Sakar Kína um að bera ábyrgð á „verstu mannréttindabrotum okkar tíma“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. júlí 2019 13:34 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, talar á ráðstefnu sinni um trúfrelsi. getty/Mark Wilson Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ásakað Kína um að bera ábyrgð á „smánarbletti aldarinnar“ á mannréttindum vegna fjöldafrelsissviptingar múslima og annarra minnihlutahópa. Á ráðstefnu um trúfrelsi sem hann stóð fyrir í Washington fordæmdi Pompeo Kína vegna risavaxinna varðhaldsbúða í vesturhluta Xinjiang héraðsins, þar sem talið er að milljón uighur múslimum, Kasökum og öðrum minnihlutahópum er haldið í búðum. Yfirvöld í Kína segja búðirnar starfsþjálfunarbúðir og segja þær nauðsynlegar til að koma í veg fyrir trúarlegt ofstæki. Í Kína fara fram „verstu mannréttindabrot okkar tíma,“ sagði Pompeo sem hefur líka sakað Kína um að kúga önnur lönd til að sniðganga ráðstefnuna hans. Pompeo, sem er evangelísk-kristinn, hefur gert trúfrelsi að forgangsmáli síðan hann tók við sem utanríkisráðherra en gagnrýnendur Trump stjórnarinnar hafa dregið skuldbindingu hans við málsstaðinn í efa og hafa bent á að hamlandi stefna hennar í innflytjendamálum komi niður á trúarlegum minnihlutahópum. Ráðstefnan er haldin aðeins dögum eftir að Alþjóðlega björgunarnefndin, IRC, og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna vöruðu við því að snögg fækkun fjölda innflytjenda og hælisleitenda sem tekið sé við settu marga trúarlega minnihlutahópa í hættulegar aðstæður. Í skýrslu sem var birt kvöldið áður en ráðstefnan byrjaði segir IRC að það sem af er komið ári hafi ríkisstjórnin tekið við 97% færri kristnum Írönum, 96% færri kristnum Írökum, 97% færri írökskum og sýrlenskum Jesídum og 77% færri Róhingja múslimum frá Mjanmar miðað við síðasta starfsár Obama ríkisstjórnarinnar. „Trump stjórnin getur ekki hvatt restina af heiminum til að sýna umburðarlyndi gagnvart trúarlegum minnihlutahópum þegar hún sjálf dregur úr vernd sinni fyrir þessa sömu hópa,“ sagði Nazanin Ash, varaforseti alþjóðlegrar stefnu og baráttu IRC. Trump stjórnin hefur einnig verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki tekið harðar á þróun trúmála í Kína með því að setja á viðskiptaþvinganir. Sumir telja að ríkisstjórnin hafi ekki tekið það skref vegna hræðslu við að það myndi skemma viðskiptaviðræður við Kína. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sagði á sömu ráðstefnu að viðræðurnar myndu ekki hafa neikvæð áhrif á áherslu Bandaríkjanna á trúfrelsi. Bandaríkin Flóttamenn Kína Tengdar fréttir Saka Kínverja um að halda minnst milljón múslimum í fangabúðum Kínversk stjórnvöld vísa ásökununum á bug og segja stofnanirnar eiga meira skylt við heimavistarskóla. 4. maí 2019 12:01 Ætla að jafna nýreista mosku við jörðu Hundruð múslima í vesturhluta Kína hafa safnast saman fyrir framan mosku eina, sem stjórnvöld héraðsins vilja ólm rífa niður. 10. ágúst 2018 10:49 Kína hafnar ásökunum um heilaþvott Nefnd á vegum SÞ sakar Kínverja um að heilaþvo Uyghur-fólk í búðum í Xinjiang-héraði. Kínverjar sakaðir um heilaþvott og pyntingar. Talið að milljón gæti verið í haldi án ákæru eða dóms. Kínverjar hafna ásökununum. 1. september 2018 08:00 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ásakað Kína um að bera ábyrgð á „smánarbletti aldarinnar“ á mannréttindum vegna fjöldafrelsissviptingar múslima og annarra minnihlutahópa. Á ráðstefnu um trúfrelsi sem hann stóð fyrir í Washington fordæmdi Pompeo Kína vegna risavaxinna varðhaldsbúða í vesturhluta Xinjiang héraðsins, þar sem talið er að milljón uighur múslimum, Kasökum og öðrum minnihlutahópum er haldið í búðum. Yfirvöld í Kína segja búðirnar starfsþjálfunarbúðir og segja þær nauðsynlegar til að koma í veg fyrir trúarlegt ofstæki. Í Kína fara fram „verstu mannréttindabrot okkar tíma,“ sagði Pompeo sem hefur líka sakað Kína um að kúga önnur lönd til að sniðganga ráðstefnuna hans. Pompeo, sem er evangelísk-kristinn, hefur gert trúfrelsi að forgangsmáli síðan hann tók við sem utanríkisráðherra en gagnrýnendur Trump stjórnarinnar hafa dregið skuldbindingu hans við málsstaðinn í efa og hafa bent á að hamlandi stefna hennar í innflytjendamálum komi niður á trúarlegum minnihlutahópum. Ráðstefnan er haldin aðeins dögum eftir að Alþjóðlega björgunarnefndin, IRC, og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna vöruðu við því að snögg fækkun fjölda innflytjenda og hælisleitenda sem tekið sé við settu marga trúarlega minnihlutahópa í hættulegar aðstæður. Í skýrslu sem var birt kvöldið áður en ráðstefnan byrjaði segir IRC að það sem af er komið ári hafi ríkisstjórnin tekið við 97% færri kristnum Írönum, 96% færri kristnum Írökum, 97% færri írökskum og sýrlenskum Jesídum og 77% færri Róhingja múslimum frá Mjanmar miðað við síðasta starfsár Obama ríkisstjórnarinnar. „Trump stjórnin getur ekki hvatt restina af heiminum til að sýna umburðarlyndi gagnvart trúarlegum minnihlutahópum þegar hún sjálf dregur úr vernd sinni fyrir þessa sömu hópa,“ sagði Nazanin Ash, varaforseti alþjóðlegrar stefnu og baráttu IRC. Trump stjórnin hefur einnig verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki tekið harðar á þróun trúmála í Kína með því að setja á viðskiptaþvinganir. Sumir telja að ríkisstjórnin hafi ekki tekið það skref vegna hræðslu við að það myndi skemma viðskiptaviðræður við Kína. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sagði á sömu ráðstefnu að viðræðurnar myndu ekki hafa neikvæð áhrif á áherslu Bandaríkjanna á trúfrelsi.
Bandaríkin Flóttamenn Kína Tengdar fréttir Saka Kínverja um að halda minnst milljón múslimum í fangabúðum Kínversk stjórnvöld vísa ásökununum á bug og segja stofnanirnar eiga meira skylt við heimavistarskóla. 4. maí 2019 12:01 Ætla að jafna nýreista mosku við jörðu Hundruð múslima í vesturhluta Kína hafa safnast saman fyrir framan mosku eina, sem stjórnvöld héraðsins vilja ólm rífa niður. 10. ágúst 2018 10:49 Kína hafnar ásökunum um heilaþvott Nefnd á vegum SÞ sakar Kínverja um að heilaþvo Uyghur-fólk í búðum í Xinjiang-héraði. Kínverjar sakaðir um heilaþvott og pyntingar. Talið að milljón gæti verið í haldi án ákæru eða dóms. Kínverjar hafna ásökununum. 1. september 2018 08:00 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira
Saka Kínverja um að halda minnst milljón múslimum í fangabúðum Kínversk stjórnvöld vísa ásökununum á bug og segja stofnanirnar eiga meira skylt við heimavistarskóla. 4. maí 2019 12:01
Ætla að jafna nýreista mosku við jörðu Hundruð múslima í vesturhluta Kína hafa safnast saman fyrir framan mosku eina, sem stjórnvöld héraðsins vilja ólm rífa niður. 10. ágúst 2018 10:49
Kína hafnar ásökunum um heilaþvott Nefnd á vegum SÞ sakar Kínverja um að heilaþvo Uyghur-fólk í búðum í Xinjiang-héraði. Kínverjar sakaðir um heilaþvott og pyntingar. Talið að milljón gæti verið í haldi án ákæru eða dóms. Kínverjar hafna ásökununum. 1. september 2018 08:00