyrir stundu og fékk Johnson um tvöfalt fleiri atkvæði en mótherji hans Jeremy Hunt, fráfarandi utanríkisráðherra. Alls voru 159.320 manns á kjörskrá og var kjörsókn 87,4%. Af þeim fékk Johnson 92.153 atkvæði gegn 46.656 atkvæðum Hunt. Theresa May, fráfarandi forsætisráðherra, stýrði sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í morgun. Hún víkur nú fyrir Johnson. Eftir að tilkynnt var um úrslitin steig Johnson upp í pontu og ávarpaði samflokksmenn sína. Hann byrjaði á því að þakka Hunt fyrir að hafa verið „gífurlega sterkur“ andstæðingur. „Þú hefur verið uppspretta frábærra hugmynda, sem ég hyggst stela,“ sagði Johnson og uppskar hlátur úr salnum. Þá þakkaði Johnson fyrirrennara sínum, Theresu May, fyrir „stórkostleg“ störf hennar í þágu Íhaldsflokksins og bresku þjóðarinnar. Það hefðu jafnframt verið forréttindi að gegna embætti í ríkisstjórn hennar og fylgjast með ástríðu hennar og staðfestu í starfi. Þá hét hann því að hefjast strax handa við að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu.Þakkarræðu Johnson má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.Johnson var utanríkisráðherra í ríkisstjórn May en sagði af sér vegna andstöðu við útgöngusamning hennar við Evrópusambandið. Hann greiddi síðar atkvæði með samningum á þingi. Hans bíður nú það verkefni að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu á farsælan hátt, verkefnið sem var May að falli sem ráðherra. Johnson hefur meðal annars sagst tilbúinn að draga Bretland úr sambandinu án samnings. Sú afstaða hans hefur orðið nokkrum núverandi ráðherrum flokksins tilefni til að lýsa því yfir að þeir ætli að segja af sér frekar en að starfa í ríkisstjórn hans, þar á meðal fjármála- og dómsmálaráðherrarnir. Bretland Brexit Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri London, var valinn leiðtogi Íhaldsflokksins. Tilkynnt var um kjörið nú fyrir stundu og fékk Johnson um tvöfalt fleiri atkvæði en mótherji hans Jeremy Hunt, fráfarandi utanríkisráðherra. Alls voru 159.320 manns á kjörskrá og var kjörsókn 87,4%. Af þeim fékk Johnson 92.153 atkvæði gegn 46.656 atkvæðum Hunt. Theresa May, fráfarandi forsætisráðherra, stýrði sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í morgun. Hún víkur nú fyrir Johnson. Eftir að tilkynnt var um úrslitin steig Johnson upp í pontu og ávarpaði samflokksmenn sína. Hann byrjaði á því að þakka Hunt fyrir að hafa verið „gífurlega sterkur“ andstæðingur. „Þú hefur verið uppspretta frábærra hugmynda, sem ég hyggst stela,“ sagði Johnson og uppskar hlátur úr salnum. Þá þakkaði Johnson fyrirrennara sínum, Theresu May, fyrir „stórkostleg“ störf hennar í þágu Íhaldsflokksins og bresku þjóðarinnar. Það hefðu jafnframt verið forréttindi að gegna embætti í ríkisstjórn hennar og fylgjast með ástríðu hennar og staðfestu í starfi. Þá hét hann því að hefjast strax handa við að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu.Þakkarræðu Johnson má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.Johnson var utanríkisráðherra í ríkisstjórn May en sagði af sér vegna andstöðu við útgöngusamning hennar við Evrópusambandið. Hann greiddi síðar atkvæði með samningum á þingi. Hans bíður nú það verkefni að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu á farsælan hátt, verkefnið sem var May að falli sem ráðherra. Johnson hefur meðal annars sagst tilbúinn að draga Bretland úr sambandinu án samnings. Sú afstaða hans hefur orðið nokkrum núverandi ráðherrum flokksins tilefni til að lýsa því yfir að þeir ætli að segja af sér frekar en að starfa í ríkisstjórn hans, þar á meðal fjármála- og dómsmálaráðherrarnir.
Bretland Brexit Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira