Fyrirtæki sem nota Facebook-tengjur bera ábyrgð á gögnum Kjartan Kjartansson skrifar 29. júlí 2019 16:41 Fyrirtæki sem reka vefsíður eru talin bera sameiginlega ábyrgð á upplýsingum sem Facebook-tengjur safna um notendur. Vísir/EPA Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í dag að fyrirtæki sem notast við tengjur frá Facebook beri sameiginlega ábyrgð á gögnum notenda sem eru framseld til samfélagsmiðlarisans. Fjöldi fyrirtækja notar Facebook-tengjur á vefsíðum sínum, þar á meðal hnapp til að líka við síðurnar. Þýsk neytendasamtök höfðuðu mál gegn netverslunarfyrirtækinu Fashion ID sem þau töldu hafa brotið persónuverndarlög með því að hafa svonefndan „like“-hnapp á vefsíðu sinni. Dómstóll í Þýskalandi leitaði álits Evrópudómstólsins sem taldi Fashion ID og Facebook deila ábyrgð á gögnum viðskiptavinanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Engu að síður taldi dómstóllinn þýska fyrirtækið ekki bera ábyrgð á því sem Facebook gerði við persónuupplýsingarnar þegar það hefði fengið þær í hendur. Facebook segir úrskurðinn skýra betur hvaða reglur gildi um tengjur [e. Plug-in] sem fyrirtækið telur mikilvægan hluta alnetsins. Stærstu samtök tæknifyrirtækja í Þýskalandi telja úrskurðinn leggja byrðar á herðar vefsíðueigenda. Allar vefsíður sem hafi samfélagsmiðlatengjur neyðist til þess að gera gagnasamninga við notendur eða þurfa að axla ábyrgð á gögnum sem Facebook safnar um notendur. Facebook Persónuvernd Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í dag að fyrirtæki sem notast við tengjur frá Facebook beri sameiginlega ábyrgð á gögnum notenda sem eru framseld til samfélagsmiðlarisans. Fjöldi fyrirtækja notar Facebook-tengjur á vefsíðum sínum, þar á meðal hnapp til að líka við síðurnar. Þýsk neytendasamtök höfðuðu mál gegn netverslunarfyrirtækinu Fashion ID sem þau töldu hafa brotið persónuverndarlög með því að hafa svonefndan „like“-hnapp á vefsíðu sinni. Dómstóll í Þýskalandi leitaði álits Evrópudómstólsins sem taldi Fashion ID og Facebook deila ábyrgð á gögnum viðskiptavinanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Engu að síður taldi dómstóllinn þýska fyrirtækið ekki bera ábyrgð á því sem Facebook gerði við persónuupplýsingarnar þegar það hefði fengið þær í hendur. Facebook segir úrskurðinn skýra betur hvaða reglur gildi um tengjur [e. Plug-in] sem fyrirtækið telur mikilvægan hluta alnetsins. Stærstu samtök tæknifyrirtækja í Þýskalandi telja úrskurðinn leggja byrðar á herðar vefsíðueigenda. Allar vefsíður sem hafi samfélagsmiðlatengjur neyðist til þess að gera gagnasamninga við notendur eða þurfa að axla ábyrgð á gögnum sem Facebook safnar um notendur.
Facebook Persónuvernd Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira