Allt lítur út fyrir að Chris Paul spili með Oklahoma City Thunder í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2019 14:30 Chris Paul lék með Houston Rockets á síðasta tímabili og var með 15,6 stig og 8,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann fékk 4,5 milljarða íslenskra króna en fær mun meira fyrir næstu tímabil. Getty/Tim Warner Chris Paul kom til Oklahoma City Thunder í síðustu viku frá Houston Rockets í skiptum fyrir Russell Westbrook. Flestir héldu að Thunder myndi skipta honum áfram til annars liðs. Það hefur aftur á móti reynst þrautinni þyngri. Chris Paul er með risasamning og það er ekkert auðvelt fyrir félög að koma þessum samningi hans undir launaþakið hjá sér. Nýjustu fréttir frá Bandaríkjunum er að það líti allt út fyrir að hinn 34 ára gamli Chris Paul spili með Oklahoma City Thunder liðinu á komandi vetri. Það lítur því að Chris Paul þurfi að eyða einu af síðustu tímabilum sínum með liði sem er að hefja uppbyggingu á framtíðarliði. Oklahoma City Thunder er ekki að fara gera neinar rósir í vetur og mun örugglega ekki komst í úrslitakeppnina enda búið að missa tvo bestu leikmennina sína í þeim Russell Westbrook og Paul George.ESPN story on the Oklahoma City Thunder and Chris Paul preparing for the likelihood that they'll start the 2019-20 season together. https://t.co/kIKZHymk28 — Adrian Wojnarowski (@wojespn) July 17, 2019Chris Paul hefur spilað í NBA-deildinni frá árinu 2005 en hann hefur aldrei komist í lokaúrslitin um titilinn hvað þá orðið NBA-meistari. Chris Paul yfirgaf New Orleans Hornets árið 2011 fór til bæði Los Angeles Clippers (2011-17) og Houston Rockets (2017-19) með væntingar um að komast í mögulegt meistaralið. Það gekk ekki upp þótt oft hafi munað litlu. Chris Paul og James Harden voru ekki lengur miklir vinir eftir vonbrigði síðasta tímabils og Houston Rockets ákvað að stökkva á tækifærið og taka Russell Westbrook þegar hann bauðst. Chris Paul er á engum meðallaunum á næstu árum þökk sé ótrúlegum samningi hans við Houston. Hann fær 38,5 milljónir dollara fyrir komandi tímabil, 41,3 milljónir fyrir 2020-21 tímabilið og loks 44,2 milljónir fyrir tímabilið 2021 til 22. Í íslenskum krónum eru þetta 4,9 milljarðar fyrir 2019-20, 5,2 milljarðar fyrir 2020-21 og loks 5,5 milljarðar íslenskra króna fyrir 2021-22. Chris Paul á því inni samtals rúma 15,6 milljarða fyrir næstu þrjú tímabil.Here is the formula for why: *40% of players under contract cannot be traded * There are no teams with significant cap space (ATL has the most @ $7M) * Biggest trade exception is GSW ($17.2M) who is hard capped- next is DAL @ $11.8M https://t.co/H6FExQmTAf — Bobby Marks (@BobbyMarks42) July 17, 2019 NBA Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Fleiri fréttir Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sjá meira
Chris Paul kom til Oklahoma City Thunder í síðustu viku frá Houston Rockets í skiptum fyrir Russell Westbrook. Flestir héldu að Thunder myndi skipta honum áfram til annars liðs. Það hefur aftur á móti reynst þrautinni þyngri. Chris Paul er með risasamning og það er ekkert auðvelt fyrir félög að koma þessum samningi hans undir launaþakið hjá sér. Nýjustu fréttir frá Bandaríkjunum er að það líti allt út fyrir að hinn 34 ára gamli Chris Paul spili með Oklahoma City Thunder liðinu á komandi vetri. Það lítur því að Chris Paul þurfi að eyða einu af síðustu tímabilum sínum með liði sem er að hefja uppbyggingu á framtíðarliði. Oklahoma City Thunder er ekki að fara gera neinar rósir í vetur og mun örugglega ekki komst í úrslitakeppnina enda búið að missa tvo bestu leikmennina sína í þeim Russell Westbrook og Paul George.ESPN story on the Oklahoma City Thunder and Chris Paul preparing for the likelihood that they'll start the 2019-20 season together. https://t.co/kIKZHymk28 — Adrian Wojnarowski (@wojespn) July 17, 2019Chris Paul hefur spilað í NBA-deildinni frá árinu 2005 en hann hefur aldrei komist í lokaúrslitin um titilinn hvað þá orðið NBA-meistari. Chris Paul yfirgaf New Orleans Hornets árið 2011 fór til bæði Los Angeles Clippers (2011-17) og Houston Rockets (2017-19) með væntingar um að komast í mögulegt meistaralið. Það gekk ekki upp þótt oft hafi munað litlu. Chris Paul og James Harden voru ekki lengur miklir vinir eftir vonbrigði síðasta tímabils og Houston Rockets ákvað að stökkva á tækifærið og taka Russell Westbrook þegar hann bauðst. Chris Paul er á engum meðallaunum á næstu árum þökk sé ótrúlegum samningi hans við Houston. Hann fær 38,5 milljónir dollara fyrir komandi tímabil, 41,3 milljónir fyrir 2020-21 tímabilið og loks 44,2 milljónir fyrir tímabilið 2021 til 22. Í íslenskum krónum eru þetta 4,9 milljarðar fyrir 2019-20, 5,2 milljarðar fyrir 2020-21 og loks 5,5 milljarðar íslenskra króna fyrir 2021-22. Chris Paul á því inni samtals rúma 15,6 milljarða fyrir næstu þrjú tímabil.Here is the formula for why: *40% of players under contract cannot be traded * There are no teams with significant cap space (ATL has the most @ $7M) * Biggest trade exception is GSW ($17.2M) who is hard capped- next is DAL @ $11.8M https://t.co/H6FExQmTAf — Bobby Marks (@BobbyMarks42) July 17, 2019
NBA Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Fleiri fréttir Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sjá meira