Thatcher með hamslaust hár Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. júlí 2019 07:00 Johnson vann leiðtogakjörið með miklum yfirburðum. Fékk nærri tvöfalt fleiri atkvæði en Hunt. Nordicphotos/AFP Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Breta, gengur á fund Bretlandsdrottningar í dag þar sem hann fær að öllu óbreyttu heimild til að mynda ríkisstjórn og þannig verða forsætisráðherra landsins. Tekur hann við af Theresu May. Þetta kom í ljós í gær þegar tilkynnt var um að meðlimir Íhaldsflokksins völdu hann fram yfir Jeremy Hunt, núverandi utanríkisráðherra. Niðurstöðurnar komu fæstum, jafnvel engum, á óvart enda hafði Johnson mælst mun vinsælli í öllum skoðanakönnunum. Hann fékk rétt tæplega tvöfaldan atkvæðafjölda Hunts. „Við munum klára Brexit þann 31. október og nýta okkur þau tækifæri sem þá bjóðast,“ sagði Johnson í sigurræðu sinni og bætti við: „Við munum fá sjálfstraustið á ný. Líkt og sofandi risi munum við vakna upp og hrista af okkur bönd efa og neikvæðni.“ Hunt sagðist aftur á móti afar vonsvikinn í viðtali við breska ríkisútvarpið. Sagði að Johnson myndi standa sig vel og að hann hefði óbilandi trú á Bretlandi. „Þetta var alltaf að fara að vera erfitt fyrir okkur af því ég greiddi atkvæði gegn útgöngu. Ég held að mörgum flokksmönnum hafi þótt mikilvægt að styðja einhvern sem greiddi atkvæði með Brexit. Þetta var, svona eftir á að hyggja, óyfirstíganleg hindrun,“ sagði utanríkisráðherrann. Það er einmitt Brexit sem þetta snýst allt saman um. Hvað sem líður kyrrsetningu breskra skipa á Persaflóa eða vá sem stafar af mögulegri þátttöku hins kínverska Huawei í fjarskiptauppbyggingu tröllríður útgöngumálið allri stjórnmálaumræðu á Bretlandi. Johnson hefur heitið því að halda í samþykktan útgöngudag, 31. október, hvað sem öðru líður. Hann vill ekki fresta útgöngu líkt og May-stjórnin gerði eftir að þingið hafnaði samningnum sem hún náði við Evrópusambandið. Útgöngu var áður frestað vegna þess að hvorki þing né ríkisstjórn vildu ganga út án samnings en ef marka má orð Johnsons væri samningslaus útganga, sem varað hefur verið við að yrði afar dýrkeypt, engin fyrirstaða. Óttinn við samningslausa útgöngu sem og umdeild persóna Johnsons, sem í gegnum tíðina hefur til að mynda líkt konum í búrkum við póstkassa, ESB við Hitler og Napóleon, sagt asískt fólk yfirburðagreint og svart fólk heimskt og sagt ósatt um fjárhagslegan ávinning Brexit, leiddi strax í gær til afsagnar nokkurra ráðherra. Anne Milton menntamálaráðherra sagðist til að mynda segja af sér vegna þess að það væri þörf á skynsemi í útgöngumálinu og David Gauke, dómsmálaráðherra og mikill andstæðingur samningslausrar útgöngu, gerði slíkt hið sama. Áður höfðu fjármálaráðherra, aðstoðarutanríkisráðherra og menningarmálaráðherra sagt af sér þar sem þau gátu ekki hugsað sér að starfa undir Johnson. Kjöri hins umdeilda Johnsons var misjafnlega tekið úti í heimi og utan Íhaldsflokksins. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði af og frá að Johnson nyti stuðnings þjóðarinnar. Frans Timmerman, varaforseti framkvæmdastjórnar ESB, varaði svo við því að May-samningnum yrði kastað fyrir borð. Öllu glaðari var Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagði Johnson bæði harðan af sér og greindan. „Þau kalla hann Bretlands-Trump. Fólk segir að það sé gott, þau kunna vel við mig þarna. Boris er góður, hann mun standa sig vel,“ sagði forsetinn. Newt Gingrich, fyrrverandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og mikill stuðningsmaður Trumps, tók í sama streng og sagði spennandi tíma fram undan. „Skriffinnarnir hjá Evrópusambandinu munu sjá að hann er mun klárari og seigari en fyrirrennarinn. Ímyndið ykkur Margaret Thatcher með hamslaust hár.“ Birtist í Fréttablaðinu Bretland Tengdar fréttir Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 13:51 Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Boris Johnson fékk 66% atkvæða í leiðtogavali Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 11:09 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Breta, gengur á fund Bretlandsdrottningar í dag þar sem hann fær að öllu óbreyttu heimild til að mynda ríkisstjórn og þannig verða forsætisráðherra landsins. Tekur hann við af Theresu May. Þetta kom í ljós í gær þegar tilkynnt var um að meðlimir Íhaldsflokksins völdu hann fram yfir Jeremy Hunt, núverandi utanríkisráðherra. Niðurstöðurnar komu fæstum, jafnvel engum, á óvart enda hafði Johnson mælst mun vinsælli í öllum skoðanakönnunum. Hann fékk rétt tæplega tvöfaldan atkvæðafjölda Hunts. „Við munum klára Brexit þann 31. október og nýta okkur þau tækifæri sem þá bjóðast,“ sagði Johnson í sigurræðu sinni og bætti við: „Við munum fá sjálfstraustið á ný. Líkt og sofandi risi munum við vakna upp og hrista af okkur bönd efa og neikvæðni.“ Hunt sagðist aftur á móti afar vonsvikinn í viðtali við breska ríkisútvarpið. Sagði að Johnson myndi standa sig vel og að hann hefði óbilandi trú á Bretlandi. „Þetta var alltaf að fara að vera erfitt fyrir okkur af því ég greiddi atkvæði gegn útgöngu. Ég held að mörgum flokksmönnum hafi þótt mikilvægt að styðja einhvern sem greiddi atkvæði með Brexit. Þetta var, svona eftir á að hyggja, óyfirstíganleg hindrun,“ sagði utanríkisráðherrann. Það er einmitt Brexit sem þetta snýst allt saman um. Hvað sem líður kyrrsetningu breskra skipa á Persaflóa eða vá sem stafar af mögulegri þátttöku hins kínverska Huawei í fjarskiptauppbyggingu tröllríður útgöngumálið allri stjórnmálaumræðu á Bretlandi. Johnson hefur heitið því að halda í samþykktan útgöngudag, 31. október, hvað sem öðru líður. Hann vill ekki fresta útgöngu líkt og May-stjórnin gerði eftir að þingið hafnaði samningnum sem hún náði við Evrópusambandið. Útgöngu var áður frestað vegna þess að hvorki þing né ríkisstjórn vildu ganga út án samnings en ef marka má orð Johnsons væri samningslaus útganga, sem varað hefur verið við að yrði afar dýrkeypt, engin fyrirstaða. Óttinn við samningslausa útgöngu sem og umdeild persóna Johnsons, sem í gegnum tíðina hefur til að mynda líkt konum í búrkum við póstkassa, ESB við Hitler og Napóleon, sagt asískt fólk yfirburðagreint og svart fólk heimskt og sagt ósatt um fjárhagslegan ávinning Brexit, leiddi strax í gær til afsagnar nokkurra ráðherra. Anne Milton menntamálaráðherra sagðist til að mynda segja af sér vegna þess að það væri þörf á skynsemi í útgöngumálinu og David Gauke, dómsmálaráðherra og mikill andstæðingur samningslausrar útgöngu, gerði slíkt hið sama. Áður höfðu fjármálaráðherra, aðstoðarutanríkisráðherra og menningarmálaráðherra sagt af sér þar sem þau gátu ekki hugsað sér að starfa undir Johnson. Kjöri hins umdeilda Johnsons var misjafnlega tekið úti í heimi og utan Íhaldsflokksins. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði af og frá að Johnson nyti stuðnings þjóðarinnar. Frans Timmerman, varaforseti framkvæmdastjórnar ESB, varaði svo við því að May-samningnum yrði kastað fyrir borð. Öllu glaðari var Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagði Johnson bæði harðan af sér og greindan. „Þau kalla hann Bretlands-Trump. Fólk segir að það sé gott, þau kunna vel við mig þarna. Boris er góður, hann mun standa sig vel,“ sagði forsetinn. Newt Gingrich, fyrrverandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og mikill stuðningsmaður Trumps, tók í sama streng og sagði spennandi tíma fram undan. „Skriffinnarnir hjá Evrópusambandinu munu sjá að hann er mun klárari og seigari en fyrirrennarinn. Ímyndið ykkur Margaret Thatcher með hamslaust hár.“
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Tengdar fréttir Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 13:51 Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Boris Johnson fékk 66% atkvæða í leiðtogavali Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 11:09 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 13:51
Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Boris Johnson fékk 66% atkvæða í leiðtogavali Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 11:09