Enn óútskýrð skattheimta á foreldra langveikra barna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. júlí 2019 08:15 Í maí hafði 241 foreldri fengið greiðslur samkvæmt lögum um greiðslur vegna langveikra eða alvarlegra fatlaðra barna. Kostnaður ríkisins við að hætta tekjuskattheimtu af þeim yrði 20 milljónir á ári. Fréttablaðið/Vilhelm Kostnaður ríkissjóðs við að undanskilja frá tekjuskatti greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna myndi nema aðeins 20 milljónum króna á ári. Það gæti hins vegar munað fjölskyldur í þessari viðkvæmu stöðu öllu, segir þingmaður. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, fékk svar frá fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn sinn sinni fyrir helgi. Þar spurði Ólafur hvaða rök væru fyrir því að svokallaðar foreldragreiðslur, samkvæmt lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega veikra barna, væru ekki skattfrjálsar líkt og á við um barnalífeyri almannatrygginga. Ólafur telur, þrátt fyrir svar ráðherra, enn óútskýrt hvers vegna svo sé. Hann bendir á að þessar greiðslur skiptist í tvennt. Annars vegar tekjutengdar foreldragreiðslur samkvæmt 11. grein laga nr. 22/2006 og hins vegar grunngreiðslur samkvæmt 19. grein sömu laga. „Foreldrar sem koma af vinnumarkaði eiga rétt á tekjutengdum greiðslum sem nema allt að 80 prósentum af launum í allt að sex mánuði,“ segir Ólafur. „Þessari tegund foreldragreiðslna fylgja engar barnagreiðslur. Þær eru því flokkaðar sem launatekjur og eru skattskyldar líkt og kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra. Ég geri ráð fyrir að þetta tiltekna atriði sé út af fyrir sig ekki óeðlilegt fyrirkomulag.“ Hins vegar eigi foreldrar sem þurfa á aðstoð að halda lengur en sex mánuði rétt á svokölluðum grunngreiðslum, sem taka þá við af tekjutengdu greiðslunum, bendir Ólafur á. Þessar greiðslur séu skattskyldar líkt og önnur fjárhagsaðstoð.Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins.„Þessum grunngreiðslum fylgja barnagreiðslur samkvæmt lögunum og kemur þar skýrt fram að þær séu tilkomnar vegna framfærsluskyldu vegna barna, líkt og barnalífeyrir samkvæmt almannatryggingalögum. Óútskýrt er hvers vegna þessar barnagreiðslur eru ekki skattfrjálsar líkt og barnalífeyrir. Þessu svarar fjármála- og efnahagsráðherra ekki,“ segir Ólafur og kveðst munu fylgja fyrirspurninni eftir. Hann segir forsögu málsins þá að foreldrar í þessum erfiðu aðstæðum hafi sett sig í samband við hann. Markmið umræddra laga er að tryggja foreldrum langveikra eða alvarlega fatlaðra barna fjárhagsaðstoð þegar þeir geta hvorki stundað vinnu né nám vegna sérstakrar umönnunar barna sinna. Í svari fjármálaráðherra segir að foreldragreiðslur teljist til skattskyldra tekna sem launagreiðslur og séu því lagðar á þær tekjuskattur og útsvar eftir almennum reglum. Ólafur spurði einnig hver árlegur kostnaður ríkissjóðs yrði ef umræddar foreldragreiðslur væru undanþegnar tekjuskatti og fékk þau svör að áætla mætti að kostnaðurinn yrði um 20 milljónir á ári. Þá megi ætla að kostnaður sveitarfélaga af breytingunni yrði um 23 milljónir króna í formi lægra útsvars. Ólafur segir aðspurður ljóst að ríkið myndi muna lítið um þessa upphæð í stóra samhenginu, en hún gæti skipt foreldra þessara barna miklu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skattar og tollar Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Kostnaður ríkissjóðs við að undanskilja frá tekjuskatti greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna myndi nema aðeins 20 milljónum króna á ári. Það gæti hins vegar munað fjölskyldur í þessari viðkvæmu stöðu öllu, segir þingmaður. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, fékk svar frá fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn sinn sinni fyrir helgi. Þar spurði Ólafur hvaða rök væru fyrir því að svokallaðar foreldragreiðslur, samkvæmt lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega veikra barna, væru ekki skattfrjálsar líkt og á við um barnalífeyri almannatrygginga. Ólafur telur, þrátt fyrir svar ráðherra, enn óútskýrt hvers vegna svo sé. Hann bendir á að þessar greiðslur skiptist í tvennt. Annars vegar tekjutengdar foreldragreiðslur samkvæmt 11. grein laga nr. 22/2006 og hins vegar grunngreiðslur samkvæmt 19. grein sömu laga. „Foreldrar sem koma af vinnumarkaði eiga rétt á tekjutengdum greiðslum sem nema allt að 80 prósentum af launum í allt að sex mánuði,“ segir Ólafur. „Þessari tegund foreldragreiðslna fylgja engar barnagreiðslur. Þær eru því flokkaðar sem launatekjur og eru skattskyldar líkt og kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra. Ég geri ráð fyrir að þetta tiltekna atriði sé út af fyrir sig ekki óeðlilegt fyrirkomulag.“ Hins vegar eigi foreldrar sem þurfa á aðstoð að halda lengur en sex mánuði rétt á svokölluðum grunngreiðslum, sem taka þá við af tekjutengdu greiðslunum, bendir Ólafur á. Þessar greiðslur séu skattskyldar líkt og önnur fjárhagsaðstoð.Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins.„Þessum grunngreiðslum fylgja barnagreiðslur samkvæmt lögunum og kemur þar skýrt fram að þær séu tilkomnar vegna framfærsluskyldu vegna barna, líkt og barnalífeyrir samkvæmt almannatryggingalögum. Óútskýrt er hvers vegna þessar barnagreiðslur eru ekki skattfrjálsar líkt og barnalífeyrir. Þessu svarar fjármála- og efnahagsráðherra ekki,“ segir Ólafur og kveðst munu fylgja fyrirspurninni eftir. Hann segir forsögu málsins þá að foreldrar í þessum erfiðu aðstæðum hafi sett sig í samband við hann. Markmið umræddra laga er að tryggja foreldrum langveikra eða alvarlega fatlaðra barna fjárhagsaðstoð þegar þeir geta hvorki stundað vinnu né nám vegna sérstakrar umönnunar barna sinna. Í svari fjármálaráðherra segir að foreldragreiðslur teljist til skattskyldra tekna sem launagreiðslur og séu því lagðar á þær tekjuskattur og útsvar eftir almennum reglum. Ólafur spurði einnig hver árlegur kostnaður ríkissjóðs yrði ef umræddar foreldragreiðslur væru undanþegnar tekjuskatti og fékk þau svör að áætla mætti að kostnaðurinn yrði um 20 milljónir á ári. Þá megi ætla að kostnaður sveitarfélaga af breytingunni yrði um 23 milljónir króna í formi lægra útsvars. Ólafur segir aðspurður ljóst að ríkið myndi muna lítið um þessa upphæð í stóra samhenginu, en hún gæti skipt foreldra þessara barna miklu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skattar og tollar Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira