Konan sem ættleiddi 118 börn dæmd í 20 ára fangelsi Birgir Olgeirsson skrifar 25. júlí 2019 16:36 Taldi dómstóllinn sýnt að Yanxia hefði misnotað aðstöðu sína sem eigandi munaðarleysingjahælis til að komast yfir mikla fjármuni. Vísir/EPA Fimmtíu og fjögurra ára kínversk kona, sem eitt sinn var kölluð mikill mannvinur fyrir að ættleiða 118 börn, hefur verið dæmd til 20 ára fangelsisvistar. Konan heitir Li Yanxia en hún var fundin sek um kúgun, fjársvik og fölsun. Yanxia, sem átt eitt sinn munaðarleysingjahæli, var sektuð um því sem nemur um 41 milljón íslenskra króna. Fimmtán vitorðsmenn, þar á meðal kærasti Yanxia, voru einnig fundnir sekir í þessu máli. Taldi dómstóllinn sýnt að Yanxia hefði misnotað aðstöðu sína sem eigandi munaðarleysingjahælis til að komast yfir mikla fjármuni. Kærasti hennar var fundinn sekur um kúgun, fjársvik og líkamsárás og þarf að sitja í fangelsi í tólf ár og sex mánuði. Yanxia komst fyrst í sviðsljósið árið 2006 þegar fréttist að hún hefði ættleitt tugi barna í heimabæ sínum Wu´an í Hebei-héraði í Kína. Hún tjáði fjölmiðlum að hún væri skilin og að fyrrverandi eiginmaður hennar hefði selt son hennar til glæpamanna. Hún hélt því fram að hún hefði náð syni sínum aftur og þess vegna hafi hún viljað hjálpa fleiri börnum. Á árunum eftir þetta atvik komst hún yfir mikinn auð og varð ein af ríkustu konum Hebei-héraðs. Hún hélt áfram að ættleiða börn sem varð til þess að hún opnaði munaðarleysingjahælið sem hún kallaði Ástarþorpið. Árið 2017 bárust yfirvöldum í Kína upplýsingar um að ekki væri allt með felldu sem varð til þess að rannsókn var hrundið af stað. Við rannsókn málsins kom í ljós að hún hafði safnað miklum auð sem hún hafði fengið með ólöglegu athæfi. Hún er til að mynda sögð hafa skipað ættleiddum börnum sínum að trufla vinnu á byggingarsvæðum og sagði þeim til dæmis að hlaupa undir vinnuvélar sem varð til þess að ekki var hægt að halda framkvæmdum áfram. Hún gekk síðan til forsvarsmanna byggingarfyrirtækjanna og fór fram á vissi upphæð ef þeir vildu að þeir yrðu ekki truflaðir frekar. Yanxia er einnig sögð hafa komist yfir mikið fé undir þeim formerkjum að ætla að nota það til uppbyggingar munaðarleysingjahælisins.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að margir hafi fordæmt framferði Yanxia eftir að fregnir af afbrotum hennar rötuðu í fjölmiðla. Eru þeir sem veittu fé í uppbyggingu munaðarleysingjahælisins sérstaklega vonsviknir með framferði hennar. Kína Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira
Fimmtíu og fjögurra ára kínversk kona, sem eitt sinn var kölluð mikill mannvinur fyrir að ættleiða 118 börn, hefur verið dæmd til 20 ára fangelsisvistar. Konan heitir Li Yanxia en hún var fundin sek um kúgun, fjársvik og fölsun. Yanxia, sem átt eitt sinn munaðarleysingjahæli, var sektuð um því sem nemur um 41 milljón íslenskra króna. Fimmtán vitorðsmenn, þar á meðal kærasti Yanxia, voru einnig fundnir sekir í þessu máli. Taldi dómstóllinn sýnt að Yanxia hefði misnotað aðstöðu sína sem eigandi munaðarleysingjahælis til að komast yfir mikla fjármuni. Kærasti hennar var fundinn sekur um kúgun, fjársvik og líkamsárás og þarf að sitja í fangelsi í tólf ár og sex mánuði. Yanxia komst fyrst í sviðsljósið árið 2006 þegar fréttist að hún hefði ættleitt tugi barna í heimabæ sínum Wu´an í Hebei-héraði í Kína. Hún tjáði fjölmiðlum að hún væri skilin og að fyrrverandi eiginmaður hennar hefði selt son hennar til glæpamanna. Hún hélt því fram að hún hefði náð syni sínum aftur og þess vegna hafi hún viljað hjálpa fleiri börnum. Á árunum eftir þetta atvik komst hún yfir mikinn auð og varð ein af ríkustu konum Hebei-héraðs. Hún hélt áfram að ættleiða börn sem varð til þess að hún opnaði munaðarleysingjahælið sem hún kallaði Ástarþorpið. Árið 2017 bárust yfirvöldum í Kína upplýsingar um að ekki væri allt með felldu sem varð til þess að rannsókn var hrundið af stað. Við rannsókn málsins kom í ljós að hún hafði safnað miklum auð sem hún hafði fengið með ólöglegu athæfi. Hún er til að mynda sögð hafa skipað ættleiddum börnum sínum að trufla vinnu á byggingarsvæðum og sagði þeim til dæmis að hlaupa undir vinnuvélar sem varð til þess að ekki var hægt að halda framkvæmdum áfram. Hún gekk síðan til forsvarsmanna byggingarfyrirtækjanna og fór fram á vissi upphæð ef þeir vildu að þeir yrðu ekki truflaðir frekar. Yanxia er einnig sögð hafa komist yfir mikið fé undir þeim formerkjum að ætla að nota það til uppbyggingar munaðarleysingjahælisins.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að margir hafi fordæmt framferði Yanxia eftir að fregnir af afbrotum hennar rötuðu í fjölmiðla. Eru þeir sem veittu fé í uppbyggingu munaðarleysingjahælisins sérstaklega vonsviknir með framferði hennar.
Kína Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira