Óboðleg vinnubrögð Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 10. júlí 2019 07:30 Forsætisráðherra þarf að taka ákvörðun um það hvort hún muni reiða sig á meingallað mat hæfisnefndarinnar við ráðningu nýs seðlabankastjóra eða ráðast í sjálfstæða rannsókn. Ákvörðunin er prófsteinn fyrir íslenska stjórnsýslu í ljósi þess að embætti seðlabankastjóra er eitt valdamesta embætti landsins og því fylgja enn meiri völd þegar sameiningin við Fjármálaeftirlitið gengur í gegn. Það er ekkert svigrúm fyrir óvönduð vinnubrögð. Hæfnismatið er ýmsum vanköntum háð. Það tekur ekki mið af því að störf nýs seðlabankastjóra verða eðlisólík störfum forvera hans. Sameining tveggja stofnana, sem báðar eru þjóðhagslega mikilvægar, er risavaxið verkefni og krefst víðtækrar stjórnunarreynslu. Hún krefst einnig færni í mannlegum samskiptum en nefndin taldi ekki ástæðu til að rýna betur í þann hæfnisþátt. Allir umsækjendur komu vel fyrir, eins og nefndin orðaði það sjálf. Matið var svo óskiljanlegt að halda mætti að nefndarmenn hefðu verið undir þrýstingi að koma tilteknum umsækjendum í síðustu lotuna og útiloka aðra. Þegar horft var til stjórnunarreynslu vó það að hafa verið stjórnarmaður hjá opinberri stofnun þyngra en framkvæmdastjóri með mannaforráð. Og þó að stjórnarmennska hafi vegið þungt virðist nefndin hafa horft fram hjá stjórnarstörfum sumra umsækjenda. Önnur dæmi um þá vankanta sem há hæfnismatinu hafa verið rakin á síðum Fréttablaðsins. Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, var á dögunum tilnefnd sem bankastjóri Evrópska Seðlabankans. Hún er lögfræðingur að mennt og hefur líklega ekki þurft að smíða flókin haglíkön á löngum starfsferli sínum. Lagarde hefur aftur á móti víðtæka reynslu af stjórnun og fjármálamörkuðum. Þetta skiptir leiðtoga Evrópusambandsins miklu máli og vonandi tekur forsætisráðherra í sama streng. Í Bandaríkjunum tilnefnir forsetinn næsta seðlabankastjóra sem er yfirheyrður af þingnefnd í beinni útsendingu og þarf síðan að hljóta blessun öldungadeildarinnar. Nú er ágætis tilefni til að staldra við og spyrja hvort nefndir eigi að skipa jafn stóran sess í ákvarðanatöku íslenskrar stjórnsýslu og þær gera í dag. Hvað hefur áunnist? Við sjáum þessa þróun einnig í atvinnulífinu þar sem skráð fyrirtæki hafa keppst um að koma á fót tilnefningarnefnd fyrir stjórnarkjör. Andlitslausar nefndir eru hins vegar engin ávísun á fagleg vinnubrögð. Það þarf í það minnsta að gera meiri kröfur þegar um er að ræða eitt valdamesta embætti landsins. Boltinn er núna hjá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og trúverðugleiki stjórnsýslunnar er í húfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorsteinn Friðrik Halldórsson Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Forsætisráðherra þarf að taka ákvörðun um það hvort hún muni reiða sig á meingallað mat hæfisnefndarinnar við ráðningu nýs seðlabankastjóra eða ráðast í sjálfstæða rannsókn. Ákvörðunin er prófsteinn fyrir íslenska stjórnsýslu í ljósi þess að embætti seðlabankastjóra er eitt valdamesta embætti landsins og því fylgja enn meiri völd þegar sameiningin við Fjármálaeftirlitið gengur í gegn. Það er ekkert svigrúm fyrir óvönduð vinnubrögð. Hæfnismatið er ýmsum vanköntum háð. Það tekur ekki mið af því að störf nýs seðlabankastjóra verða eðlisólík störfum forvera hans. Sameining tveggja stofnana, sem báðar eru þjóðhagslega mikilvægar, er risavaxið verkefni og krefst víðtækrar stjórnunarreynslu. Hún krefst einnig færni í mannlegum samskiptum en nefndin taldi ekki ástæðu til að rýna betur í þann hæfnisþátt. Allir umsækjendur komu vel fyrir, eins og nefndin orðaði það sjálf. Matið var svo óskiljanlegt að halda mætti að nefndarmenn hefðu verið undir þrýstingi að koma tilteknum umsækjendum í síðustu lotuna og útiloka aðra. Þegar horft var til stjórnunarreynslu vó það að hafa verið stjórnarmaður hjá opinberri stofnun þyngra en framkvæmdastjóri með mannaforráð. Og þó að stjórnarmennska hafi vegið þungt virðist nefndin hafa horft fram hjá stjórnarstörfum sumra umsækjenda. Önnur dæmi um þá vankanta sem há hæfnismatinu hafa verið rakin á síðum Fréttablaðsins. Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, var á dögunum tilnefnd sem bankastjóri Evrópska Seðlabankans. Hún er lögfræðingur að mennt og hefur líklega ekki þurft að smíða flókin haglíkön á löngum starfsferli sínum. Lagarde hefur aftur á móti víðtæka reynslu af stjórnun og fjármálamörkuðum. Þetta skiptir leiðtoga Evrópusambandsins miklu máli og vonandi tekur forsætisráðherra í sama streng. Í Bandaríkjunum tilnefnir forsetinn næsta seðlabankastjóra sem er yfirheyrður af þingnefnd í beinni útsendingu og þarf síðan að hljóta blessun öldungadeildarinnar. Nú er ágætis tilefni til að staldra við og spyrja hvort nefndir eigi að skipa jafn stóran sess í ákvarðanatöku íslenskrar stjórnsýslu og þær gera í dag. Hvað hefur áunnist? Við sjáum þessa þróun einnig í atvinnulífinu þar sem skráð fyrirtæki hafa keppst um að koma á fót tilnefningarnefnd fyrir stjórnarkjör. Andlitslausar nefndir eru hins vegar engin ávísun á fagleg vinnubrögð. Það þarf í það minnsta að gera meiri kröfur þegar um er að ræða eitt valdamesta embætti landsins. Boltinn er núna hjá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og trúverðugleiki stjórnsýslunnar er í húfi.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun