Segir búskap á ríkisjörðum staðna vegna óvissu um sölu Kristinn Haukur skrifar 15. júlí 2019 06:00 Um allt land má finna ríkisjarðir, til að mynda í Grímsey. „Það er engin ástæða til að halda þessum jörðum,“ segir Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna. „Ekki frekar en að ríkið ætti íbúðir í stórum stíl eða atvinnuhúsnæði.“ Jarðir í eigu ríkisins eru um 450 talsins. Um 150 af þeim eru jarðir í umsjón ýmissa ríkisstofnana, svo sem Skógræktar ríkisins og Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Um 300 eru venjulegar bújarðir dreifðar víðs vegar um landið sem gerir ríkið að stærsta einstaka eiganda bújarða. Flestar þeirra eru í ábúð og leigðar út en sumar eru eyðijarðir. Haraldur hefur kallað eftir skipulögðu átaki í sölu þessara jarða. Hann segir að núverandi ástand skapi óvissu fyrir leigjendur og að enginn ágóði sé fyrir ríkið að eiga þær flestar. Aðeins ætti að halda eftir jörðum sem hafi sérstaka stöðu vegna náttúrufars eða sögu. Nú þegar sé til nokkuð góð flokkun á þeim.Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins..FNL/Anton BrinkBróðurparturinn af þessum jörðum eru úr hinum gamla jarðasjóði sem hafði það hlutverk að kaupa upp jarðir búa sem lentu í erfiðleikum. Í mikilli landbúnaðarkreppu á níunda áratug síðustu aldar og fram á þann tíunda, keypti sjóðurinn upp fjölda jarða. Var sjóðurinn oft fjárvana og þurfti þá sífellt að leggja honum til fé úr ríkissjóði. Samkvæmt Haraldi hefur verið í nokkurn tíma eftirspurn hjá núverandi leigutökum, sem margir hverjir eru með langtímaleigu, að kaupa leigujörðina. Fyrsta skrefið ætti að vera að leita samninga við þá um kaup. „Þá myndu þeir fá einhverja framtíðarsýn um það hvernig hægt sé að framkvæma á jörðunum,“ segir Haraldur. „Búskapur er í stöðnun á þó nokkrum búum vegna þess að það fást ekki svör frá ríkinu. Fólk þarf að reisa fjós og endurnýja ýmislegt.“ Samkvæmt ábúðarlögum ber jarðareiganda að kaupa öll samþykkt mannvirki við sölu. Annar flokkurinn sem Haraldur nefnir eru þær jarðir sem eru í nytjum frá öðrum búum. Samkvæmt honum ætti sá flokkur að vera sá næsti sem ríkið ætti að leggja áherslu á að selja. Þriðji flokkurinn séu jarðir sem hafa farið úr ábúð.„Því miður hafa þær jarðir verið lagðar í eyði því að ábúðakerfið hefur ekki verið að virka í mörg ár.“ Jarðirnar eru af öllum stærðum og gerðum. Nákvæmar tölur um heildarverðmæti liggja ekki fyrir en Haraldur áætlar að meðalverð sé um 20 milljónir og heildarverðmætið þá um 6 milljarðar króna. „Ég hef ekki talað fyrir því að ríkið selji jarðirnar á gjafverði,“ segir Haraldur. „Það má samt ekki halda að þetta séu óskaplega verðmætar eignir. Ef ríkið er á einhvern hátt hrætt við að afhenda eignirnar væri hægt að setja ákvæði í sölusamninga. Ef eignirnar yrðu seldar aftur, segjum innan 10 ára, þá myndi ríkið fá uppfærslu á verðmætum sínum.“ Þó að Haraldur vilji skipulagt átak þá segir hann að það megi ekki gerast of hratt. Offramboð myndi raska markaðinum. Annað sem verður að hugsa til eru þær auðlindir eða hlunnindi sem gætu verið á jörðunum. Svo sem ferskvatn, jarðefni, veiðiréttindi og jarðhiti. Haraldur segir þessar auðlindir ekki standa í vegi fyrir sölu. „Ríkið hefur verið að selja jarðir og þá hefur í einhverjum tilfellum verið haldið eftir ákveðnum hlunnindum eins og malartekju.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Það er engin ástæða til að halda þessum jörðum,“ segir Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna. „Ekki frekar en að ríkið ætti íbúðir í stórum stíl eða atvinnuhúsnæði.“ Jarðir í eigu ríkisins eru um 450 talsins. Um 150 af þeim eru jarðir í umsjón ýmissa ríkisstofnana, svo sem Skógræktar ríkisins og Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Um 300 eru venjulegar bújarðir dreifðar víðs vegar um landið sem gerir ríkið að stærsta einstaka eiganda bújarða. Flestar þeirra eru í ábúð og leigðar út en sumar eru eyðijarðir. Haraldur hefur kallað eftir skipulögðu átaki í sölu þessara jarða. Hann segir að núverandi ástand skapi óvissu fyrir leigjendur og að enginn ágóði sé fyrir ríkið að eiga þær flestar. Aðeins ætti að halda eftir jörðum sem hafi sérstaka stöðu vegna náttúrufars eða sögu. Nú þegar sé til nokkuð góð flokkun á þeim.Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins..FNL/Anton BrinkBróðurparturinn af þessum jörðum eru úr hinum gamla jarðasjóði sem hafði það hlutverk að kaupa upp jarðir búa sem lentu í erfiðleikum. Í mikilli landbúnaðarkreppu á níunda áratug síðustu aldar og fram á þann tíunda, keypti sjóðurinn upp fjölda jarða. Var sjóðurinn oft fjárvana og þurfti þá sífellt að leggja honum til fé úr ríkissjóði. Samkvæmt Haraldi hefur verið í nokkurn tíma eftirspurn hjá núverandi leigutökum, sem margir hverjir eru með langtímaleigu, að kaupa leigujörðina. Fyrsta skrefið ætti að vera að leita samninga við þá um kaup. „Þá myndu þeir fá einhverja framtíðarsýn um það hvernig hægt sé að framkvæma á jörðunum,“ segir Haraldur. „Búskapur er í stöðnun á þó nokkrum búum vegna þess að það fást ekki svör frá ríkinu. Fólk þarf að reisa fjós og endurnýja ýmislegt.“ Samkvæmt ábúðarlögum ber jarðareiganda að kaupa öll samþykkt mannvirki við sölu. Annar flokkurinn sem Haraldur nefnir eru þær jarðir sem eru í nytjum frá öðrum búum. Samkvæmt honum ætti sá flokkur að vera sá næsti sem ríkið ætti að leggja áherslu á að selja. Þriðji flokkurinn séu jarðir sem hafa farið úr ábúð.„Því miður hafa þær jarðir verið lagðar í eyði því að ábúðakerfið hefur ekki verið að virka í mörg ár.“ Jarðirnar eru af öllum stærðum og gerðum. Nákvæmar tölur um heildarverðmæti liggja ekki fyrir en Haraldur áætlar að meðalverð sé um 20 milljónir og heildarverðmætið þá um 6 milljarðar króna. „Ég hef ekki talað fyrir því að ríkið selji jarðirnar á gjafverði,“ segir Haraldur. „Það má samt ekki halda að þetta séu óskaplega verðmætar eignir. Ef ríkið er á einhvern hátt hrætt við að afhenda eignirnar væri hægt að setja ákvæði í sölusamninga. Ef eignirnar yrðu seldar aftur, segjum innan 10 ára, þá myndi ríkið fá uppfærslu á verðmætum sínum.“ Þó að Haraldur vilji skipulagt átak þá segir hann að það megi ekki gerast of hratt. Offramboð myndi raska markaðinum. Annað sem verður að hugsa til eru þær auðlindir eða hlunnindi sem gætu verið á jörðunum. Svo sem ferskvatn, jarðefni, veiðiréttindi og jarðhiti. Haraldur segir þessar auðlindir ekki standa í vegi fyrir sölu. „Ríkið hefur verið að selja jarðir og þá hefur í einhverjum tilfellum verið haldið eftir ákveðnum hlunnindum eins og malartekju.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent