Alfa karlar Kolbeinn Marteinsson skrifar 11. júlí 2019 08:30 Alfa karldýrið (Alpha Male) er það karldýr eða karlmaður sem fer með völdin. Í dýraríkinu fær Alfa karlinn að makast við þau kvendýr sem hann kærir sig um og hann fer með alræðisvald yfir hópnum. Stöðu sinni heldur hann þangað til einhver annar gerir tilkall til krúnunnar og þá oft með ofbeldi. Fyrrverandi Alfa karlinn endar þá oft hrakinn burt, hæddur og smáður. Hjá okkur mönnunum er þessu svipað háttað. Alfa karlinn er kallinn sem tekur sér yfirburðastöðu í hóp. Hann tekur sér það vald sem honum er ætlað, oftast þó án blóðsúthellinga. Hér á landi höfum við haft langa og leiðinlega hefð fyrir svona körlum. Simpansar sem bæði eru menn og dýr fara þó blandaða leið þegar kemur að skipan í Alfa stöður. Hjá þeim geta nefnilega minni karldýr komist til forystu með stjórnvisku en með stuðningi réttu aðilanna. Örlög fyrrverandi Alfa karlsimpansa geta þó verið æði ólík. Þannig eru dæmi um að aðrir karlapar taki sig saman og murki lífið úr leiðtoganum í blóðugri byltingu hafi hann komið fram af óréttlæti eða grimmd. Þó eru til dæmi um hið gagnstæða þar sem Alfa apinn fyrrverandi stígur niður t.d. sökum aldurs og fær aðra stöðu innan hópsins. Gætir að ungviði og gefur ráð. Stöðu þar sem hann nýtur virðingar í krafti þess að hann sætti sig við breytta heimsmynd og nýtt valdajafnvægi. Í dag sjáum við fyrrverandi Alfa karla, menn sem óðu yfir íslenskt samfélag á síðustu öld í krafti valds og stöðu, emja sárt. Breytt heimsmynd jafnvel með Alfa konum þar sem þeir eru ekki lengur í lykilhlutverki veldur þeim gremju og reiði. Það er sárt hlutskipti. Því það er hægt að velja að stíga til hliðar með sæmd og reisn. En ekki láta fleygja sér úr hópnum með illu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Marteinsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Sjá meira
Alfa karldýrið (Alpha Male) er það karldýr eða karlmaður sem fer með völdin. Í dýraríkinu fær Alfa karlinn að makast við þau kvendýr sem hann kærir sig um og hann fer með alræðisvald yfir hópnum. Stöðu sinni heldur hann þangað til einhver annar gerir tilkall til krúnunnar og þá oft með ofbeldi. Fyrrverandi Alfa karlinn endar þá oft hrakinn burt, hæddur og smáður. Hjá okkur mönnunum er þessu svipað háttað. Alfa karlinn er kallinn sem tekur sér yfirburðastöðu í hóp. Hann tekur sér það vald sem honum er ætlað, oftast þó án blóðsúthellinga. Hér á landi höfum við haft langa og leiðinlega hefð fyrir svona körlum. Simpansar sem bæði eru menn og dýr fara þó blandaða leið þegar kemur að skipan í Alfa stöður. Hjá þeim geta nefnilega minni karldýr komist til forystu með stjórnvisku en með stuðningi réttu aðilanna. Örlög fyrrverandi Alfa karlsimpansa geta þó verið æði ólík. Þannig eru dæmi um að aðrir karlapar taki sig saman og murki lífið úr leiðtoganum í blóðugri byltingu hafi hann komið fram af óréttlæti eða grimmd. Þó eru til dæmi um hið gagnstæða þar sem Alfa apinn fyrrverandi stígur niður t.d. sökum aldurs og fær aðra stöðu innan hópsins. Gætir að ungviði og gefur ráð. Stöðu þar sem hann nýtur virðingar í krafti þess að hann sætti sig við breytta heimsmynd og nýtt valdajafnvægi. Í dag sjáum við fyrrverandi Alfa karla, menn sem óðu yfir íslenskt samfélag á síðustu öld í krafti valds og stöðu, emja sárt. Breytt heimsmynd jafnvel með Alfa konum þar sem þeir eru ekki lengur í lykilhlutverki veldur þeim gremju og reiði. Það er sárt hlutskipti. Því það er hægt að velja að stíga til hliðar með sæmd og reisn. En ekki láta fleygja sér úr hópnum með illu.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar