„Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2025 08:01 Kristinn Aron Hjartarson, þjálfari og fyrrverandi leikmaður, segir sögu sína í myndbandi KSÍ og SÁÁ. Youtube/KSÍ KSÍ (Knattspyrnusamband Íslands) og SÁÁ (Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann) standa saman að verkefni sem ætlað er að vekja athygli á spilavanda og hvetja einstaklinga sem þurfa á því að halda að leita sér viðeigandi aðstoðar. Veðmál hafa verið mikið í sviðsljósinu og fréttir utan úr heimi af vandræðum með spilavanda og Ísland er engin undantekning. Tilgangur SÁÁ er að vinna að því að draga úr skaðlegum áhrifum fíknisjúkdóma á einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið í heild. Samtökin stuðla að bættu heilbrigði, lífsgæðum og félagslegum úrræðum með því að veita þjónustu, stuðning og fræðslu. Grunnur herferðarinnar er að vekja athygli á starfsemi SÁÁ og þeirri þjónustu sem samtökin bjóða upp á fyrir einstaklinga sem glíma við spilavanda. Allir geti leitað sér hjálpar KSÍ og SÁÁ leggja áherslu á að allir geti leitað sér hjálpar og ráðgjafar, hvort sem um er að ræða leikmenn, þjálfara, dómara, aðstandendur eða almennt áhugafólk um knattspyrnu. Á heimasíðu SÁÁ má finna upplýsingar um meðferð við spilafíkn. Myndband um verkefnið, „Það er til hjálp við spilavanda“, var frumsýnt á miðlum Knattspyrnusambands Íslands en það má sjá hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=wHD_N5242k4">watch on YouTube</a> „Helsta ástæða samstarfsins er að veðmál hafa lengi fylgt íþróttum og er knattspyrnan engin undantekning á því. Undanfarin ár hafa komið upp dæmi þar sem leikmenn hafa verið að verðja á eigin leiki og við því eru agaviðurlög,“ sagði Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, í myndbandinu. Grunaði aldrei að þetta gæti hent mig „Þetta byrjar fyrst þar sem ég verð fyrir áhrifum af þessu, ég er sjálfur leikmaður þegar það er verið að senda á mig og biðja um upplýsingar um hvort ég sé að byrja leikina og hvort ég sé að spila leikina. Mig grunaði aldrei að þetta gæti hent mig en þetta var bara svo spennandi af því að allir aðrir voru einhvern veginn að gera þetta,“ sagði Kristinn Aron Hjartarson, þjálfari og fyrrverandi leikmaður. „Við viljum vekja leikmenn, þjálfara og aðra sem tengjast knattspyrnu til umhugsunar um skaðsemi sem getur myndast í veðmálastarfsemi og hvetja þá sem stunda hana til að sækja sér hjálpar,“ sagði Eysteinn Pétur. Skömmin og sektarkenndin er oft mjög ríkjandi „Það er mjög mikilvægt að opna umræðuna til þess að rjúfa einangrunina sem er oft hjá þessum einstaklingum sem glíma við þennan vanda. Skömmin og sektarkenndin er oft mjög ríkjandi hjá þessum einstaklingum,“ sagði Sara Mjöll Vatnar Skjaldardóttir, spilaráðgjafi hjá SÁÁ. „Við sjáum aukningu í þjónustu hjá okkur þegar umræðan hefur verið opnuð aðeins í samfélaginu,“ sagði Sara Mjöll. „Ég fann að ég var orðinn bugaður, ég var orðinn algjörlega bugaður. Ég fór í meðferð og þar var ég búinn að taka ákvörðun í þessum mánuði að ég ætlaði bara að fara alla leið. Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hérna í dag,“ sagði Kristinn Aron. KSÍ SÁÁ Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Endanlegt Ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Sjá meira
Veðmál hafa verið mikið í sviðsljósinu og fréttir utan úr heimi af vandræðum með spilavanda og Ísland er engin undantekning. Tilgangur SÁÁ er að vinna að því að draga úr skaðlegum áhrifum fíknisjúkdóma á einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið í heild. Samtökin stuðla að bættu heilbrigði, lífsgæðum og félagslegum úrræðum með því að veita þjónustu, stuðning og fræðslu. Grunnur herferðarinnar er að vekja athygli á starfsemi SÁÁ og þeirri þjónustu sem samtökin bjóða upp á fyrir einstaklinga sem glíma við spilavanda. Allir geti leitað sér hjálpar KSÍ og SÁÁ leggja áherslu á að allir geti leitað sér hjálpar og ráðgjafar, hvort sem um er að ræða leikmenn, þjálfara, dómara, aðstandendur eða almennt áhugafólk um knattspyrnu. Á heimasíðu SÁÁ má finna upplýsingar um meðferð við spilafíkn. Myndband um verkefnið, „Það er til hjálp við spilavanda“, var frumsýnt á miðlum Knattspyrnusambands Íslands en það má sjá hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=wHD_N5242k4">watch on YouTube</a> „Helsta ástæða samstarfsins er að veðmál hafa lengi fylgt íþróttum og er knattspyrnan engin undantekning á því. Undanfarin ár hafa komið upp dæmi þar sem leikmenn hafa verið að verðja á eigin leiki og við því eru agaviðurlög,“ sagði Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, í myndbandinu. Grunaði aldrei að þetta gæti hent mig „Þetta byrjar fyrst þar sem ég verð fyrir áhrifum af þessu, ég er sjálfur leikmaður þegar það er verið að senda á mig og biðja um upplýsingar um hvort ég sé að byrja leikina og hvort ég sé að spila leikina. Mig grunaði aldrei að þetta gæti hent mig en þetta var bara svo spennandi af því að allir aðrir voru einhvern veginn að gera þetta,“ sagði Kristinn Aron Hjartarson, þjálfari og fyrrverandi leikmaður. „Við viljum vekja leikmenn, þjálfara og aðra sem tengjast knattspyrnu til umhugsunar um skaðsemi sem getur myndast í veðmálastarfsemi og hvetja þá sem stunda hana til að sækja sér hjálpar,“ sagði Eysteinn Pétur. Skömmin og sektarkenndin er oft mjög ríkjandi „Það er mjög mikilvægt að opna umræðuna til þess að rjúfa einangrunina sem er oft hjá þessum einstaklingum sem glíma við þennan vanda. Skömmin og sektarkenndin er oft mjög ríkjandi hjá þessum einstaklingum,“ sagði Sara Mjöll Vatnar Skjaldardóttir, spilaráðgjafi hjá SÁÁ. „Við sjáum aukningu í þjónustu hjá okkur þegar umræðan hefur verið opnuð aðeins í samfélaginu,“ sagði Sara Mjöll. „Ég fann að ég var orðinn bugaður, ég var orðinn algjörlega bugaður. Ég fór í meðferð og þar var ég búinn að taka ákvörðun í þessum mánuði að ég ætlaði bara að fara alla leið. Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hérna í dag,“ sagði Kristinn Aron.
KSÍ SÁÁ Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Endanlegt Ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Sjá meira