Spurt um stórleikinn Benedikt Bóas skrifar 3. júlí 2019 14:30 Leikmann Vals og Breiðabliks fagna. Samsett mynd Í kvöld fer fram einn af úrslitaleikjum Pepsi Max deildar kvenna þegar Valur og Breiðablik mætast. Liðin eru jöfn að stigum á toppnum. Fréttablaðið fór á stúfana og spurði hvernig færi.Álfrún Pálsdóttir, kynningarstjóri Hönnunar-miðstöðvar Íslands Leikurinn fer 3-1 fyrir Val. Elín Metta með þrennu og Breiðablik klórar í bakkann með einu marki.Stefán Árni Pálsson, blaðamaður Fyrsti risaleikurinn í Pepsi Max deild kvenna. Þeir verða ekki margir. Hinn fer fram á Kópavogsvelli þegar Valskonur mæta í heimsókn. Í þessum leik verða bæði lið hrædd um að tapa og leikurinn mun því aldrei ná neinu flugi. Spái 1-1 og bæði mörkin koma úr vítaspyrnum. Seinni leikur þessara liða verður algjör úrslitaleikur og tel ég að reynsla leikmanna Vals skili dollunni í hús undir lok tímabilsins.Brynjar Benediktsson, annar eigandi Soccer and education Þetta er leikur sem varla er hæg t að spá um. Valsstúlkur hafa verið mjög öflugar í sumar og mikil bæting síðan í fyrra. Þetta eru tvö langbestu lið landsins, Steini og Pétur hafa byggt upp virkilega skemmtileg lið. Ég veit að Fanndís verður í stuði gegn sínum gömlu félögum en Steini og Blikastelpurnar hans munu enda sem sigurvegarar í þessum leik og verða Íslandsmeistarar. Steini kann bara að vinna. Hafnfirðingarnir Karó og Alexandra búa til sigurmarkið í þessum leik.Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður á RÚV Bæði lið stefndu sennilega á tvennuna fyrir mót og þá sérstaklega Valur. Nú er það úr sögunni og því er allt undir. Á Valsvellinum á morgun mætast tvö varkár lið sem vilja ekki tapa, líkleg niðurstaða er 1-1 og bæði lið ganga þokkalega sátt af velli. Breiðablik stendur síðan uppi sem Íslandsmeistari, það virðist fátt stoppa Steina Halldórs og hans konur, hvað þá þegar þær finna lykt af titli.Kristjana Arnarsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV Þetta verður stærsti leikur sumarsins enda hvorug t liðið búð að misstíga sig í deildinni hingað til. Bæði lið eru úr leik í bikarkeppninni og því ljóst að Íslandsmeistaratitillinn er það eina sem liðin eru á höttunum eftir í sumar. Valur hefur skorað meira hingað til og þær eru til alls líklegar fyrir framan markið. Valur mun stýra leiknum en Blikarnir eru þéttir til baka. Ég held að leiknum muni ljúka með 1-1 jafntefli, Elín Metta og Karólína Lea muni sjá um að skora mörkin. Steini Halldórs, þjálfari Blika, er þannig gerður að hann sættir sig ekki við titlalaust sumar og því verður Breiðablik Íslandsmeistari eftir æsispennandi lokasprett í haust.Nökkvi Fjalar Orrason, eigandi Swipe 2-1 fyrir Val og Valur endar sem Íslandsmeistari. Karólína Lea skorar fyrir Breiðablik en Valur vinnur þar sem Elín Metta og Hlín klára leikinn fyrir þær rauðklæddu. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Fleiri fréttir Fram spilar og selur treyjur til styrkar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Sjá meira
Í kvöld fer fram einn af úrslitaleikjum Pepsi Max deildar kvenna þegar Valur og Breiðablik mætast. Liðin eru jöfn að stigum á toppnum. Fréttablaðið fór á stúfana og spurði hvernig færi.Álfrún Pálsdóttir, kynningarstjóri Hönnunar-miðstöðvar Íslands Leikurinn fer 3-1 fyrir Val. Elín Metta með þrennu og Breiðablik klórar í bakkann með einu marki.Stefán Árni Pálsson, blaðamaður Fyrsti risaleikurinn í Pepsi Max deild kvenna. Þeir verða ekki margir. Hinn fer fram á Kópavogsvelli þegar Valskonur mæta í heimsókn. Í þessum leik verða bæði lið hrædd um að tapa og leikurinn mun því aldrei ná neinu flugi. Spái 1-1 og bæði mörkin koma úr vítaspyrnum. Seinni leikur þessara liða verður algjör úrslitaleikur og tel ég að reynsla leikmanna Vals skili dollunni í hús undir lok tímabilsins.Brynjar Benediktsson, annar eigandi Soccer and education Þetta er leikur sem varla er hæg t að spá um. Valsstúlkur hafa verið mjög öflugar í sumar og mikil bæting síðan í fyrra. Þetta eru tvö langbestu lið landsins, Steini og Pétur hafa byggt upp virkilega skemmtileg lið. Ég veit að Fanndís verður í stuði gegn sínum gömlu félögum en Steini og Blikastelpurnar hans munu enda sem sigurvegarar í þessum leik og verða Íslandsmeistarar. Steini kann bara að vinna. Hafnfirðingarnir Karó og Alexandra búa til sigurmarkið í þessum leik.Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður á RÚV Bæði lið stefndu sennilega á tvennuna fyrir mót og þá sérstaklega Valur. Nú er það úr sögunni og því er allt undir. Á Valsvellinum á morgun mætast tvö varkár lið sem vilja ekki tapa, líkleg niðurstaða er 1-1 og bæði lið ganga þokkalega sátt af velli. Breiðablik stendur síðan uppi sem Íslandsmeistari, það virðist fátt stoppa Steina Halldórs og hans konur, hvað þá þegar þær finna lykt af titli.Kristjana Arnarsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV Þetta verður stærsti leikur sumarsins enda hvorug t liðið búð að misstíga sig í deildinni hingað til. Bæði lið eru úr leik í bikarkeppninni og því ljóst að Íslandsmeistaratitillinn er það eina sem liðin eru á höttunum eftir í sumar. Valur hefur skorað meira hingað til og þær eru til alls líklegar fyrir framan markið. Valur mun stýra leiknum en Blikarnir eru þéttir til baka. Ég held að leiknum muni ljúka með 1-1 jafntefli, Elín Metta og Karólína Lea muni sjá um að skora mörkin. Steini Halldórs, þjálfari Blika, er þannig gerður að hann sættir sig ekki við titlalaust sumar og því verður Breiðablik Íslandsmeistari eftir æsispennandi lokasprett í haust.Nökkvi Fjalar Orrason, eigandi Swipe 2-1 fyrir Val og Valur endar sem Íslandsmeistari. Karólína Lea skorar fyrir Breiðablik en Valur vinnur þar sem Elín Metta og Hlín klára leikinn fyrir þær rauðklæddu.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Fleiri fréttir Fram spilar og selur treyjur til styrkar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Sjá meira