Stórhættulegur snákur skríður laus um götur Cambridge Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. júlí 2019 23:06 Þetta er ekki snákurinn sem um ræðir. Þeir eru þó afar svipaðir, enda af sömu tegund. Anadolu Agency/Getty Kyrkislanga af tegundinni malayopython reticulatus gengur, eða öllu heldur skríður, nú laus um stræti Cambridge í Bretlandi. Lögreglan í Cambridge leitar nú snáksins sem hvarf í gær. Leitinni hefur orðið lítið ágengt en þó hefur tekist að hafa uppi á eiganda snáksins sem hefur staðfest hvarf hans.Malayopython reticulatus er lengsta snákategund heims en hún getur náð allt að sex og hálfs metra lengd að meðaltali. Þær eiga rætur að rekja til suðaustur Asíu, til að mynda Malasíu og Taílands. Snákurinn sem um ræðir er í kring um 2,7 metra, heldur styttri en sá lengsti sem fundist hefur, en sá var 9,6 metrar. Lögreglan biðlar til þeirra sem kunna að hafa séð slönguna að hafa strax samband við neyðarlínuna. Kyrkislöngur eru ekki eitraðar en þær geta vafið sér utan um bráð sína og kyrkt til bana áður en þær gleypa hana í heilu lagi. Snákum eins og þeim sem hér á í hlut líður best í skógarumhverfi nálægt ám og stöðuvötnum. Þær eiga auðvelt með sund og því ekki ólíklegt að snákurinn leiti á svæði þar sem aðstæður til þess er að finna.Malayopython reticulatus er meðal fárra snákategunda sem geta valdið mönnum skaða. Þekkt tilfelli þar sem slíkir snákar hafa banað mannfólki eru nokkur en snákarnir geta gleypt meðalmanneskju í heilu lagi.#cambscops In the early hours of this morning Officers attended the area of Lovell Rd Cambridge, Reports of a three meter snake seen in the area. Police have located the owner but not the Reticulated Python confirmed to be 9ft long. Any sighting please notify Cambs Police on 101. — Cambs police (@CambsCops) June 30, 2019 Bretland Dýr England Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Kyrkislanga af tegundinni malayopython reticulatus gengur, eða öllu heldur skríður, nú laus um stræti Cambridge í Bretlandi. Lögreglan í Cambridge leitar nú snáksins sem hvarf í gær. Leitinni hefur orðið lítið ágengt en þó hefur tekist að hafa uppi á eiganda snáksins sem hefur staðfest hvarf hans.Malayopython reticulatus er lengsta snákategund heims en hún getur náð allt að sex og hálfs metra lengd að meðaltali. Þær eiga rætur að rekja til suðaustur Asíu, til að mynda Malasíu og Taílands. Snákurinn sem um ræðir er í kring um 2,7 metra, heldur styttri en sá lengsti sem fundist hefur, en sá var 9,6 metrar. Lögreglan biðlar til þeirra sem kunna að hafa séð slönguna að hafa strax samband við neyðarlínuna. Kyrkislöngur eru ekki eitraðar en þær geta vafið sér utan um bráð sína og kyrkt til bana áður en þær gleypa hana í heilu lagi. Snákum eins og þeim sem hér á í hlut líður best í skógarumhverfi nálægt ám og stöðuvötnum. Þær eiga auðvelt með sund og því ekki ólíklegt að snákurinn leiti á svæði þar sem aðstæður til þess er að finna.Malayopython reticulatus er meðal fárra snákategunda sem geta valdið mönnum skaða. Þekkt tilfelli þar sem slíkir snákar hafa banað mannfólki eru nokkur en snákarnir geta gleypt meðalmanneskju í heilu lagi.#cambscops In the early hours of this morning Officers attended the area of Lovell Rd Cambridge, Reports of a three meter snake seen in the area. Police have located the owner but not the Reticulated Python confirmed to be 9ft long. Any sighting please notify Cambs Police on 101. — Cambs police (@CambsCops) June 30, 2019
Bretland Dýr England Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira