Atvinnumennska nauðsynleg vilji íslensku liðin ná meiri árangri í Evrópukeppnum Anton Ingi Leifsson skrifar 26. júlí 2019 19:30 Ef íslensku félagsliðin í fótboltanum eiga að ná betri árangri í Evrópukeppnunm í fótbolta er atvinnumennska eina leiðin segir Rúnar Kristinsson þjálfari KR. KR og Breiðablik duttu út fyrir Molde og Vaduz í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar og Valur datt út úr Meistaradeildinni gegn Maribor. Við það færðist Valsmenn þó niður í Evrópudeildina. Stjarnan var eina liðið sem komst áfram í gegnum fyrstu umferðina en þeir höfðu betur gegn Tallinn frá Eistlandi. Mikil umræða hefur skapast um hvað þurfi að gera svo íslensku liðin komist lengra í Evrópukeppnunum og Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hefur skoðun á því. „Ég held að það sem við þurfum að gera til þess að bæta knattspyrnuna þá hlýtur það að vera eina leiðin að gera alla okkar leikmenn að atvinnumönnum,“ sagði Rúnar í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni að mikilvægt væri að lengja tímabilið vildu íslensku liðin betri árangur. Rúnar er ekki endilega sammála því. „Þó að við lengjum tímabilið þá held ég að við verðum ekkert betri í fótbolta. Við þurfum að geta æft meira og oftar og leikmennirnir fengið frí þess á milli, í stað þess að mæta í vinnu á morgnanna, æfingu á kvöldin og hugsa svo um börn og fjölskyldu.“ „Það er bara erfitt og þetta vitum við sem höfum búið erlendis og starfað sem atvinnumenn í knattspyrnu. Það er mín skoðun á þessu.“ „Við þurfum þá að fara inn með þetta. Við getum ekki spilað úti í október og nóvember og það mætir enginn á leikina þá. Það er ekkert gaman að vera spila fótbolta og þjálfararnir eru í max göllum og áhorfendur í stúku í svipuðum klæðum.“ „Við erum að spila frá nóvember og fram í maí innan húss og erum að spila fullt af leikjum. Við þurfum þá að nýta þá betur en ein leiðin gæti verið að fjölga leikjum í deildinni. Kannski fækka liðum og hafa meiri samkeppni,“ Er eini þröskuldurinn fyrir íslensku liðin að hér sé ekki atvinnumennska eða eru þeir fleiri? „Ég held að fámenni sé líka stór hluti af þessu. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við erum rétt rúmlega 300 þúsund. Það er mjög erfitt að halda úti toppknattspyrnuliði. Þó að við fáum útlendinga til að styrkja okkur þá er töluvert langt í land til Norðurlandanna til að mynda,“ sagði Rúnar. Evrópudeild UEFA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Ef íslensku félagsliðin í fótboltanum eiga að ná betri árangri í Evrópukeppnunm í fótbolta er atvinnumennska eina leiðin segir Rúnar Kristinsson þjálfari KR. KR og Breiðablik duttu út fyrir Molde og Vaduz í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar og Valur datt út úr Meistaradeildinni gegn Maribor. Við það færðist Valsmenn þó niður í Evrópudeildina. Stjarnan var eina liðið sem komst áfram í gegnum fyrstu umferðina en þeir höfðu betur gegn Tallinn frá Eistlandi. Mikil umræða hefur skapast um hvað þurfi að gera svo íslensku liðin komist lengra í Evrópukeppnunum og Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hefur skoðun á því. „Ég held að það sem við þurfum að gera til þess að bæta knattspyrnuna þá hlýtur það að vera eina leiðin að gera alla okkar leikmenn að atvinnumönnum,“ sagði Rúnar í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni að mikilvægt væri að lengja tímabilið vildu íslensku liðin betri árangur. Rúnar er ekki endilega sammála því. „Þó að við lengjum tímabilið þá held ég að við verðum ekkert betri í fótbolta. Við þurfum að geta æft meira og oftar og leikmennirnir fengið frí þess á milli, í stað þess að mæta í vinnu á morgnanna, æfingu á kvöldin og hugsa svo um börn og fjölskyldu.“ „Það er bara erfitt og þetta vitum við sem höfum búið erlendis og starfað sem atvinnumenn í knattspyrnu. Það er mín skoðun á þessu.“ „Við þurfum þá að fara inn með þetta. Við getum ekki spilað úti í október og nóvember og það mætir enginn á leikina þá. Það er ekkert gaman að vera spila fótbolta og þjálfararnir eru í max göllum og áhorfendur í stúku í svipuðum klæðum.“ „Við erum að spila frá nóvember og fram í maí innan húss og erum að spila fullt af leikjum. Við þurfum þá að nýta þá betur en ein leiðin gæti verið að fjölga leikjum í deildinni. Kannski fækka liðum og hafa meiri samkeppni,“ Er eini þröskuldurinn fyrir íslensku liðin að hér sé ekki atvinnumennska eða eru þeir fleiri? „Ég held að fámenni sé líka stór hluti af þessu. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við erum rétt rúmlega 300 þúsund. Það er mjög erfitt að halda úti toppknattspyrnuliði. Þó að við fáum útlendinga til að styrkja okkur þá er töluvert langt í land til Norðurlandanna til að mynda,“ sagði Rúnar.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira