Golden State samdi við miðherja Sacramento Kings og Lakers-draumur Dudley rættist Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2019 09:00 Jared Dudley er mikil týpa. Getty/Elsa NBA körfuboltaliðin Golden State Warriors og Los Angeles Lakers bættu bæði við leikmönnum í nótt en Lakers bíður ennþá eftir fréttum af Kawhi Leonard. Það gera líka Toronto Raptors og Los Angeles Clippers. Los Angeles Lakers hefur haldið að sér höndum á meðan beðið er eftir því hvað Kawhi Leonard gerir og á meðan hafa fullt af ákjósanlegum kostum fyrir Lakers horfið af markaðnum. Lakers samdi hins vegar við Jared Dudley í nótt en þarf þó aðeins að borga honum 2,6 milljónir dollara fyrir eins árs samning. Dudley vildi ólmur komast að hjá Lakers og er leikmaður sem ætti að passa vel við hlið stórstjórnanna LeBron James, Anthony Davis og kannski Kawhi Leonard. Hann er útsjónarsamur baráttuhundur og fín skytta en var þó aðeins með 4,9 stig ða meðaltali í 59 leikjum með Brooklyn Nets í vetur. Jared Dudley er 33 ára reynslubolti sem hefur spilað með Charlotte Bobcats, Phoenix Suns, Los Angeles Clippers, Milwaukee Bucks, Washington Wizards og Brooklyn Nets á ferlinum.Dudley had a real impact on the Nets young roster a year ago, and really wanted the chance to play for the Lakers. He'll get a chance to impact on a roster that needs veterans capable of contributing in a pressure environment. https://t.co/hemklha12P — Adrian Wojnarowski (@wojespn) July 2, 2019Willie Cauley-Stein skiptir um lið í NBA-deildinni en fer þó ekki út fyrir Kaliforníu. Bandarískir miðlar sögðu frá því í nótt að þessi 25 ára strákur hafi gert samning við Golden State Warriors. Willie Cauley-Stein er 213 sentímetrar á hæð og mun væntanlega fylla skarð DeMarcus Cousins hjá liðinu. Cauley-Stein var með 11,9 stig og 8,4 fráköst í leik með Sacramento Kings á nýloknu tímabili sem var hans fjórða í deildinni. Cauley-Stein er þó ekki að fá mikinn pening því samkvæmt heimildum Zach Love þá fær hann bara aðeins meira en lágmarkslaunin.Can confirm. Cauley-Stein will sign for something slightly above the minimum salary, a source says. https://t.co/acJryQ5lik — Zach Lowe (@ZachLowe_NBA) July 2, 2019Af öðrum samningum má nefna að þeir Jeff Green og Emmanuel Mudiay sömdu báðir við Utah Jazz. Rodney McGruder gerði þriggja ára samnning við Los Angeles Clippers. Þá gerði Isaiah Thomas eins árs samning við Washington Wizards og Jordan Bell fer frá Golden State til Minnesota Timberwolves. NBA Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
NBA körfuboltaliðin Golden State Warriors og Los Angeles Lakers bættu bæði við leikmönnum í nótt en Lakers bíður ennþá eftir fréttum af Kawhi Leonard. Það gera líka Toronto Raptors og Los Angeles Clippers. Los Angeles Lakers hefur haldið að sér höndum á meðan beðið er eftir því hvað Kawhi Leonard gerir og á meðan hafa fullt af ákjósanlegum kostum fyrir Lakers horfið af markaðnum. Lakers samdi hins vegar við Jared Dudley í nótt en þarf þó aðeins að borga honum 2,6 milljónir dollara fyrir eins árs samning. Dudley vildi ólmur komast að hjá Lakers og er leikmaður sem ætti að passa vel við hlið stórstjórnanna LeBron James, Anthony Davis og kannski Kawhi Leonard. Hann er útsjónarsamur baráttuhundur og fín skytta en var þó aðeins með 4,9 stig ða meðaltali í 59 leikjum með Brooklyn Nets í vetur. Jared Dudley er 33 ára reynslubolti sem hefur spilað með Charlotte Bobcats, Phoenix Suns, Los Angeles Clippers, Milwaukee Bucks, Washington Wizards og Brooklyn Nets á ferlinum.Dudley had a real impact on the Nets young roster a year ago, and really wanted the chance to play for the Lakers. He'll get a chance to impact on a roster that needs veterans capable of contributing in a pressure environment. https://t.co/hemklha12P — Adrian Wojnarowski (@wojespn) July 2, 2019Willie Cauley-Stein skiptir um lið í NBA-deildinni en fer þó ekki út fyrir Kaliforníu. Bandarískir miðlar sögðu frá því í nótt að þessi 25 ára strákur hafi gert samning við Golden State Warriors. Willie Cauley-Stein er 213 sentímetrar á hæð og mun væntanlega fylla skarð DeMarcus Cousins hjá liðinu. Cauley-Stein var með 11,9 stig og 8,4 fráköst í leik með Sacramento Kings á nýloknu tímabili sem var hans fjórða í deildinni. Cauley-Stein er þó ekki að fá mikinn pening því samkvæmt heimildum Zach Love þá fær hann bara aðeins meira en lágmarkslaunin.Can confirm. Cauley-Stein will sign for something slightly above the minimum salary, a source says. https://t.co/acJryQ5lik — Zach Lowe (@ZachLowe_NBA) July 2, 2019Af öðrum samningum má nefna að þeir Jeff Green og Emmanuel Mudiay sömdu báðir við Utah Jazz. Rodney McGruder gerði þriggja ára samnning við Los Angeles Clippers. Þá gerði Isaiah Thomas eins árs samning við Washington Wizards og Jordan Bell fer frá Golden State til Minnesota Timberwolves.
NBA Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira